Tónlist

Forskot á sæluna hjá Secret Solstice

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Salka Sól Eyfeld, fjölmiðlafulltrúi Secret Solstice
Salka Sól Eyfeld, fjölmiðlafulltrúi Secret Solstice Vísir/Valli
Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice halda allsherjar teiti þann 20. desember í Gamla bíói í samvinnu við Funkþáttinn. Þetta verður smá forskot á sæluna þar sem hátíðin sjálf verður haldin í júní. Markmiðið er að halda upp á lengsta dag ársins en tónleikarnir bera heitið Winter Solstice eða Vetrarsólstöður.

„21. desember er stysti dagur ársins og er markmiðið að dansa nóttina í burtu og fagna því að brátt fer sólin hækkandi,“ segir Salka Sól Eyfeld, fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar.

Meðal annars kemur fram breska plötusnúðatvíeykið Infinity Ink sem sló í gegn fyrir tveimur árum með laginu Infinity. Þá koma einnig fram Gluteus Maximus, fknhndsm og síðast en ekki síst Steed Lord. Þau munu koma fram í fyrsta skiptið á Íslandi síðan þau troðfylltu Faktorý á Innipúkanum 2013.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.