Sport

Reykjavíkurliðin verða á toppnum um jólin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson og félagar í KR hafa enn ekki tapað leik í deildinni í haust.
Brynjar Þór Björnsson og félagar í KR hafa enn ekki tapað leik í deildinni í haust. Vísir/Stefán
Það verður nóg um að vera í efstu deildum karla í bæði handbolta og körfubolta en þá fara alls tíu leikir fram.

Lokaumferðin í Olísdeild karla fer öll fram í kvöld en fyrstu fimm leikirnir í lokaumferð Domino's-deildar karla sem lýkur svo með viðureign Keflavíkur og Hauka annað kvöld.

Það er ljóst hvaða lið verða í fjórum efstu sætum Olísdeildar karla og spila því í deildabikarnum á milli jóla og nýárs. Valur, ÍR, Afturelding og FH eru örugg með sín sæti í keppninni sem fer fram í íþróttahúsinu í Strandgötu líkt og undanfarin ár.

Stórleikur kvöldsins verður viðureign Íslandsmeistara ÍBV og toppliðs Vals í Vestmannaeyjum en Eyjamenn hafa verið á fínni siglingu að undanförnu og unnið þrjá deildarleiki í röð.

Valur er þó öruggur með toppsæti deildarinnar þó svo að ÍR eigi möguleika að ná honum að stigum í kvöld. Næstu deildarleikir fara svo ekki fram fyrr en um miðjan febrúar, eftir að HM í Katar lýkur.

KR er með fjögurra stiga forystu á toppi Domino's-deildarinnar enda hefur liðið unnið alla tíu leiki sína til þessa. Liðið mætir botnliði Fjölnis í kvöld og á því góða möguleika á að fara taplaust í jólafríið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×