Einn í Berlín á aðfangadag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2014 07:00 Berglind er heilbrigðisstarfsmaður í Berlín sem kemst að því 1. desember að það er búið að setja hana á vakt á Þorláksmessu og aðfangadag. Yfirmaðurinn sýnir engan skilning. Jólafrí á Íslandi er úr sögunni. Mamman spyr í einfeldni á Skype hvort það sé ekki hægt að breyta vöktunum. „Ég nenni ekki að ræða þetta við þig,“ segir Begga pirruð við mömmu sína (sem hún elskar auðvitað samt meira en nokkuð annað í heiminum). Flestir lesendur kannast væntanlega við söguþráðinn að ofan enda úr jólaauglýsingu Icelandair. Í hvert einasta skipti sem ég sé auglýsinguna fæ ég vænan kökk í hálsinn. Jafnvel að vökvi aukist í augum? Tár? Jú, gott ef það hefur ekki meira að segja komið fyrir. Tilfinningaklám í þriðja veldi en það svínvirkar. Begga gerir auðvitað það besta í stöðunni. Sendir gjafir heim til fjölskyldunnar og kaupir eitthvað sem gæti mögulega bragðast eins og malt og appelsín. Auðvitað virkar það ekki frekar en aðrar tilraunir Íslendinga erlendis til að finna staðgengil fyrir íslensku matvöruna sem þeir sakna svo ægilega mikið. Hvað þá þegar kemur að jólunum! Það kemur ekkert í staðinn fyrir rjúpuna, jólaölið, laufabrauðið, Nóakonfektið og allan munaðinn sem vonandi flestir Íslendingar geta leyft sér að japla á yfir hátíðarnar. Þú finnur mögulega efnivið í þokkalegan jafning, equalizer er enska heitið ef einhver var að pæla, með kartöflunum en hangikjötið finnurðu ekki. Að vera einmana Íslendingur í fjarlægu landi á aðfangadag hlýtur að vera martröð fleiri en Beggu okkar. Jafnvel þótt gæjarnir í næstu íbúð séu örugglega bestu skinn og ætli að halda partí. Þess vegna held ég að maður þurfi að vera gerður úr stáli til að fella ekki tár á því augnabliki þegar mamma, pabbi og litli bróðir birtast óvænt í dyragættinni. Annaðhvort það eða ég þarf að fara að fjölga heimsóknum mínum til sálfræðings. Ef svo ólíklega vill til að auglýsingin hafi farið framhjá einhverjum, sem fyrir vikið skilur hvorki upp né niður í þönkunum að ofan, þá má sjá hana hér að neðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Berglind er heilbrigðisstarfsmaður í Berlín sem kemst að því 1. desember að það er búið að setja hana á vakt á Þorláksmessu og aðfangadag. Yfirmaðurinn sýnir engan skilning. Jólafrí á Íslandi er úr sögunni. Mamman spyr í einfeldni á Skype hvort það sé ekki hægt að breyta vöktunum. „Ég nenni ekki að ræða þetta við þig,“ segir Begga pirruð við mömmu sína (sem hún elskar auðvitað samt meira en nokkuð annað í heiminum). Flestir lesendur kannast væntanlega við söguþráðinn að ofan enda úr jólaauglýsingu Icelandair. Í hvert einasta skipti sem ég sé auglýsinguna fæ ég vænan kökk í hálsinn. Jafnvel að vökvi aukist í augum? Tár? Jú, gott ef það hefur ekki meira að segja komið fyrir. Tilfinningaklám í þriðja veldi en það svínvirkar. Begga gerir auðvitað það besta í stöðunni. Sendir gjafir heim til fjölskyldunnar og kaupir eitthvað sem gæti mögulega bragðast eins og malt og appelsín. Auðvitað virkar það ekki frekar en aðrar tilraunir Íslendinga erlendis til að finna staðgengil fyrir íslensku matvöruna sem þeir sakna svo ægilega mikið. Hvað þá þegar kemur að jólunum! Það kemur ekkert í staðinn fyrir rjúpuna, jólaölið, laufabrauðið, Nóakonfektið og allan munaðinn sem vonandi flestir Íslendingar geta leyft sér að japla á yfir hátíðarnar. Þú finnur mögulega efnivið í þokkalegan jafning, equalizer er enska heitið ef einhver var að pæla, með kartöflunum en hangikjötið finnurðu ekki. Að vera einmana Íslendingur í fjarlægu landi á aðfangadag hlýtur að vera martröð fleiri en Beggu okkar. Jafnvel þótt gæjarnir í næstu íbúð séu örugglega bestu skinn og ætli að halda partí. Þess vegna held ég að maður þurfi að vera gerður úr stáli til að fella ekki tár á því augnabliki þegar mamma, pabbi og litli bróðir birtast óvænt í dyragættinni. Annaðhvort það eða ég þarf að fara að fjölga heimsóknum mínum til sálfræðings. Ef svo ólíklega vill til að auglýsingin hafi farið framhjá einhverjum, sem fyrir vikið skilur hvorki upp né niður í þönkunum að ofan, þá má sjá hana hér að neðan.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun