Sorrí sigraði með yfirburðum 6. desember 2014 12:45 Sorrí og co! Við höldum áfram þeim samkvæmisleik að velja verstu og bestu titla ársins og nú er komið að geisladiskunum. Þar bar diskur Prins Póló höfuð og herðar yfir keppinautana, tveir af hverjum þremur álitsgjöfum völdu Sorrí besta titil ársins. Mjórra var á munum í keppninni um versta titilinn en Liberté Gulla Briem marði sigur á Eru ekki allir sexí? Helga Björns. Besti titillinn1. sæti Sorrí - Prins póló Gott af því Prinsinn hefur akkúrat ekkert til að vera sorrí yfir. Sorrí, en ég gat ekki, ekki valið Sorrí. Lýsir hljómsveitinni fullkomlega. Einfaldur titill sem segir samt svo margt.2. sætiRökrétt framhald - Grísalappalísa Finnst bara fyndið að hugsa til þess að nokkuð sé rökrétt fyrir Grísalappalísu. Mjög rökrétt nafn á rökréttri plötu, en líka flottur titill og gæti hafa komið úr smiðju Megasar – sem eru ekki slæm meðmæli. Hér hyggst bandið væntanlega ætla að slá vopnin úr höndum gagnrýnanda sem oft nota þennan frasa og tekst það svona ljómandi vel.3. sætiMexico - GusGus Hljómar vel. Lúkkar vel. Bara alveg eins og GusGus. Kúl plötutitill hjá kúl bandi. C-ið gerir gæfumuninn. Gott að þeir eru hættir í K-inu.Versti titillinn1. sætiLiberté - Gulli Briem Hljómar sjúklega snobbað. Gulli gerir heiðarlega tilraun til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í tilgerð. Fallegt orð – en franskt og verður því frekar tilgerðarlegt á íslenskri plötu.2. sætiEru ekki allir sexý? - Helgi Björns NEI! Ég er ekki viss hvort mér þyki þessi frasi henta sem plötutitill. Hann er ekki mjög sexý. Nei, Helgi. Ekki allir.3. sætiKöttur á heitri steypu - Gímaldin Ég mæli ekki með því að nýta sér þjónustu Google Translate þegar plötutitlar eru annars vegar. Léleg tilvísun.Umdeildir titlar Nokkrir plötutitlar fengu atkvæði bæði sem besti og versti titill.Besti:Eru ekki allir sexý – Helgi Björns „Að þetta sé fyrsta platan sem Helgi gefur út með þessum titli er furða. Sjaldan hefur „Save the best till last“ átt jafn vel við.“Versti:Mexico – GusGus „Greinilega bara nafn út í loftið, kannski hafa þeir verið að fletta landakorti. „Alaska“ hefði strax verið betra.“Versti:Rökrétt framhald – Grísalappalísa „Hugmyndasnautt nafn frá mjög hugmyndaríkri hljómsveit.“Heyrðu mig nú – AbamadamaBesti: „Skemmtilegur titill á plötu. Eitthvað svo hreinn og beinn með keim af orðagríni.“Versti: „Vonarstjörnur íslenskrar tónlistar. Og Heyrðu mig nú er það besta sem þeim datt í hug! Hvert er heimurinn að fara…“Einnig nefndirFjöldi plötutitla komst á blað hjá álitsgjöfum, bæði sem besti og versti titill.Versti titillHeim - Jón Jónsson Það eru bara stórstjörnur sem komast upp með að bjóða aðdáendum sínum upp á svona týpískan og glataðan plötutitil. Minni spámenn mega hins vegar skammast sín.Besti titillKælir varðhund - Stafrænn Hákon Maður leiðir hugann alls ekki nægilega oft að varðhundum í frystikistum. Þessi plötutitill breytir því og á því skilið verðlaun af einhverju tagi.Versti titillPalme - Ólöf Arnalds Olof Palme… Really? Í versta falli smekklaust djók, í besta falli hallærislegur einkahúmor. Fittar tónlistinni 0%.Besti titillO - Low Roar Er þetta einhver tíska núna að kalla plötur eftir bókstaf? En þetta er sniðugt, O eins og í báðum nöfnum á bandinu.Versti titillDiskó Berlín - Nýdönsk Diskó + Berlín = Nýdönsk. Þetta er bara jafna sem gengur ekki upp. Nýdönsk fann óvart upp á nafni á GusGus plötu.ÁlitsgjafarGunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaðurAnna Margrét Björnsson blaðamaðurEinar Bárðarson umboðsmaður ÍslandsSara McMahon blaðamaðurSteinþór Helgi Arnsteinsson umboðsmaðurLilja Katrín Gunnarsdóttir blaðamaðurKjartan Guðmundsson dagskrárgerðarmaðurKolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóriBjörn Teitsson tónlistargagnrýnandi Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Við höldum áfram þeim samkvæmisleik að velja verstu og bestu titla ársins og nú er komið að geisladiskunum. Þar bar diskur Prins Póló höfuð og herðar yfir keppinautana, tveir af hverjum þremur álitsgjöfum völdu Sorrí besta titil ársins. Mjórra var á munum í keppninni um versta titilinn en Liberté Gulla Briem marði sigur á Eru ekki allir sexí? Helga Björns. Besti titillinn1. sæti Sorrí - Prins póló Gott af því Prinsinn hefur akkúrat ekkert til að vera sorrí yfir. Sorrí, en ég gat ekki, ekki valið Sorrí. Lýsir hljómsveitinni fullkomlega. Einfaldur titill sem segir samt svo margt.2. sætiRökrétt framhald - Grísalappalísa Finnst bara fyndið að hugsa til þess að nokkuð sé rökrétt fyrir Grísalappalísu. Mjög rökrétt nafn á rökréttri plötu, en líka flottur titill og gæti hafa komið úr smiðju Megasar – sem eru ekki slæm meðmæli. Hér hyggst bandið væntanlega ætla að slá vopnin úr höndum gagnrýnanda sem oft nota þennan frasa og tekst það svona ljómandi vel.3. sætiMexico - GusGus Hljómar vel. Lúkkar vel. Bara alveg eins og GusGus. Kúl plötutitill hjá kúl bandi. C-ið gerir gæfumuninn. Gott að þeir eru hættir í K-inu.Versti titillinn1. sætiLiberté - Gulli Briem Hljómar sjúklega snobbað. Gulli gerir heiðarlega tilraun til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í tilgerð. Fallegt orð – en franskt og verður því frekar tilgerðarlegt á íslenskri plötu.2. sætiEru ekki allir sexý? - Helgi Björns NEI! Ég er ekki viss hvort mér þyki þessi frasi henta sem plötutitill. Hann er ekki mjög sexý. Nei, Helgi. Ekki allir.3. sætiKöttur á heitri steypu - Gímaldin Ég mæli ekki með því að nýta sér þjónustu Google Translate þegar plötutitlar eru annars vegar. Léleg tilvísun.Umdeildir titlar Nokkrir plötutitlar fengu atkvæði bæði sem besti og versti titill.Besti:Eru ekki allir sexý – Helgi Björns „Að þetta sé fyrsta platan sem Helgi gefur út með þessum titli er furða. Sjaldan hefur „Save the best till last“ átt jafn vel við.“Versti:Mexico – GusGus „Greinilega bara nafn út í loftið, kannski hafa þeir verið að fletta landakorti. „Alaska“ hefði strax verið betra.“Versti:Rökrétt framhald – Grísalappalísa „Hugmyndasnautt nafn frá mjög hugmyndaríkri hljómsveit.“Heyrðu mig nú – AbamadamaBesti: „Skemmtilegur titill á plötu. Eitthvað svo hreinn og beinn með keim af orðagríni.“Versti: „Vonarstjörnur íslenskrar tónlistar. Og Heyrðu mig nú er það besta sem þeim datt í hug! Hvert er heimurinn að fara…“Einnig nefndirFjöldi plötutitla komst á blað hjá álitsgjöfum, bæði sem besti og versti titill.Versti titillHeim - Jón Jónsson Það eru bara stórstjörnur sem komast upp með að bjóða aðdáendum sínum upp á svona týpískan og glataðan plötutitil. Minni spámenn mega hins vegar skammast sín.Besti titillKælir varðhund - Stafrænn Hákon Maður leiðir hugann alls ekki nægilega oft að varðhundum í frystikistum. Þessi plötutitill breytir því og á því skilið verðlaun af einhverju tagi.Versti titillPalme - Ólöf Arnalds Olof Palme… Really? Í versta falli smekklaust djók, í besta falli hallærislegur einkahúmor. Fittar tónlistinni 0%.Besti titillO - Low Roar Er þetta einhver tíska núna að kalla plötur eftir bókstaf? En þetta er sniðugt, O eins og í báðum nöfnum á bandinu.Versti titillDiskó Berlín - Nýdönsk Diskó + Berlín = Nýdönsk. Þetta er bara jafna sem gengur ekki upp. Nýdönsk fann óvart upp á nafni á GusGus plötu.ÁlitsgjafarGunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaðurAnna Margrét Björnsson blaðamaðurEinar Bárðarson umboðsmaður ÍslandsSara McMahon blaðamaðurSteinþór Helgi Arnsteinsson umboðsmaðurLilja Katrín Gunnarsdóttir blaðamaðurKjartan Guðmundsson dagskrárgerðarmaðurKolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóriBjörn Teitsson tónlistargagnrýnandi
Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira