Á óræðum stað Ásdís Sigmundsdóttir skrifar 16. desember 2014 11:00 Gosbrunnurinn Bækur Gosbrunnurinn Guðmundur S. Brynjólfsson SæmundurÓræður nútími, óræður staður, óræður sögumaður, óræður söguþráður – óræður er augljóslega lýsingarorð sem á vel við bók Guðmundar S. Brynjólfssonar Gosbrunninn. Stíll bókarinnar er hins vegar ekki óræður heldur tálgaður og jafnvel beittur. Söguþráður þessarar bókar er ekki aðalatriðið þó að ákveðin framvinda sé í verkinu. Það sem heldur verkinu saman er endurbygging gosbrunns sem hefur staðið sem rúst á aðaltorgi þorpsins í sögunni um allnokkurt skeið. Hinn ónefndi sögumaður er aðkomumaður í þorpinu sem hefur búið við stríðsástand áratugum saman. Lesendur fá aldrei að vita nákvæmlega hvaða stríð þetta er, hvenær sagan gerist né hvar þetta þorp sé að finna. Í stuttum köflum segir sögumaður frá fólkinu sem í þorpinu býr, vinnunni við gosbrunninn og nokkuð frá sögu staðarins og sjálfum sér. Flestir þorpsbúar, sem eru ekki allir þar sem þeir eru séðir frekar en sögumaður, leggjast á eitt við endurbygginguna. Til þess að af henni megi verða þurfa menn og konur þorpsins að vinna saman og nýta þau tæki og tól sem til eru í nærumhverfinu, endurnýta, laga og bæta. Þegar endursköpuninni er lokið er ljóst að það sem hefur fæðst er ekki bara mannvirki heldur hefur vinnan leitt af sér fleiri sköpunarverk bæði í verkum manna og innra með þeim. Líta má svo á að hinn endurbyggði gosbrunnur sé einhvers konar tákn gleðinnar og samtakamáttar þorpsbúa sem kristallast í því að gosbrunnurinn færir vatn lífsins aftur inn í miðju þorpsins. Sögumanni er boðið að taka þátt í endurreisn gosbrunnsins, og gerir það að einhverju leyti, en upplifir sig þó ætíð fjarlægan. Hann viðurkennir að hann settist að í þorpinu, „vegna þess að þar var nákvæmlega ekki neitt eins og virtist við fyrstu sýn“ (167). Og það á líka við um hann sjálfan. Aðrir þorpsbúar hafa gerst sekir um ýmiss konar blekkingar eða eru á annan hátt að lifa öðru lífi en þeir ætluðu, en sögumaður er ekki, ólíkt þeim, tilbúinn að yfirgefa lygina þó honum bjóðist allnokkur tækifæri til. Þrátt fyrir að sögumaður, staður og stund séu jafn óræð og raun ber vitni þá virðist þetta líka vera afskaplega persónulegt verk, þó erfitt sé að átta sig á af hverju maður fær það á tilfinninguna. Texti Guðmundar er frjór og myndmál hans og táknvísi ber vitni um að hann hefur nostrað við hann. Það er sýnilega með ráðum gert að halda lesanda í óvissu og spurn. Framan af getur maður ekki staðist freistinguna að leita að vísbendingum en þegar á líður áttar maður sig á að það er engin ástæða til að reyna að skilja til hlítar öll þau tákn og minni, sem Guðmundur býður upp á í texta sínum. Það er betra að leyfa sögunni og persónunum einfaldlega að hvíla í huga manns og sjá svo hvaða tengingar og túlkanir virðast sannar og öðlast merkingu fyrir manni sjálfum. Þetta er líklega ekki bók sem er allra en þetta er vel smíðað verk sem gefur mörg tækifæri til vangaveltna.Niðurstaða: Vel smíðað verk, stútfullt af táknum og tengingum. Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Gosbrunnurinn Guðmundur S. Brynjólfsson SæmundurÓræður nútími, óræður staður, óræður sögumaður, óræður söguþráður – óræður er augljóslega lýsingarorð sem á vel við bók Guðmundar S. Brynjólfssonar Gosbrunninn. Stíll bókarinnar er hins vegar ekki óræður heldur tálgaður og jafnvel beittur. Söguþráður þessarar bókar er ekki aðalatriðið þó að ákveðin framvinda sé í verkinu. Það sem heldur verkinu saman er endurbygging gosbrunns sem hefur staðið sem rúst á aðaltorgi þorpsins í sögunni um allnokkurt skeið. Hinn ónefndi sögumaður er aðkomumaður í þorpinu sem hefur búið við stríðsástand áratugum saman. Lesendur fá aldrei að vita nákvæmlega hvaða stríð þetta er, hvenær sagan gerist né hvar þetta þorp sé að finna. Í stuttum köflum segir sögumaður frá fólkinu sem í þorpinu býr, vinnunni við gosbrunninn og nokkuð frá sögu staðarins og sjálfum sér. Flestir þorpsbúar, sem eru ekki allir þar sem þeir eru séðir frekar en sögumaður, leggjast á eitt við endurbygginguna. Til þess að af henni megi verða þurfa menn og konur þorpsins að vinna saman og nýta þau tæki og tól sem til eru í nærumhverfinu, endurnýta, laga og bæta. Þegar endursköpuninni er lokið er ljóst að það sem hefur fæðst er ekki bara mannvirki heldur hefur vinnan leitt af sér fleiri sköpunarverk bæði í verkum manna og innra með þeim. Líta má svo á að hinn endurbyggði gosbrunnur sé einhvers konar tákn gleðinnar og samtakamáttar þorpsbúa sem kristallast í því að gosbrunnurinn færir vatn lífsins aftur inn í miðju þorpsins. Sögumanni er boðið að taka þátt í endurreisn gosbrunnsins, og gerir það að einhverju leyti, en upplifir sig þó ætíð fjarlægan. Hann viðurkennir að hann settist að í þorpinu, „vegna þess að þar var nákvæmlega ekki neitt eins og virtist við fyrstu sýn“ (167). Og það á líka við um hann sjálfan. Aðrir þorpsbúar hafa gerst sekir um ýmiss konar blekkingar eða eru á annan hátt að lifa öðru lífi en þeir ætluðu, en sögumaður er ekki, ólíkt þeim, tilbúinn að yfirgefa lygina þó honum bjóðist allnokkur tækifæri til. Þrátt fyrir að sögumaður, staður og stund séu jafn óræð og raun ber vitni þá virðist þetta líka vera afskaplega persónulegt verk, þó erfitt sé að átta sig á af hverju maður fær það á tilfinninguna. Texti Guðmundar er frjór og myndmál hans og táknvísi ber vitni um að hann hefur nostrað við hann. Það er sýnilega með ráðum gert að halda lesanda í óvissu og spurn. Framan af getur maður ekki staðist freistinguna að leita að vísbendingum en þegar á líður áttar maður sig á að það er engin ástæða til að reyna að skilja til hlítar öll þau tákn og minni, sem Guðmundur býður upp á í texta sínum. Það er betra að leyfa sögunni og persónunum einfaldlega að hvíla í huga manns og sjá svo hvaða tengingar og túlkanir virðast sannar og öðlast merkingu fyrir manni sjálfum. Þetta er líklega ekki bók sem er allra en þetta er vel smíðað verk sem gefur mörg tækifæri til vangaveltna.Niðurstaða: Vel smíðað verk, stútfullt af táknum og tengingum.
Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira