Íslenski boltinn

KR að fá leikmann frá meisturunum í Danmörku

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sören Frederiksen.
Sören Frederiksen. vísir/getty
Bikarmeistarar KR eru sagðir vera á góðri leið með að semja við danska framherjann Sören Fredriksen, samkvæmt frétt á BT.

Frederiksen, sem er 25 ára gamall, er uppalinn hjá SönderjyskE, en hefur spilað síðustu þrjú ár með Álaborg og varð meistari með liðinu á síðustu leiktíð.

Hann skoraði þá eitt mark í 22 leikjum en hefur fengið afar fá tækifæri á yfirstandandi leiktíð.

Frederiksen hefur ekki verið boðinn lengri samningur hjá Álaborg og herma heimildir BT að hann sé nálægt því að semja við KR.

Vesturbæjarliðið er sagt vera að hafa betur í baráttunni við Viborg og fleiri lið í dönsku 1. deildinni.

Fredriksen er einn af þeim dönsku leikmönnum sem Henrik Bödker, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, hefur bent KR-ingum á, en afar líklegt þykir að Bödker gangi sjálfur í raðir KR á næstunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×