Sættir sig ekki við að KSÍ kalli hann ofbeldismann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2015 19:00 Ásgeir Magnús Ólafsson hefur sent formanni og framkvæmdastjóra KSÍ bréf þar sem hann lýsir yfir óánægju sinni með störf og framkomu Sigurðar Óla Þorleifssonar, starfsmanns Knattspyrnusambands Íslands, í hans garð. Ásgeir Magnús fór inn á völlinn eftir úrslitaleik FH og Stjörnunnar 4.október síðastliðinn og kippti línuverðaflagginu úr hendi Sigurðar Óla Þorleifssonar, aðstoðardómara leiksins. Hann segist ekki hafa snert Sigurð Óla. „Það var verið að ljúga upp á mig að ég hafi slegið mann og ég sætti mig ekki við það," segir Ásgeir Magnús Ólafsson í viðtali við Íþróttadeild 365 sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Það viðurkenndi ég strax og sagði það í samtali við dómara leiksins daginn eftir þegar við áttum símtal að ég myndi bæta það ef eitthvert tjón hefði orðið á flagginu. Svo fæ ég fréttir um það eins og ég orða í bréfinu að ég hafi átt að hafa slegið manninn. Það er algjörlega rangt og ég get ekki sætt við mig við þessar lygar," segir Ásgeir Magnús. „Þeir segja annað en ég á símtal sem ég vísa í bréfinu mínu. Það símtal átti ég við línuvörðinn Sigurð Óla og tók það fram í upphafi að ég væri að taka símtalið upp. Þar kom fram í fyrstu eða annarri setningu hjá honum að það gæti hafa verið einhver annar en þar var hann kominn inn í öngstræti með sinn málflutning enda er lygi ekki góður málflutningur. Það þarf hann að horfast í augu við," sagði Ásgeir Magnús. Ásgeir Magnús viðurkennir fúslega að hann hafi farið inn á völlinn í óleyfi. „Bréfið mitt snýst ekki um það. Ég viðurkenni allt sem ég gerði það og ég er ekki stoltur af því að hafa farið inn á völlinn og tekið flaggið. Hugsunin hjá mér var bara svipuð því að taka eldspítur af óvita. Það var ekkert annað en táknrænt. Ég er ekki stoltur af því og hefði að sjálfsögðu ekki átt að gera þetta," sagði Ásgeir Magnús. „Ég er búinn að biðja KSÍ afsökunar og biðja FH-inga afsökunar. Ég ætlaði að biðjast afsökunar í samtalinu við línuvörðinn en samtalið leiddi okkur annað og hann sleit því. Hér með vil ég fyrir framan alla þjóðina biðja hann afsökunar á því að hafa tekið af honum flaggið en án þess að snerta hann. Við vitum það báðir að hann er að ljúga í öllu þessu ferli og fleiri eru að ljúga eins og kemur fram í bréfi mínu," sagði Ásgeir Magnús. „Í atvikalýsingu er ítrekað sagt að ég hafi slegið manninn. Í fyrstu var mér sagt að það hafi verið haft eftir fréttamanni sem er alrangt. Það er vegið að fréttamanni og ákveðnum fjölmiðli sem er mjög slæmt," sagði Ásgeir Magnús. „Þú getur gert mistök en þú átt ekki að komast upp með það að ljúga. Ég sætti mig ekki við að vera kallaðir ofbeldismaður," sagði Ásgeir Magnús. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Ásgeir Magnús Ólafsson hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Ásgeir Magnús Ólafsson hefur sent formanni og framkvæmdastjóra KSÍ bréf þar sem hann lýsir yfir óánægju sinni með störf og framkomu Sigurðar Óla Þorleifssonar, starfsmanns Knattspyrnusambands Íslands, í hans garð. Ásgeir Magnús fór inn á völlinn eftir úrslitaleik FH og Stjörnunnar 4.október síðastliðinn og kippti línuverðaflagginu úr hendi Sigurðar Óla Þorleifssonar, aðstoðardómara leiksins. Hann segist ekki hafa snert Sigurð Óla. „Það var verið að ljúga upp á mig að ég hafi slegið mann og ég sætti mig ekki við það," segir Ásgeir Magnús Ólafsson í viðtali við Íþróttadeild 365 sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Það viðurkenndi ég strax og sagði það í samtali við dómara leiksins daginn eftir þegar við áttum símtal að ég myndi bæta það ef eitthvert tjón hefði orðið á flagginu. Svo fæ ég fréttir um það eins og ég orða í bréfinu að ég hafi átt að hafa slegið manninn. Það er algjörlega rangt og ég get ekki sætt við mig við þessar lygar," segir Ásgeir Magnús. „Þeir segja annað en ég á símtal sem ég vísa í bréfinu mínu. Það símtal átti ég við línuvörðinn Sigurð Óla og tók það fram í upphafi að ég væri að taka símtalið upp. Þar kom fram í fyrstu eða annarri setningu hjá honum að það gæti hafa verið einhver annar en þar var hann kominn inn í öngstræti með sinn málflutning enda er lygi ekki góður málflutningur. Það þarf hann að horfast í augu við," sagði Ásgeir Magnús. Ásgeir Magnús viðurkennir fúslega að hann hafi farið inn á völlinn í óleyfi. „Bréfið mitt snýst ekki um það. Ég viðurkenni allt sem ég gerði það og ég er ekki stoltur af því að hafa farið inn á völlinn og tekið flaggið. Hugsunin hjá mér var bara svipuð því að taka eldspítur af óvita. Það var ekkert annað en táknrænt. Ég er ekki stoltur af því og hefði að sjálfsögðu ekki átt að gera þetta," sagði Ásgeir Magnús. „Ég er búinn að biðja KSÍ afsökunar og biðja FH-inga afsökunar. Ég ætlaði að biðjast afsökunar í samtalinu við línuvörðinn en samtalið leiddi okkur annað og hann sleit því. Hér með vil ég fyrir framan alla þjóðina biðja hann afsökunar á því að hafa tekið af honum flaggið en án þess að snerta hann. Við vitum það báðir að hann er að ljúga í öllu þessu ferli og fleiri eru að ljúga eins og kemur fram í bréfi mínu," sagði Ásgeir Magnús. „Í atvikalýsingu er ítrekað sagt að ég hafi slegið manninn. Í fyrstu var mér sagt að það hafi verið haft eftir fréttamanni sem er alrangt. Það er vegið að fréttamanni og ákveðnum fjölmiðli sem er mjög slæmt," sagði Ásgeir Magnús. „Þú getur gert mistök en þú átt ekki að komast upp með það að ljúga. Ég sætti mig ekki við að vera kallaðir ofbeldismaður," sagði Ásgeir Magnús. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Ásgeir Magnús Ólafsson hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira