Allar þessar blindu ömmur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 12. desember 2014 07:00 Amma er blind. Hún er samt með opin augun og þau virka eðlileg en hún bara sér ekki neitt með þeim.“ Svonalýsir Jón Gnarr ömmu sinni í bókinni Indjáninn. En amma hans er ekki ein um þetta. Stundum er eins og þorri heilu þjóðanna neiti að sjá og vilji helst láta vernda sig og leiða. Þeir sem ala á óttanum fá svo að leiða það. Dæmi: Georgenokkur Wallace sagði, þegar hann bauð sig fyrst fram sem fylkistjóri Alabama, að ef hann væri ekki nógu mikill maður til að virða fólk óháð kynþætti þess þá væri hann ekki nógu mikill maður til að vera fylkisstjóri. Þessi manngæskulegi málflutningur skilaði honum engu og beið hann afhroð. Lét hann þetta sér að kenningu verða og hóf hatramman áróður gegn öðrum kynþáttum og tryggði sér þannig langa setu sem fylkisstjóri. Þegar svartir fengu kosningarétt dó hann ekki ráðalaus og hóf áróður gegn kommúnistum með glimrandi árangri. Hérá Spáni rekur hvert spillingarmálið annað. Meðal annars hefur komist upp um svart bókhald Lýðflokksins þar sem bókfært er á mestu ráðamenn flokksins. Ekki er nóg með að þessir herrar svíki af almenningi heldur lætur stjórnin það fáa launafólk sem eftir er greiða vannærðum bönkum eins og Bankia sem hefur svo í skjóli valdamanna skáldað afkomureikninga sína. Reyndist þar gömlum fjármálaráðherra úr Lýðflokknum ekki vera stirt um stef. Sósíalistargeta trútt um talað því þeir eru engir eftirbátar í þessum efnum en kominn er fram á sjónarsviðið nýr flokkur, Podemos, sem kalla mætti Við getum víst. Eftir því sem honum vex fiskur um hrygg leggja menn harðar að sér að reyna að finna hneykslismál tengd nýliðunum en lítið hefur áunnist. Það verður gaman að fylgjast með, en áróðurinn um að hér fari allt á hliðina ef nýi flokkurinn kemst til valda gefur til kynna að ráðamenn trúi að til sé fullt af augum sem ekki vilji sjá. Þaðværi svo að bera í bakkafullan lækinn að minnast á litlu þjóðina sem kenndi tveimur flokkum um efnahagslegt og móralskt hrun sitt en kaus þá svo aftur til valda nokkrum árum síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Amma er blind. Hún er samt með opin augun og þau virka eðlileg en hún bara sér ekki neitt með þeim.“ Svonalýsir Jón Gnarr ömmu sinni í bókinni Indjáninn. En amma hans er ekki ein um þetta. Stundum er eins og þorri heilu þjóðanna neiti að sjá og vilji helst láta vernda sig og leiða. Þeir sem ala á óttanum fá svo að leiða það. Dæmi: Georgenokkur Wallace sagði, þegar hann bauð sig fyrst fram sem fylkistjóri Alabama, að ef hann væri ekki nógu mikill maður til að virða fólk óháð kynþætti þess þá væri hann ekki nógu mikill maður til að vera fylkisstjóri. Þessi manngæskulegi málflutningur skilaði honum engu og beið hann afhroð. Lét hann þetta sér að kenningu verða og hóf hatramman áróður gegn öðrum kynþáttum og tryggði sér þannig langa setu sem fylkisstjóri. Þegar svartir fengu kosningarétt dó hann ekki ráðalaus og hóf áróður gegn kommúnistum með glimrandi árangri. Hérá Spáni rekur hvert spillingarmálið annað. Meðal annars hefur komist upp um svart bókhald Lýðflokksins þar sem bókfært er á mestu ráðamenn flokksins. Ekki er nóg með að þessir herrar svíki af almenningi heldur lætur stjórnin það fáa launafólk sem eftir er greiða vannærðum bönkum eins og Bankia sem hefur svo í skjóli valdamanna skáldað afkomureikninga sína. Reyndist þar gömlum fjármálaráðherra úr Lýðflokknum ekki vera stirt um stef. Sósíalistargeta trútt um talað því þeir eru engir eftirbátar í þessum efnum en kominn er fram á sjónarsviðið nýr flokkur, Podemos, sem kalla mætti Við getum víst. Eftir því sem honum vex fiskur um hrygg leggja menn harðar að sér að reyna að finna hneykslismál tengd nýliðunum en lítið hefur áunnist. Það verður gaman að fylgjast með, en áróðurinn um að hér fari allt á hliðina ef nýi flokkurinn kemst til valda gefur til kynna að ráðamenn trúi að til sé fullt af augum sem ekki vilji sjá. Þaðværi svo að bera í bakkafullan lækinn að minnast á litlu þjóðina sem kenndi tveimur flokkum um efnahagslegt og móralskt hrun sitt en kaus þá svo aftur til valda nokkrum árum síðar.