Glamúr um jólin 14. desember 2014 14:00 Hátíðarförðun Lífið fékk Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur, eða Sillu eins og hún er kölluð, til þess að koma með hugmyndir að fallegri jólaförðun. Silla lærði förðun árið 2010 og hefur meðal annars farið á framhaldsnámskeið í Los Angeles en þar sérhæfði hún sig í beauty-förðun. Í dag er hún annar eigandi og kennari í Reykjavík Makeup School sem var opnaður fyrr á þessu ári en skólinn hefur fengið frábærar viðtökur og öll námskeið fyllast fljótt. „Mér finnst alltaf flott að gera smá extra glamúr í hátíðarförðun, jólaförðun fyrir mér er mikið highligt, sanseraðir augnskuggar, eyedust, rauðar varir eða varir í dökkum litum. Mér finnst það alltaf voða sparilegt. Það sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér núna eru augnskuggar í rústrauðum/burgundy tónum, finnst ótrúlega fallegt að nota þá með í skyggingar og blanda þeim upp á augnbeinið,“ segir Silla. „Ég notaði fljótandi farða frá Makeup Store sem heitir liquid foundation. Flott er að bera farðann á með svampi, til dæmis frá Real Techniques, eða beauty blender. Gæta þarf þess að svampurinn þarf að vera rakur þegar hann er notaður. Ég nota alltaf bursta fyrst og síðan svamp yfir til að fullkomna áferðina. Yfir set ég svo alltaf wonder powder frá Makeup Store í öllum mínum förðunum en það gefur svo fallegan ljóma. Kinnaliturinn er frá sömu verslun og heitir rosso verona. Til þess að lýsa upp andlitið og móta notaði ég svo highligt-stifti frá NARS sem heitir Orgasm, reflex cover frá Makeup Store undir augun og matt sólarpúður.“ „Ég notaði augnskugga frá L'oreal sem heitir sahara treasure beint á augnlokið og smá sparkle-eyedust yfir frá Makeup, síðan skyggði ég með þremur litum frá Makeup Store en þeir heita rosso asiago, louder og spirit. Þetta eru nýir litir frá þeim, ekkert smá flottir. Mér finnst alltaf fallegt að setja felu-eyeliner í efri vatnslínu til þess að þétta augnhárin og skerpa á línunni. Til þess að toppa svo augnförðunina og glamúrlúkkið notaði ég ný augnahár frá Tanya Burr sem heita girls night out. Augabrúnirnar gerði ég svo með Anastasia Beverly Hills Dipbrow í lit sem heitir chocolate.“ Eitt ráð til þess að fá varalitinn til að haldast á sem lengst er að byrja á því að móta varirnar og setja varablýantinn yfir allar varirnar. Síðan setja varalitinn yfir, þá helst hann betur á og gefur meiri þekju. „Hárið gerði ég svo með HH Simonsen-járni sem heitir ROD 4 en það er eitt af mínum uppáhalds frá þeim, þetta er breitt keilujárn sem gerir frekar stóra liði. Sjúklega flott, dálítið svona Beyoncé-hár. Svo notaði ég texturising volume spray frá label.m í rótina en það gefur þvílíkt gott hald og lyftingu.“ Heilsa Jólafréttir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Lífið fékk Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur, eða Sillu eins og hún er kölluð, til þess að koma með hugmyndir að fallegri jólaförðun. Silla lærði förðun árið 2010 og hefur meðal annars farið á framhaldsnámskeið í Los Angeles en þar sérhæfði hún sig í beauty-förðun. Í dag er hún annar eigandi og kennari í Reykjavík Makeup School sem var opnaður fyrr á þessu ári en skólinn hefur fengið frábærar viðtökur og öll námskeið fyllast fljótt. „Mér finnst alltaf flott að gera smá extra glamúr í hátíðarförðun, jólaförðun fyrir mér er mikið highligt, sanseraðir augnskuggar, eyedust, rauðar varir eða varir í dökkum litum. Mér finnst það alltaf voða sparilegt. Það sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér núna eru augnskuggar í rústrauðum/burgundy tónum, finnst ótrúlega fallegt að nota þá með í skyggingar og blanda þeim upp á augnbeinið,“ segir Silla. „Ég notaði fljótandi farða frá Makeup Store sem heitir liquid foundation. Flott er að bera farðann á með svampi, til dæmis frá Real Techniques, eða beauty blender. Gæta þarf þess að svampurinn þarf að vera rakur þegar hann er notaður. Ég nota alltaf bursta fyrst og síðan svamp yfir til að fullkomna áferðina. Yfir set ég svo alltaf wonder powder frá Makeup Store í öllum mínum förðunum en það gefur svo fallegan ljóma. Kinnaliturinn er frá sömu verslun og heitir rosso verona. Til þess að lýsa upp andlitið og móta notaði ég svo highligt-stifti frá NARS sem heitir Orgasm, reflex cover frá Makeup Store undir augun og matt sólarpúður.“ „Ég notaði augnskugga frá L'oreal sem heitir sahara treasure beint á augnlokið og smá sparkle-eyedust yfir frá Makeup, síðan skyggði ég með þremur litum frá Makeup Store en þeir heita rosso asiago, louder og spirit. Þetta eru nýir litir frá þeim, ekkert smá flottir. Mér finnst alltaf fallegt að setja felu-eyeliner í efri vatnslínu til þess að þétta augnhárin og skerpa á línunni. Til þess að toppa svo augnförðunina og glamúrlúkkið notaði ég ný augnahár frá Tanya Burr sem heita girls night out. Augabrúnirnar gerði ég svo með Anastasia Beverly Hills Dipbrow í lit sem heitir chocolate.“ Eitt ráð til þess að fá varalitinn til að haldast á sem lengst er að byrja á því að móta varirnar og setja varablýantinn yfir allar varirnar. Síðan setja varalitinn yfir, þá helst hann betur á og gefur meiri þekju. „Hárið gerði ég svo með HH Simonsen-járni sem heitir ROD 4 en það er eitt af mínum uppáhalds frá þeim, þetta er breitt keilujárn sem gerir frekar stóra liði. Sjúklega flott, dálítið svona Beyoncé-hár. Svo notaði ég texturising volume spray frá label.m í rótina en það gefur þvílíkt gott hald og lyftingu.“
Heilsa Jólafréttir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira