Heilsa

Búðu til þinn eigin íþróttadrykk

Rikka skrifar
visir/getty

Ef að þú ert að stunda íþróttir í 60-90 mínútur eða minna er alveg nóg fyrir þig að drekka hreint íslenskt vatn. Sé ástundunin eitthvað mikið lengri er gott að vera með ískaldan íþróttadrykk við hendina. 

Flestir íþrótta- sem og orkudrykkir eru stútfullir af sykri og litarefnum sem er ekki alveg það ákjósanlegasta sem fer ofan í mann við ástundun íþrótta. Því getur verið gott að búa til sinn eigin drykk. Hér er uppskrift að einum góðum.

Grænn íþróttadrykkur

250 ml grænt te

2 msk hunang

150 ml hreinn granateplasafi eða annar góður og hreinn safi

1/4 tsk salt

Hitið grænt te og látið hunangið leysast upp í vatninu. Bætið safanum og saltinu út í og kælið. Drekkið ískalt.


Tengdar fréttir

Fallegur morgunsafi

Hollur og hreinsandi safi sem er einnig einstaklega bragðgóður.

Töfrandi hressingadrykkur

Þessi töfrandi hressingardrykkur er fullkomið millimál eða hressing hvenær sem er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×