Flottur einleikari með London Philharmonic Jónas Sen skrifar 22. desember 2014 12:30 Leif Ove Andsnes „Krafturinn í túlkuninni var smitandi, það var eitthvað karlmannlegt og hraustlegt við hana.“ Nordicphotos/Getty Tónlist: London Philharmonic Orchestra Einleikari: Leif Ove Andsnes. Stjórnandi: Osmo Vänskä Verk eftir Vaughan Williams, Beethoven og Tsjaíkovskí. Tónleikar í Eldborg í Hörpu fimmtudagur 18. desember Ég sá og heyrði Leif Ove Andsnes leika einleikinn í 3. píanókonsert Prokofievs með Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hann var bara sextán ára. Það voru stórfenglegir tónleikar. Ljóst er að honum hefur ekki farið aftur. Hann var einleikarinn á tónleikum London Philharmonic Orchestra á fimmtudagskvöldið. Að þessu sinni var hinn svonefndi Keisarakonsert Beethovens á dagskránni. Það er sá fimmti og síðasti sem hann samdi. Nafnið á konsertinum er trix sem nótnabókaútgefandinn fann upp á. „Keisarakonsert“ þótti óneitanlega meira sexí en „Konsert númer fimm“. Andsnes spilaði af yfirburðum. Allar nótnarunurnar fram og til baka, upp og niður hljómborðið voru óaðfinnanlegar. Krafturinn í túlkuninni var smitandi, það var eitthvað karlmannlegt og hraustlegt við hana. Hún var fremur hröð, sem fór verkinu vel. Samspil hljómsveitar og píanóleikara var líka með eindæmum gott, alveg hárnákvæmt. Osmo Vänskä hélt á sprotanum. Hann er tignarlegur stjórnandi, ber sig óvanalega fallega. Það var nánast eins og hann væri að gera kínverskar tai chi-æfingar fyrir framan hljómsveitina. Fyrsta verkið á efnisskránni, strengjastykki eftir Vaughan Williams var sérlega vel leikið. Það heitir Fantasía um stef eftir Thomas Tallis, sem var enskt tónskáld á sextándu öld. Tallis samdi magnaða kórtónlist, mjög fjölradda. Hér var strengjasveitinni, rétt eins og margradda kór, skipt upp í misstórar einingar. Hver þeirra hafði sína rödd. Útkoman var fínlega ofinn tónavefur sem var sjarmerandi íhugull. Hljómsveitin spilaði verkið af yfirburðum. Nákvæmnin í leiknum var aðdáunarverð, túlkunin áleitin og þráðurinn heill. Fyrsta sinfónía Tsjaíkovskís var líka sannfærandi í meðförum hljómsveitarinnar. Leikurinn var hressilegur og það var tilkomumikið hvernig ákafinn í túlkuninni stigmagnaðist. En í samanburðinum við aðrar erlendar hljómsveitir sem hingað hafa komið til tónleikahalds, þá var Fílharmóníusveitin hreinlega ekki eins góð. Það voru hnökrar hér, óhreinar nótur þar, ósamtaka spil annars staðar. Ekkert þó neitt áberandi, en það taldi samt. Sá orðrómur er uppi að breskar hljómsveitir fái ekki mikinn æfingatíma vegna tilkostnaðar. Þær æfa lítið, en spila mikið. Eftir að hafa heyrt hljómsveitina nú, þá get ég vel trúað að það sé rétt.Niðurstaða: Magnaður einleikur, hljómsveitin var flott, en ekki fullkomin. Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist: London Philharmonic Orchestra Einleikari: Leif Ove Andsnes. Stjórnandi: Osmo Vänskä Verk eftir Vaughan Williams, Beethoven og Tsjaíkovskí. Tónleikar í Eldborg í Hörpu fimmtudagur 18. desember Ég sá og heyrði Leif Ove Andsnes leika einleikinn í 3. píanókonsert Prokofievs með Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hann var bara sextán ára. Það voru stórfenglegir tónleikar. Ljóst er að honum hefur ekki farið aftur. Hann var einleikarinn á tónleikum London Philharmonic Orchestra á fimmtudagskvöldið. Að þessu sinni var hinn svonefndi Keisarakonsert Beethovens á dagskránni. Það er sá fimmti og síðasti sem hann samdi. Nafnið á konsertinum er trix sem nótnabókaútgefandinn fann upp á. „Keisarakonsert“ þótti óneitanlega meira sexí en „Konsert númer fimm“. Andsnes spilaði af yfirburðum. Allar nótnarunurnar fram og til baka, upp og niður hljómborðið voru óaðfinnanlegar. Krafturinn í túlkuninni var smitandi, það var eitthvað karlmannlegt og hraustlegt við hana. Hún var fremur hröð, sem fór verkinu vel. Samspil hljómsveitar og píanóleikara var líka með eindæmum gott, alveg hárnákvæmt. Osmo Vänskä hélt á sprotanum. Hann er tignarlegur stjórnandi, ber sig óvanalega fallega. Það var nánast eins og hann væri að gera kínverskar tai chi-æfingar fyrir framan hljómsveitina. Fyrsta verkið á efnisskránni, strengjastykki eftir Vaughan Williams var sérlega vel leikið. Það heitir Fantasía um stef eftir Thomas Tallis, sem var enskt tónskáld á sextándu öld. Tallis samdi magnaða kórtónlist, mjög fjölradda. Hér var strengjasveitinni, rétt eins og margradda kór, skipt upp í misstórar einingar. Hver þeirra hafði sína rödd. Útkoman var fínlega ofinn tónavefur sem var sjarmerandi íhugull. Hljómsveitin spilaði verkið af yfirburðum. Nákvæmnin í leiknum var aðdáunarverð, túlkunin áleitin og þráðurinn heill. Fyrsta sinfónía Tsjaíkovskís var líka sannfærandi í meðförum hljómsveitarinnar. Leikurinn var hressilegur og það var tilkomumikið hvernig ákafinn í túlkuninni stigmagnaðist. En í samanburðinum við aðrar erlendar hljómsveitir sem hingað hafa komið til tónleikahalds, þá var Fílharmóníusveitin hreinlega ekki eins góð. Það voru hnökrar hér, óhreinar nótur þar, ósamtaka spil annars staðar. Ekkert þó neitt áberandi, en það taldi samt. Sá orðrómur er uppi að breskar hljómsveitir fái ekki mikinn æfingatíma vegna tilkostnaðar. Þær æfa lítið, en spila mikið. Eftir að hafa heyrt hljómsveitina nú, þá get ég vel trúað að það sé rétt.Niðurstaða: Magnaður einleikur, hljómsveitin var flott, en ekki fullkomin.
Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira