Ískaldir fingur djasspíanistans Jónas Sen skrifar 18. desember 2014 13:30 Hold "Lögin virka fyrst og fremst sem bakgrunnstónlist þegar maður vill hafa það huggulegt,“ segir Jónas Sen. Tónlist: Hold Árni Karlsson tríó Mold Music Árni Karlsson er framúrskarandi djasspíanóleikari. Hann spilar hér ásamt Þorgrími Jónssyni á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Píanóleikurinn er tær, glitrandi og öruggur. Tímasetningar eru hárnákvæmar, tónahlaupin eru jöfn og óheft, áslátturinn mjúkur og þægilegur áheyrnar. Sömu sögu er að segja um kontrabassaleikinn, sem er skemmtilega líflegur. Trommuleikurinn er líka akkúrat, hóflega afslappaður og svalur. Öll tónlistin er eftir Árna og hún er einnig útsett af honum. Stemningin er ljúf, samspil hljóðfæraraddanna er fínlega ofið. Þar er hvergi neinu ofaukið, samhljómurinn samsvarar sér prýðilega. Laglínurnar sjálfar eru þó ekki beint grípandi. Fátt í tónlistinni er virkilega heillandi. Tónlistin er alltaf armslengd í burtu. Lögin virka fyrst og fremst sem bakgrunnstónlist þegar maður vill hafa það huggulegt. Hún er ekkert að trana sér fram, æpir ekki á athygli. Það er því ekki hægt að segja að hún risti djúpt. En stundum er svoleiðis músík engu að síður alveg bráðnauðsynleg.Niðurstaða: Áheyrileg, nokkuð kuldaleg djasstónlist, en góð til síns brúks. Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist: Hold Árni Karlsson tríó Mold Music Árni Karlsson er framúrskarandi djasspíanóleikari. Hann spilar hér ásamt Þorgrími Jónssyni á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Píanóleikurinn er tær, glitrandi og öruggur. Tímasetningar eru hárnákvæmar, tónahlaupin eru jöfn og óheft, áslátturinn mjúkur og þægilegur áheyrnar. Sömu sögu er að segja um kontrabassaleikinn, sem er skemmtilega líflegur. Trommuleikurinn er líka akkúrat, hóflega afslappaður og svalur. Öll tónlistin er eftir Árna og hún er einnig útsett af honum. Stemningin er ljúf, samspil hljóðfæraraddanna er fínlega ofið. Þar er hvergi neinu ofaukið, samhljómurinn samsvarar sér prýðilega. Laglínurnar sjálfar eru þó ekki beint grípandi. Fátt í tónlistinni er virkilega heillandi. Tónlistin er alltaf armslengd í burtu. Lögin virka fyrst og fremst sem bakgrunnstónlist þegar maður vill hafa það huggulegt. Hún er ekkert að trana sér fram, æpir ekki á athygli. Það er því ekki hægt að segja að hún risti djúpt. En stundum er svoleiðis músík engu að síður alveg bráðnauðsynleg.Niðurstaða: Áheyrileg, nokkuð kuldaleg djasstónlist, en góð til síns brúks.
Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira