Pierce Brosnan í Super Bowl auglýsingu Kia Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2015 11:15 Fyrrum James Bond leikarinn Pierce Brosnan leikur í auglýsingu fyrir Kia sem sýnd verður á stærsta fótboltaleik ársins í Bandaríkjunum, Super Bowl. Sá leikur er úrslitaleikur tveggja bestu rugby liðanna þarlendis og hefur löngum þótt stærsti íþróttaviðburðurinn í Bandaríkjunum á hverju ári. Margir bíða þar einnig eftir flottum auglýsingum sem sýndar eru í hálfleik og keppnin þar ekki minni í að heilla áhorfendur uppúr skónum. Í auglýsingunni ekur Brosnan Kia Sorento jeppanum sem nýkominn er af nýrri kynslóð. Ekki er að spyrja að því að húmorinn er í hávegum hafður í auglýsingunni, en í henni er Kia Sorento í hlutverki óskabílsins sem „getaway vehicle“, eða bíls sem heppilegur er til að komast úr mjög erfiðum aðstæðum. Framvinda auglýsingarinnar er þó á að aðra lund en margir myndu ætla með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Fyrrum James Bond leikarinn Pierce Brosnan leikur í auglýsingu fyrir Kia sem sýnd verður á stærsta fótboltaleik ársins í Bandaríkjunum, Super Bowl. Sá leikur er úrslitaleikur tveggja bestu rugby liðanna þarlendis og hefur löngum þótt stærsti íþróttaviðburðurinn í Bandaríkjunum á hverju ári. Margir bíða þar einnig eftir flottum auglýsingum sem sýndar eru í hálfleik og keppnin þar ekki minni í að heilla áhorfendur uppúr skónum. Í auglýsingunni ekur Brosnan Kia Sorento jeppanum sem nýkominn er af nýrri kynslóð. Ekki er að spyrja að því að húmorinn er í hávegum hafður í auglýsingunni, en í henni er Kia Sorento í hlutverki óskabílsins sem „getaway vehicle“, eða bíls sem heppilegur er til að komast úr mjög erfiðum aðstæðum. Framvinda auglýsingarinnar er þó á að aðra lund en margir myndu ætla með Pierce Brosnan í aðalhlutverki.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent