„Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2015 13:20 Mario Draghi seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu. Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. Við lokun markaða í gær kostaði ein evra 1,11 dollara og hefur ekki verið veikari síðan árið 2004, að því er fram kemur í Financial Times. Þessi mikla lækkun evrunnar átti sér stað daginn eftir að Seðlabanki Evrópu kynnti aðgerðir til að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu með kaupum á ríkisskuldabréfum. Aðgerðir seðlabankans felast í því sem kallað er quantative easing í engilsaxneskum fjölmiðlum en það er stundum sagt fínna orð fyrir peningaprentun. Seðlabanki Evrópu hyggst kaupa ríkisskuldabréf í hverjum mánuði frá mars næstkomandi þangað til í september á næsta ári fyrir 60 milljarða evra á mánuði, eða fyrir alls eitt þúsund milljarða evra, en um að ræða stefnubreytingu af hálfu bankans. Tilgangurinn er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu. Keypt verða ríkisskuldabréf allra ríkja nema Grikklands.Höfðu engin önnur spil á hendi Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir erfitt að segja hvað gerist ef aðgerðirnar skili ekki tilætluðum árangri. „Þetta er síðasta aðgerðin sem þeir hafa til að bregðast við. Það er ekki hægt að lækka vexti meira þannig að peningaprentun er í raun síðasti kosturinn. Ef miðað er við reynslu Breta og Bandaríkjamanna sem hafa prentað peninga í miklum mæli á síðustu þremur til fjórum árum þá ættu áhrifin að vera einhver. Við sjáum lækkun evrunnar á gjaldeyrismarkaði sem ætti að hafa jákvæð áhrif á evrópskt efnhagslíf,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Sérgrein Ásgeirs er peningamálahagfræði.365/ÞÞMario Draghi seðlabankastjóri gaf í fyrst í skyn að þessi stefnubreyting, sem felst í eiginlegri peningaprentun, kynni að vera í döfinni í ræðu sem hann flutti í ágúst í fyrra. Var slík yfirlýsing gefin án samráðs við stjórnvöld í Berlín og hefur það skaðað samband hans og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, að því er fram kemur í Financial Times. Angela Merkel telur að kaup á ríkisskuldabréfum muni draga úr þrýstingi á ríkin á evrusvæðinu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum. Jens Weidmann, forseti Bundesbank, Seðlabanka Þýskalands, tekur í sama streng og segir í viðtali við þýska dagblaðið Bild í dag að þessi nýja stefna Seðlabanka Evrópu muni létta pressu á ríki eins og Frakkland og Ítalíu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum.Á sér sögulegar rætur Ásgeir Jónsson segir að andstaða Þjóðverja við seðlaprentun eigi sér sögulegar rætur. „Peningaprentun hefur aldrei verið Þjóðverjum að skapi. Það er rakið til annars vegar óðaverðbólgunnar á Weimar-tímanum (innsk. Weimar-lýðveldið í Þýskalandi á tímabilinu 1919 til 1933) sem stafaði af of mikilli peningaprentun. Hins vegar náðu Þjóðverjar niður verðbólgu á árunum 1970-1980 með því að draga úr peningamagni í umferð (innsk. e. money supply target model). Það var hið opinbera viðmið þýska seðlabankans áður en Þjóðverjar urðu hluti af Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjum hefur ávallt verið gríðarlega illa við peningaprentun og talið að það myndi hefna sín með verðbólgu eða þannig að hlutirnir færu úr böndunum.“ Grikkland Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. Við lokun markaða í gær kostaði ein evra 1,11 dollara og hefur ekki verið veikari síðan árið 2004, að því er fram kemur í Financial Times. Þessi mikla lækkun evrunnar átti sér stað daginn eftir að Seðlabanki Evrópu kynnti aðgerðir til að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu með kaupum á ríkisskuldabréfum. Aðgerðir seðlabankans felast í því sem kallað er quantative easing í engilsaxneskum fjölmiðlum en það er stundum sagt fínna orð fyrir peningaprentun. Seðlabanki Evrópu hyggst kaupa ríkisskuldabréf í hverjum mánuði frá mars næstkomandi þangað til í september á næsta ári fyrir 60 milljarða evra á mánuði, eða fyrir alls eitt þúsund milljarða evra, en um að ræða stefnubreytingu af hálfu bankans. Tilgangurinn er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu. Keypt verða ríkisskuldabréf allra ríkja nema Grikklands.Höfðu engin önnur spil á hendi Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir erfitt að segja hvað gerist ef aðgerðirnar skili ekki tilætluðum árangri. „Þetta er síðasta aðgerðin sem þeir hafa til að bregðast við. Það er ekki hægt að lækka vexti meira þannig að peningaprentun er í raun síðasti kosturinn. Ef miðað er við reynslu Breta og Bandaríkjamanna sem hafa prentað peninga í miklum mæli á síðustu þremur til fjórum árum þá ættu áhrifin að vera einhver. Við sjáum lækkun evrunnar á gjaldeyrismarkaði sem ætti að hafa jákvæð áhrif á evrópskt efnhagslíf,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Sérgrein Ásgeirs er peningamálahagfræði.365/ÞÞMario Draghi seðlabankastjóri gaf í fyrst í skyn að þessi stefnubreyting, sem felst í eiginlegri peningaprentun, kynni að vera í döfinni í ræðu sem hann flutti í ágúst í fyrra. Var slík yfirlýsing gefin án samráðs við stjórnvöld í Berlín og hefur það skaðað samband hans og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, að því er fram kemur í Financial Times. Angela Merkel telur að kaup á ríkisskuldabréfum muni draga úr þrýstingi á ríkin á evrusvæðinu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum. Jens Weidmann, forseti Bundesbank, Seðlabanka Þýskalands, tekur í sama streng og segir í viðtali við þýska dagblaðið Bild í dag að þessi nýja stefna Seðlabanka Evrópu muni létta pressu á ríki eins og Frakkland og Ítalíu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum.Á sér sögulegar rætur Ásgeir Jónsson segir að andstaða Þjóðverja við seðlaprentun eigi sér sögulegar rætur. „Peningaprentun hefur aldrei verið Þjóðverjum að skapi. Það er rakið til annars vegar óðaverðbólgunnar á Weimar-tímanum (innsk. Weimar-lýðveldið í Þýskalandi á tímabilinu 1919 til 1933) sem stafaði af of mikilli peningaprentun. Hins vegar náðu Þjóðverjar niður verðbólgu á árunum 1970-1980 með því að draga úr peningamagni í umferð (innsk. e. money supply target model). Það var hið opinbera viðmið þýska seðlabankans áður en Þjóðverjar urðu hluti af Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjum hefur ávallt verið gríðarlega illa við peningaprentun og talið að það myndi hefna sín með verðbólgu eða þannig að hlutirnir færu úr böndunum.“
Grikkland Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira