Þrjár kynslóðir kvenna Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 18. desember 2014 17:00 Saga þeirra - sagan mín Bækur: Saga þeirra, sagan mín Helga Guðrún Johnson JPV Í þessari bók segir Helga Guðrún Johnson sögu þriggja kvenna, Katrínar Stellu Briem, móður hennar og ömmu. Lífshlaup þeirra er ólíkt, allar eru þær fæddar inn í íslenska yfirstétt en forréttindin sem þær tvær eldri fá í vöggugjöf verða þeim ekki til sérstakrar gæfu. Sú yngsta, sem kölluð er Kanda og er aðalpersóna og aðalheimildamaður bókarinnar, þarf sjálf að móta líf sitt, hún vinnur fyrir sér frá unga aldri og byggir upp farsælt fyrirtæki og fjölskyldulíf með eiginmanni sínum. Sögur þeirra Katrínar, Stellu og Köndu eru merkilegar hver fyrir sig og saman eru þær eins og spegill á tuttugustu öldina. Fyrir lesanda sem þekkir sögutímann úr skrifum og minningum annarra er hér margt forvitnilegt. Heimur sögukvennanna er, sérstaklega framan af, stærri en flestra Íslendinga, Kanda elst upp við fjölmörg tungumál og ferðalög fjölskyldunnar og misjafnt gengi gerir það að verkum að við fáum innsýn inn í ólíka kima samfélaga bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Á forsíðu bókarinnar er talað um þrjár kynslóðir sjálfstæðra kvenna, en lesandinn kemst kannski að þeirri niðurstöðu að það sé aðeins sú yngsta sem er í raun og veru sjálfstæð og fær að njóta sín. Hinar tvær eru óvenjulegar konur en þær ná aldrei tökum á lífi sínu, sögur þeirra eru harmsögur fyrst og fremst, sú fyrri stutt, sú seinni langvarandi og átakanleg bæði fyrir konuna sjálfa og aðstandendur. Lífshlaup þessara kvenna er forvitnilegt, og þá kemur til kasta höfundarins sem skráir sögu þeirra. Aðferð Helgu Guðrúnar við að segja söguna er að mörgu leyti óvenjuleg. Frásögnin skiptist í tvennt, annars vegar eru frásagnarkaflar þar sem sagt er frá atburðum í lífi aðalpersónanna þriggja en einnig tilfinningum þeirra og sálarlífi. Þessi meginfrásögn er svo fleyguð skáletruðum köflum sem er erfiðara að henda reiður á. Þar eru atburðir sviðsettir, fjallað um hugsanir persónanna og tilfinningar. Það getur verið svolítið erfitt fyrir lesandann að henda reiður á þessum ólíku köflum. Það er ekki alltaf ljóst hve stór þáttur Köndu sjálfrar er í bókinni eða hvert samband hennar og sögumannsins og höfundarins er.Niðurstaða: Fróðleg örlagasaga þriggja íslenskra nútímakvenna sögð á óvenjulegan hátt sem gengur ekki alltaf upp. Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur: Saga þeirra, sagan mín Helga Guðrún Johnson JPV Í þessari bók segir Helga Guðrún Johnson sögu þriggja kvenna, Katrínar Stellu Briem, móður hennar og ömmu. Lífshlaup þeirra er ólíkt, allar eru þær fæddar inn í íslenska yfirstétt en forréttindin sem þær tvær eldri fá í vöggugjöf verða þeim ekki til sérstakrar gæfu. Sú yngsta, sem kölluð er Kanda og er aðalpersóna og aðalheimildamaður bókarinnar, þarf sjálf að móta líf sitt, hún vinnur fyrir sér frá unga aldri og byggir upp farsælt fyrirtæki og fjölskyldulíf með eiginmanni sínum. Sögur þeirra Katrínar, Stellu og Köndu eru merkilegar hver fyrir sig og saman eru þær eins og spegill á tuttugustu öldina. Fyrir lesanda sem þekkir sögutímann úr skrifum og minningum annarra er hér margt forvitnilegt. Heimur sögukvennanna er, sérstaklega framan af, stærri en flestra Íslendinga, Kanda elst upp við fjölmörg tungumál og ferðalög fjölskyldunnar og misjafnt gengi gerir það að verkum að við fáum innsýn inn í ólíka kima samfélaga bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Á forsíðu bókarinnar er talað um þrjár kynslóðir sjálfstæðra kvenna, en lesandinn kemst kannski að þeirri niðurstöðu að það sé aðeins sú yngsta sem er í raun og veru sjálfstæð og fær að njóta sín. Hinar tvær eru óvenjulegar konur en þær ná aldrei tökum á lífi sínu, sögur þeirra eru harmsögur fyrst og fremst, sú fyrri stutt, sú seinni langvarandi og átakanleg bæði fyrir konuna sjálfa og aðstandendur. Lífshlaup þessara kvenna er forvitnilegt, og þá kemur til kasta höfundarins sem skráir sögu þeirra. Aðferð Helgu Guðrúnar við að segja söguna er að mörgu leyti óvenjuleg. Frásögnin skiptist í tvennt, annars vegar eru frásagnarkaflar þar sem sagt er frá atburðum í lífi aðalpersónanna þriggja en einnig tilfinningum þeirra og sálarlífi. Þessi meginfrásögn er svo fleyguð skáletruðum köflum sem er erfiðara að henda reiður á. Þar eru atburðir sviðsettir, fjallað um hugsanir persónanna og tilfinningar. Það getur verið svolítið erfitt fyrir lesandann að henda reiður á þessum ólíku köflum. Það er ekki alltaf ljóst hve stór þáttur Köndu sjálfrar er í bókinni eða hvert samband hennar og sögumannsins og höfundarins er.Niðurstaða: Fróðleg örlagasaga þriggja íslenskra nútímakvenna sögð á óvenjulegan hátt sem gengur ekki alltaf upp.
Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira