Matur

Lambafille í kartöfluhjúp með kremuðum sveppum og blaðlauk

Rikka skrifar
visir

Eyþór Rúnarsson er hér með uppskrift af ótrúlega safaríku lambakjöti með stökkum kartöfluhjúp sem gjörsamlega ómögulegt er að standast.

Lambakjötið

800 gr fullhreinsað lambafille

4 stk bökunarkartöflur (skrældar)

100 gr brauðraspur

½  poki steinselja (fínt skorin)

ólífuolía

svartur pipar úr kvörn

Sjávarsalt



Skerið kartöflurnar í mandólíni og setjið á klút og vindið vökvann úr þeim. Skerið lambafilleið í ca. 200 gr steikur, veltið því upp úr brauðraspinum og kryddið með saltinu og piparnum. Hitið pönnu með ólífuolíu á í rúmlega hálfan styrk. Setjið ¼ af kartöflustrimlunum á miðja pönnuna og dreifið úr þeim, steikið þær á annarri hliðinni þar til þær eru orðnar gullin brúnar og kryddið með salti og pipar. Hellið kartöflunni á viskustykki með stökku hliðina niður. Dreifið steinseljunni yfir kartöfluna, setjið lambafilleið í miðjuna á henni og rúllið kartöflunni utan um filleið með viskustykkinu þéttingsfast. Setjið inn í 230 gráðu heitan ofninn í 13 mín. Takið út og látið hvíla í 10 mín.



Kremaðir sveppir og blaðlaukur

2 stk portóbellósveppir

1 box kastaníu sveppir

½ líter rjómi

1 hvítlauksgeiri (fínt rifinn)

2 stk  blaðlaukur (gróft skorinn)

½ teningur sveppakraftur

2 msk rauðvínsedik

2 msk estragon(fínt skorið)

Sjávarsalt

Svartur pipar úr kvörn

Skerið sveppina í grófa bita og setjið í pott með blaðlauknum, hvítlauknum, sveppakraftinum og rjómanum. Sjóðið allt saman við væga suðu í 15 mín. og smakkið til í lokin með rauðvínsedikinu, saltinu og piparnum. Endið á að blanda estragoninu saman við.


Tengdar fréttir

Laxatartar með estragonsósu

Eyþór Rúnarsson, meistarakokkur, töfrar hérna fram frábæran laxatartar sem tilvalin er í jólaboðið.

Svona gerirðu graflax

Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er með uppskrift af hinum fullkomna grafna laxi með graflaxsósu sem svíkur engan.

Ómótstæðilegt kartöflusalat

Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson fór á kostum í sjónvarpsþættinum Eldhúsið hans Eyþórs á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann reiðir fram hvern grinilegan réttinn á eftir öðrum. Hérna er hann með ómótstæðilegt kartöflusalat sem hægt er að bera fram allan ársins hring.

Sveppahjúpað hátíðarhreindýr

Hreindýr er hátíðlegur matur. Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er hér með frábæra uppskrift af hreindýralund sem hjúpuð er sveppum, kremaðri sveppasósu og graskers-,peru- og gráðaostasalati

Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka

Eftirréttirnir eru rúsínan í pylsuendanum á jólaborðinu. Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur töfraði fram þessa ómótstæðilegu epla- og brómberjaböku sem allir geta leikið eftir

Jólaöndin hans Eyþórs

Eyþór Rúnarsson, matreiðslumeistari og þáttastjórnandi Eldhússins hans Eyþórs á Stöð 2 bjó til ómótstæðilega heilsteikta önd með sveppa og trönuberjafyllingu ásamt ljúffengri sósu og kartöflum í hátíðarbúning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×