Körfubolti

Mamman bauð öllu liðinu í kalkúnaveislu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Stefán
Leikmenn og þjálfarar Snæfellsliðsins tala vel um hina 24 ára gömlu Kristen McCarthy sem er á sínu öðru ári í atvinnumennsku eftir að hafa spilað á Ítalíu í fyrra. Kristen er frábær leikmaður og frábær liðsfélagi og ekki var heimsókn móður hennar í nóvember að spilla mikið fyrir áliti Hólmara á McCarthy-fjölskyldunni.

Denise McCarthy, móðir Kristen, kom í heimsókn til Íslands í kringum þakkargjörðarhátíðina í nóvember og vildi að sjálfsögðu halda upp á þessa stóru hátíð í Bandaríkjunum með dóttur sinni.

Það var hins vegar ekki bara Kristen sem fékk klassíska kalkúnaveislu frá mömmu sinni heldur var öllu Snæfellsliðinu boðið í veislu sem verður lengi talað um í Hólminum en hún var haldin heima hjá Inga Þór þjálfara. Mamman keypti inn og eldaði ofan í allan mannskapinn. Heimsóknin hafði líka frábær áhrif á Kristen sem skoraði yfir þrjátíu stig í næstu fjórum leikjum liðsins.


Tengdar fréttir

Snæfellsstúlkur slógu við KR-piltum árið 2014

Karlalið KR vann 95 prósent deildarleikja á árinu en var samt ekki með hæsta sigurhlutfall íslenskra körfuboltaliða í deildarleikjum ársins. Snæfellskonur settu nýtt met á árinu 2014 með því að vinna 27 af 28 deildarleikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×