Agatha Christie, Adolf Hitler og Jón Arason Illugi Jökulsson skrifar 7. desember 2014 10:00 Aghata Christie skrifaði bók um valdasjúkan öldung þegar hún var sjálf áttræð. Ellefu ára gamall eða árið 1971 komst ég fyrst í kynni við merkilegt sögulegt viðfangsefni eða ætti ég að segja leyndardóm sem ég átti lengi síðan erfitt með að botna í, en það er valdagræðgi gamals fólks. Og þessum leyndardómi kynntist ég fyrst í 69du skáldsögu Agöthu Christie og þeirri hennar sem ég held að óhætt sé að kalla hennar allra, allra versta verk. Bókin heitir Farþegi til Frankfurt og kom út árið sem Christie varð áttræð eða 1970. Rétt fyrir jólin það ár kom hún svo út í íslenskri þýðingu. Ég held að í þá daga hafi verið afar sjaldgæft að svo splunkunýjar erlendar bækur kæmu út hér á landi, svo mikils hefur líklega verið vænst af þessu glóðvolga verki drottningar leynilögreglusagnanna, konunnar sem hafði fært þakklátri veröld ódauðlegar persónur eins og Hercule Poirot, ungfrú Jane Marple og Hastings ofursta. Sjálfur keypti ég bókina á bókamarkaðinum ári seinna og óhætt er að segja að hún hafi valdið mér heilmiklum heilabrotum en þó kannski ekki alveg á þann hátt sem Christie ætlaðist til.Umrót hippatímans rakið til nasista Söguþráð Farþega til Frankfurt hirði ég ekki um að rekja. Jafnvel ellefu ára gamall lesandi áttaði sig fljótlega á því að hann var í besta falli illskiljanlegur en í versta falli tóm heimskuleg þvæla. Hins vegar var rót sögunnar greinilega tilraun hins aldna rithöfundar árið 1970 til að skilja breytta tíma í samfélaginu – byltingu unga fólksins með tilheyrandi frjálsum ástum, agaleysi og mótþróa gegn foreldravaldinu, eiturlyfjaneyslu og allt annarri tónlist en áður hafði heyrst. Þetta var svo róttæk umbylting að Christie virðist ekki hafa getað trúað því að þetta væri allt sjálfsprottið upp úr samfélaginu, heldur hlyti þetta allt að vera samsæri og stjórnað af vondum mönnum. Og hin enska Agatha Christie vissi náttúrlega ekki af neinum verri mönnum en þýskum nasistum, og því var allt umrót hippatímans í bókinni rakið til undirferla þýskra nasista sem stefndu að heimsyfirráðum og Fjórða ríkinu. Allt er þetta afar þokukennt í bókinni, ekki biðja mig að skýra það í neinum smáatriðum. En alla vega er það niðurstaðan – gamlir þýskir stuðningsmenn Hitlers hafa einhvern veginn komið öllu í bál og brand með því að beita fyrir sig Bítlunum og Rolling Stones og ætlunin er að sómakæru fólki blöskri svo aðfarir hippanna að það sætti sig við nýja nasistastjórn.Adolf HitlerForsprakkinn gat ekki verið öldruð greifynja Einhvern veginn svona held ég að Christie hafi hugsað þetta, þótt ég ítreki að hugsunin að baki bókinni sé afar laus í reipunum, svo ég orði það nú kurteislega. Þótt ég væri enginn hippi þegar ég var ellefu ára og væri enn afar stilltur og prúður drengur og mesti rokkarinn sem ég þekkti væri enn Ómar Ragnarsson, þá gerði ég mér grein fyrir að Agatha Christie væri kannski aðeins of roskin og ráðsett til að geta skilið hippana, en á því fóru reyndar margir gamalgrónir höfundar flatt þessi misserin. Eftir á að hyggja geta hipparnir í Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness frá 1968 líklega ekki talist sérlega sannferðugar persónur, þótt Halldór hafi vitaskuld verið þúsund sinnum merkari höfundur en Agatha Christie og persónur Kristnihaldsins megi raunar alls ekki dæma eftir mælistiku eintóms raunsæis. En þessa glámskyggni hinnar gömlu glæpasagnadrottningar fannst mér ellefu ára þó auðvelt að fyrirgefa, það var annað sem mér fannst miklu verra og heimskulegra við Farþegann frá Frankfurt. Það var þegar í ljós kom hver stóð að baki hinu lymskulega samsæri nasista um að kollvarpa Vesturlöndum með hippa, rokkmúsík og eiturlyf að vopni. Það var nefnilega ekki sonur Adolfs Hitlers sem þó er persóna í bókinni með hakakross tattúeraðan á aðra ilina, heldur var forsprakki samsærisins öldruð greifynja, Charlotte von Waldsausen. Hún hafði fyrrum verið ákafur fylgismaður Hitlers og vildi endurreisa hina nasísku stjórnarhætti og ná heimsyfirráðum en hún sjálf ætlaði að verða Foringinn, og meira að segja sonur sjálfs Hitlers skyldi óhikað kveðinn í kútinn í því valdabrölti hennar. Og þegar þetta meginatriði plottsins var orðið ljóst þá fyrst sagði hinn ellefu ára lesandi hingað og ekki lengra, nei, þetta er svo fráleitt að það getur engan veginn staðist. Þessi bók er bull, bull og meira bull!Stytta af Jóni ArasyniChristie orðin elliær Það var ekki kynferði greifynjunnar sem vafðist fyrir mér. Þvert á móti. Mér fannst ekkert athugavert við að nýr Foringi gæti verið kona. Það var aldur hennar sem truflaði mig svona ærlega. Hún var orðin hundgömul, kerlingin, og mér fannst einfaldlega ekki koma til nokkurra mála að svo roskin manneskja væri að standa í alls konar illverkum og undirferlum og samsærum til að raka að sér völdum sem hún gæti auðvitað ekki notið nema í takmarkaðan tíma, þá myndu árin taka af henni völd og hún dæi sínum drottni. Mér fannst þetta í fúlustu alvöru, það væri svo mikið rugl að gömul manneskja væri að sanka að sér völdum í gríð og erg, nánast eins og fársjúk af valdafíkn og yfirgangssemi og hikaði þá til dæmis ekki við að troða á og jafnvel hreinlega útrýma sér mun yngra fólki í valdasýkinni, mér fannst þetta hljóta að ganga gegn náttúrulögmálunum þar sem alltaf hlyti nýtt að taka við af gömlu. Og engin manneskja myndi troða svo vísvitandi á þeim lögmálum. Það væri einfaldlega ekki rökrétt. Og ég kastaði frá mér Farþega til Frankfurt og bað þá ruglbók aldrei þrífast, kerlingin bersýnilega orðin elliær og hætt að skilja mannlegt eðli og náttúrulögmálin, hafi hún þá einhvern tíma gert það.Hrifsa völdin á sjötugsaldri Svo leið og beið og það rann um síðir upp fyrir mér að mannlegt eðli lætur ekki stjórnast af náttúrulögmálum og þaðan af síður af því sem rökrétt er. Og að þess væru ótal dæmi í sögunni að menn þekktu ekki sinn vitjunartíma frekar en Waldsausen greifynja og væru langt fram á hin efstu elliár að reyna í ofboði að sölsa undir sig meiri og meiri völd jafnvel þótt þeir gætu svo augljóslega ekki notið þeirra lengi. Það er meira að segja að grimmdin í valdagræðginni getur virst enn meiri hjá þeim gömlu en hinum yngri, kannski einmitt af því þeir vita að þeir muni ekki lengi enn fá notið þess að deila og drottna. Má ég minna á Rómarkeisarana Pupienus sem var hálfáttræður og félaga hans Balbinus á sjötugsaldri sem í sameiningu hrifsuðu völdin af hinum rúmlega fertuga Gordíanusi II en enduðu svo á því að slást í ellimóðri örvæntingu um hin nýfengnu völd uns lífvörðum þeirra blöskruðu lætin í öldungunum og hjuggu þá báða í spað? Eða Stalín sem var að undirbúa víðtækar hreinsanir á yngri mönnunum í sovéska kommúnistaflokknum þegar einhver þeirra fékk nóg og eitraði fyrir honum – að öllum líkindum. Og kannski það hafi verið Lavrentí Bería sem endurreisti þannig náttúrulögmálin, hvað veit ég? Jón Arason valdasjúkur öldungur? En þessar hugleiðingar um valdablindu þá sem virðist líka geta gripið gamalt fólk, ekki síður en ungt, og Agatha Christie vissi þannig sínu viti, þær héldu svolítið fyrir mér vöku fyrir nokkrum vikum af ansi óvæntu tilefni – eða þegar ég fór að hugleiða feril Jóns Arasonar biskups á Hólum. Því ég hef aldrei skilið þann góða mann. Í mjög yfirborðskenndri útgáfu er saga Jóns Arasonar svona: Hann var íslenskur kaþólskur biskup og baráttuþjarkur sem streittist af miklu þolgæði gegn danskri ásælni og nýjum trúarsið er gekk í berhögg við þá trú sem hann hafði í heiðri. Og í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld var farið að líta á Jón sem „síðasta Íslendinginn“ – svo ötullega hefði hann barist fyrir íslenskt þjóðerni og sjálfstæði. En þegar betur er að gáð er saga Jóns allt önnur. Sína þrotlausu baráttu háði hann helst um jarðir og áhrif við aðra íslenska stórbokka, en átti lengst af friðsamlega sambúð við erlent konungsvald og nýja kirkjuskipan. Það var ekki fyrr en hann var kominn á efri ár og gerðist ellimóður sem hann bjóst til að ganga af fáránlegri fífldirfsku á hólm við danska konungsvaldið og lét þá engu gilda hverjum hann tróð um tær eða stofnaði í hættu. Okkur er ævinlega hollt að endurskoða gamlar hetjur. Kemur kannski í ljós þegar að er gáð að Jón Arason var fyrst og fremst valdasjúkur og yfirgangssamur öldungur líkt og Waldsausen greifynja? Flækjusaga Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Ellefu ára gamall eða árið 1971 komst ég fyrst í kynni við merkilegt sögulegt viðfangsefni eða ætti ég að segja leyndardóm sem ég átti lengi síðan erfitt með að botna í, en það er valdagræðgi gamals fólks. Og þessum leyndardómi kynntist ég fyrst í 69du skáldsögu Agöthu Christie og þeirri hennar sem ég held að óhætt sé að kalla hennar allra, allra versta verk. Bókin heitir Farþegi til Frankfurt og kom út árið sem Christie varð áttræð eða 1970. Rétt fyrir jólin það ár kom hún svo út í íslenskri þýðingu. Ég held að í þá daga hafi verið afar sjaldgæft að svo splunkunýjar erlendar bækur kæmu út hér á landi, svo mikils hefur líklega verið vænst af þessu glóðvolga verki drottningar leynilögreglusagnanna, konunnar sem hafði fært þakklátri veröld ódauðlegar persónur eins og Hercule Poirot, ungfrú Jane Marple og Hastings ofursta. Sjálfur keypti ég bókina á bókamarkaðinum ári seinna og óhætt er að segja að hún hafi valdið mér heilmiklum heilabrotum en þó kannski ekki alveg á þann hátt sem Christie ætlaðist til.Umrót hippatímans rakið til nasista Söguþráð Farþega til Frankfurt hirði ég ekki um að rekja. Jafnvel ellefu ára gamall lesandi áttaði sig fljótlega á því að hann var í besta falli illskiljanlegur en í versta falli tóm heimskuleg þvæla. Hins vegar var rót sögunnar greinilega tilraun hins aldna rithöfundar árið 1970 til að skilja breytta tíma í samfélaginu – byltingu unga fólksins með tilheyrandi frjálsum ástum, agaleysi og mótþróa gegn foreldravaldinu, eiturlyfjaneyslu og allt annarri tónlist en áður hafði heyrst. Þetta var svo róttæk umbylting að Christie virðist ekki hafa getað trúað því að þetta væri allt sjálfsprottið upp úr samfélaginu, heldur hlyti þetta allt að vera samsæri og stjórnað af vondum mönnum. Og hin enska Agatha Christie vissi náttúrlega ekki af neinum verri mönnum en þýskum nasistum, og því var allt umrót hippatímans í bókinni rakið til undirferla þýskra nasista sem stefndu að heimsyfirráðum og Fjórða ríkinu. Allt er þetta afar þokukennt í bókinni, ekki biðja mig að skýra það í neinum smáatriðum. En alla vega er það niðurstaðan – gamlir þýskir stuðningsmenn Hitlers hafa einhvern veginn komið öllu í bál og brand með því að beita fyrir sig Bítlunum og Rolling Stones og ætlunin er að sómakæru fólki blöskri svo aðfarir hippanna að það sætti sig við nýja nasistastjórn.Adolf HitlerForsprakkinn gat ekki verið öldruð greifynja Einhvern veginn svona held ég að Christie hafi hugsað þetta, þótt ég ítreki að hugsunin að baki bókinni sé afar laus í reipunum, svo ég orði það nú kurteislega. Þótt ég væri enginn hippi þegar ég var ellefu ára og væri enn afar stilltur og prúður drengur og mesti rokkarinn sem ég þekkti væri enn Ómar Ragnarsson, þá gerði ég mér grein fyrir að Agatha Christie væri kannski aðeins of roskin og ráðsett til að geta skilið hippana, en á því fóru reyndar margir gamalgrónir höfundar flatt þessi misserin. Eftir á að hyggja geta hipparnir í Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness frá 1968 líklega ekki talist sérlega sannferðugar persónur, þótt Halldór hafi vitaskuld verið þúsund sinnum merkari höfundur en Agatha Christie og persónur Kristnihaldsins megi raunar alls ekki dæma eftir mælistiku eintóms raunsæis. En þessa glámskyggni hinnar gömlu glæpasagnadrottningar fannst mér ellefu ára þó auðvelt að fyrirgefa, það var annað sem mér fannst miklu verra og heimskulegra við Farþegann frá Frankfurt. Það var þegar í ljós kom hver stóð að baki hinu lymskulega samsæri nasista um að kollvarpa Vesturlöndum með hippa, rokkmúsík og eiturlyf að vopni. Það var nefnilega ekki sonur Adolfs Hitlers sem þó er persóna í bókinni með hakakross tattúeraðan á aðra ilina, heldur var forsprakki samsærisins öldruð greifynja, Charlotte von Waldsausen. Hún hafði fyrrum verið ákafur fylgismaður Hitlers og vildi endurreisa hina nasísku stjórnarhætti og ná heimsyfirráðum en hún sjálf ætlaði að verða Foringinn, og meira að segja sonur sjálfs Hitlers skyldi óhikað kveðinn í kútinn í því valdabrölti hennar. Og þegar þetta meginatriði plottsins var orðið ljóst þá fyrst sagði hinn ellefu ára lesandi hingað og ekki lengra, nei, þetta er svo fráleitt að það getur engan veginn staðist. Þessi bók er bull, bull og meira bull!Stytta af Jóni ArasyniChristie orðin elliær Það var ekki kynferði greifynjunnar sem vafðist fyrir mér. Þvert á móti. Mér fannst ekkert athugavert við að nýr Foringi gæti verið kona. Það var aldur hennar sem truflaði mig svona ærlega. Hún var orðin hundgömul, kerlingin, og mér fannst einfaldlega ekki koma til nokkurra mála að svo roskin manneskja væri að standa í alls konar illverkum og undirferlum og samsærum til að raka að sér völdum sem hún gæti auðvitað ekki notið nema í takmarkaðan tíma, þá myndu árin taka af henni völd og hún dæi sínum drottni. Mér fannst þetta í fúlustu alvöru, það væri svo mikið rugl að gömul manneskja væri að sanka að sér völdum í gríð og erg, nánast eins og fársjúk af valdafíkn og yfirgangssemi og hikaði þá til dæmis ekki við að troða á og jafnvel hreinlega útrýma sér mun yngra fólki í valdasýkinni, mér fannst þetta hljóta að ganga gegn náttúrulögmálunum þar sem alltaf hlyti nýtt að taka við af gömlu. Og engin manneskja myndi troða svo vísvitandi á þeim lögmálum. Það væri einfaldlega ekki rökrétt. Og ég kastaði frá mér Farþega til Frankfurt og bað þá ruglbók aldrei þrífast, kerlingin bersýnilega orðin elliær og hætt að skilja mannlegt eðli og náttúrulögmálin, hafi hún þá einhvern tíma gert það.Hrifsa völdin á sjötugsaldri Svo leið og beið og það rann um síðir upp fyrir mér að mannlegt eðli lætur ekki stjórnast af náttúrulögmálum og þaðan af síður af því sem rökrétt er. Og að þess væru ótal dæmi í sögunni að menn þekktu ekki sinn vitjunartíma frekar en Waldsausen greifynja og væru langt fram á hin efstu elliár að reyna í ofboði að sölsa undir sig meiri og meiri völd jafnvel þótt þeir gætu svo augljóslega ekki notið þeirra lengi. Það er meira að segja að grimmdin í valdagræðginni getur virst enn meiri hjá þeim gömlu en hinum yngri, kannski einmitt af því þeir vita að þeir muni ekki lengi enn fá notið þess að deila og drottna. Má ég minna á Rómarkeisarana Pupienus sem var hálfáttræður og félaga hans Balbinus á sjötugsaldri sem í sameiningu hrifsuðu völdin af hinum rúmlega fertuga Gordíanusi II en enduðu svo á því að slást í ellimóðri örvæntingu um hin nýfengnu völd uns lífvörðum þeirra blöskruðu lætin í öldungunum og hjuggu þá báða í spað? Eða Stalín sem var að undirbúa víðtækar hreinsanir á yngri mönnunum í sovéska kommúnistaflokknum þegar einhver þeirra fékk nóg og eitraði fyrir honum – að öllum líkindum. Og kannski það hafi verið Lavrentí Bería sem endurreisti þannig náttúrulögmálin, hvað veit ég? Jón Arason valdasjúkur öldungur? En þessar hugleiðingar um valdablindu þá sem virðist líka geta gripið gamalt fólk, ekki síður en ungt, og Agatha Christie vissi þannig sínu viti, þær héldu svolítið fyrir mér vöku fyrir nokkrum vikum af ansi óvæntu tilefni – eða þegar ég fór að hugleiða feril Jóns Arasonar biskups á Hólum. Því ég hef aldrei skilið þann góða mann. Í mjög yfirborðskenndri útgáfu er saga Jóns Arasonar svona: Hann var íslenskur kaþólskur biskup og baráttuþjarkur sem streittist af miklu þolgæði gegn danskri ásælni og nýjum trúarsið er gekk í berhögg við þá trú sem hann hafði í heiðri. Og í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld var farið að líta á Jón sem „síðasta Íslendinginn“ – svo ötullega hefði hann barist fyrir íslenskt þjóðerni og sjálfstæði. En þegar betur er að gáð er saga Jóns allt önnur. Sína þrotlausu baráttu háði hann helst um jarðir og áhrif við aðra íslenska stórbokka, en átti lengst af friðsamlega sambúð við erlent konungsvald og nýja kirkjuskipan. Það var ekki fyrr en hann var kominn á efri ár og gerðist ellimóður sem hann bjóst til að ganga af fáránlegri fífldirfsku á hólm við danska konungsvaldið og lét þá engu gilda hverjum hann tróð um tær eða stofnaði í hættu. Okkur er ævinlega hollt að endurskoða gamlar hetjur. Kemur kannski í ljós þegar að er gáð að Jón Arason var fyrst og fremst valdasjúkur og yfirgangssamur öldungur líkt og Waldsausen greifynja?
Flækjusaga Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira