Lífið

Kosning fyrir Hlustendaverðlaun 2015 komin í loftið

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá þá sem hafa hlotið tilnefningu.
Hér má sjá þá sem hafa hlotið tilnefningu.
Kosning fyrir Hlustendaverðlaun útvarpsstöðva 365 miðla, Bylgjunnar, FM957 og X-ins 977 er komin í loftið. Forkeppninni lauk í síðustu viku. Eftir standa sex til sjö hljómsveitir, plötur og lög sem keppast um að hljóta verðlaun frá hlustendum útvarpsstöðva 365.

Hlustendaverðlaunin heiðra íslenskt tónlistarfólk í sjö flokkum, þar á meðal fyrir lag árins, plötu ársins og söngkonu ársins.

Kosningunni lýkur 26. janúar.

Smellið hér til að taka þátt

Með þessu fyrirkomulagi fá allar útvarpsstöðvarnar og hlustendur þeirra jafnt vægi, enda hafa stöðvarnar ólíkan markhóp og áherslur. Valið í tilnefningarnar kemur frá hlustendum þannig að þeir sem verða útnefndir á Hlustendaverðlaununum eru val almennings í landinu. Verðlaunin verða afhent í beinni útsendingu á Stöð 2 og Bravó frá Gamla bíói 6. febrúar. Þar verður boðið upp á ýmis tónlistaratriði. Hlustendaverðlaun Bylgjunnar, FM957 og X977 fóru fyrst fram fyrir ári og heppnuðust sérstaklega vel.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×