Tónlist

Slayer bjargar kisu

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Slayer bjargaði kisunni Gypsy af götum Indianapolis.
Slayer bjargaði kisunni Gypsy af götum Indianapolis.
Metalsveitin sataníska Slayer sýndi á sér mjúku hliðina og bjargaði heimilislausum kettlingi á dögunum. „Um kvöldið 3. desember fóru gítarleikari Slayer, Kerry King, og nokkrir aðrir meðlimir hópsins út að borða á uppáhaldssteikhúsi Kings í Indianapolis, St. Elmo‘s Steak House,“ segir í tilkynningu frá sveitinni.

Eftir kvöldmatinn sá Jess Cortese, umboðsmaður sveitarinnar á tónleikaferðalaginu, heimilislausan mann á götunni sem bauð lítinn kettling til sölu fyrir einn dal. „Kisunni virtist vera ískalt þannig að Jess tók hana og svaf með henni í kojunni sinni í rútunni,“ segir í tilkynningunni en kisan endaði í höndum rótara sem langaði að eignast kisu. Hún var nefnd Gypsy eða Sígauni af hljómsveitinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.