Lífið

„Syngur á grænlensku og talar ensku með dönskum hreim“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Grænlendingar flykkjast til landsins til að taka þátt í Ísland Got Talent. Í fyrsta þættinum sáum við Thelmu Kajsdóttur, systur Mörtu Maríu, syngja lag og í kvöld steig Hans-Peter Bay, 29 ára landi hennar, á svið og söng grænlenskt lag. Titillinn þess útleggst sem Von á íslensku.

Sjá einnig:Grænlensk systir Mörtu Maríu sló í gegn

„Þó að ég vinni ekki þá vona ég að einhverjir framleiðendur heyri mig syngja og pikki mig upp fyrir Eurovision,“ segir Hans-Peter. Hann reyndi einnig að kenna Audda að segja „Gangi þér vel,“ á grænlensku með engum árangri.

„Syngur á grænlensku og talar ensku með dönskum hreim. Hversu svalur er hægt að vera?“ sagði Selma Björnsdóttir. Eftir flutninginn voru dómararnir allir á sama máli. Fjögur já biðu Hans-Peter sem er kominn áfram í næstu umferð. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×