Miðaldra meðvirkni Björn Teitsson skrifar 16. desember 2014 10:00 Hljómsveitin tók upp sína nýjustu plötu í Berlín. Vísir/Valli Nýdönsk Diskó Berlín Útgefandi: Skýmir Það er erfitt að segja hvort meðlimir Nýdanskrar gangist við því að vera miðaldra. Í árum talið, jú, en aldur er afstæður og allt það. Hljómsveitin lét í það minnsta ekkert stöðva sig í að gera eins og unga fólkið og skellti sér til menningar- og dönermiðstöðvar jarðarinnar í Berlín. Er þaðan væntanlega nafnið komið á nýjustu plötu sveitarinnar, Diskó Berlín. Nú þegar hafa fjölmörg lög af plötunni fengið mikla spilun á Rás 2 og að minnsta kosti fjögur þeirra komist hátt á vinsældarlista. Upphafslag plötunnar, Uppvakningar, er eitt þeirra og er velgengni þess lags vel skiljanleg. Það er eitthvað heimilislegt við það, kunnuglegur hljómagangur, flott hraðaskipting í miðju lags, raddir Björns Jörundar og Daníels Ágústs frábærar saman enn í dag eftir aldarfjórðung og viðlag sem hægt er að raula með. Flott mál. Að öðru leyti er nauðsynlegt að spyrja hvort mikil spilun plötunnar sé vegna gæða hennar eða einfaldlega meðvirkni Óla Palla fyrir miðaldra poppurum. Fyrir utan upphafslagið er besta lagið Draumalín, sem er reyndar fínasta ballaða með skemmtilegri melódíu – svona eins og ef Vangelis hefði gert tónlistina í rómantískri gamanmynd. Flest lögin eru fönkskotin en það verður að segjast að sá hljómur gengur ekki upp í þetta sinn. Dagdraumaregn ætti líklega að vera slagari en lagið er því miður einsleitt og viðlagið einstaklega óeftirminnilegt – alls ekki í karakter við sveitina.Það sem er hins vegar eftirminnilegt, eftir að hafa hlustað á plötuna, eru tvö atriði. Eitt frekar aulalegt en hitt einfaldlega ekki gott fyrir neinn. Hið fyrra er þessi íslenska rím-árátta, sem kristallast í línunum úr titillaginu: „Þú ert með mér í öllum föllum/ Þú svarar allri minni köllun/ Þú ert mín uppáhaldsmeyja/ nafn þitt ég elska að beygja.“ Þetta er fyrra atriðið. Seinna atriðið er lagið Mánagyðja, sem virðist fjalla um upphafningu á þeirri túlkun að Lolita sé einhvers konar ástarsaga. Lagið fjallar alltént um samneyti við „mánagyðju“ með „unglingshjarta“ og á samneytið að vera uppspretta æsku sem ljóðmælandi vill teyga af. Sko… Humbert Humbert var siðblindur perri. Svo það sé á hreinu. Heilt yfir er Diskó Berlín langt frá því besta sem Nýdönsk hefur sent frá sér. Hljómsveitin á sinn stað í hjarta íslenskra tónlistaráhugamanna, það eru hreinar línur. Hún var alltaf meira kúl en hinar sveitirnar á 10. áratug síðustu aldar. Vissulega er aldur afstæður og ekkert sem segir að miðaldra karlmenn geti ekki átt stórkostlega endurkomu og sigrað heiminn. Sá sigur kemur vonandi síðar. Eitt að lokum: Getur Villi Waren vinsamlegast skipt um font?Niðurstaða: Ágætis sprettir á köflum og lagið Uppvakningar vekur upp hlýjar minningar en í heild er platan langt frá því besta sem Nýdönsk hefur sent frá sér. Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Nýdönsk Diskó Berlín Útgefandi: Skýmir Það er erfitt að segja hvort meðlimir Nýdanskrar gangist við því að vera miðaldra. Í árum talið, jú, en aldur er afstæður og allt það. Hljómsveitin lét í það minnsta ekkert stöðva sig í að gera eins og unga fólkið og skellti sér til menningar- og dönermiðstöðvar jarðarinnar í Berlín. Er þaðan væntanlega nafnið komið á nýjustu plötu sveitarinnar, Diskó Berlín. Nú þegar hafa fjölmörg lög af plötunni fengið mikla spilun á Rás 2 og að minnsta kosti fjögur þeirra komist hátt á vinsældarlista. Upphafslag plötunnar, Uppvakningar, er eitt þeirra og er velgengni þess lags vel skiljanleg. Það er eitthvað heimilislegt við það, kunnuglegur hljómagangur, flott hraðaskipting í miðju lags, raddir Björns Jörundar og Daníels Ágústs frábærar saman enn í dag eftir aldarfjórðung og viðlag sem hægt er að raula með. Flott mál. Að öðru leyti er nauðsynlegt að spyrja hvort mikil spilun plötunnar sé vegna gæða hennar eða einfaldlega meðvirkni Óla Palla fyrir miðaldra poppurum. Fyrir utan upphafslagið er besta lagið Draumalín, sem er reyndar fínasta ballaða með skemmtilegri melódíu – svona eins og ef Vangelis hefði gert tónlistina í rómantískri gamanmynd. Flest lögin eru fönkskotin en það verður að segjast að sá hljómur gengur ekki upp í þetta sinn. Dagdraumaregn ætti líklega að vera slagari en lagið er því miður einsleitt og viðlagið einstaklega óeftirminnilegt – alls ekki í karakter við sveitina.Það sem er hins vegar eftirminnilegt, eftir að hafa hlustað á plötuna, eru tvö atriði. Eitt frekar aulalegt en hitt einfaldlega ekki gott fyrir neinn. Hið fyrra er þessi íslenska rím-árátta, sem kristallast í línunum úr titillaginu: „Þú ert með mér í öllum föllum/ Þú svarar allri minni köllun/ Þú ert mín uppáhaldsmeyja/ nafn þitt ég elska að beygja.“ Þetta er fyrra atriðið. Seinna atriðið er lagið Mánagyðja, sem virðist fjalla um upphafningu á þeirri túlkun að Lolita sé einhvers konar ástarsaga. Lagið fjallar alltént um samneyti við „mánagyðju“ með „unglingshjarta“ og á samneytið að vera uppspretta æsku sem ljóðmælandi vill teyga af. Sko… Humbert Humbert var siðblindur perri. Svo það sé á hreinu. Heilt yfir er Diskó Berlín langt frá því besta sem Nýdönsk hefur sent frá sér. Hljómsveitin á sinn stað í hjarta íslenskra tónlistaráhugamanna, það eru hreinar línur. Hún var alltaf meira kúl en hinar sveitirnar á 10. áratug síðustu aldar. Vissulega er aldur afstæður og ekkert sem segir að miðaldra karlmenn geti ekki átt stórkostlega endurkomu og sigrað heiminn. Sá sigur kemur vonandi síðar. Eitt að lokum: Getur Villi Waren vinsamlegast skipt um font?Niðurstaða: Ágætis sprettir á köflum og lagið Uppvakningar vekur upp hlýjar minningar en í heild er platan langt frá því besta sem Nýdönsk hefur sent frá sér.
Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira