„Þessa bók má ekki selja“ Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 4. desember 2014 15:00 Bækur: Þrír sneru aftur Guðbergur Bergsson JPVTitill þessarar nýjustu skáldsögu Guðbergs Bergssonar vísar í að minnsta kosti tvær áttir – kannski þrjár. Í sögunni birtast þrír útlendingar, tveir Bretar og Þjóðverji, allir koma þeir í heimsókn á sögusviðið, afskekktan íslenskan sveitabæ, og allir snúa þeir aftur sem gamlir menn. Titillinn vísar líka til dularfullrar skáldsögu sem ekki finnst í neinum spjaldskrám bókasafna en er lesin upp til agna í sögu Guðbergs. Bókin sú heitir Þrír sneru aftur og fjallar um hrakninga skipbrotsmanna. En þar með eru möguleikar titilsins ekki tæmdir. Lesandi gæti alveg skilið sumar persónur sögunnar þannig að þær snúi aftur (eða gangi aftur) persónur úr fyrri bókum Guðbergs. Líkt og í mörgum öðrum bókum sínum er hann meðal annars að skrifast á við sjálfan sig, skrifa sig og verk sín inn í nýjan tíma og tengja hann við eldri verk. Hlandblautur afinn í sögunni sem eyðir stærstum hluta ævinnar á dívan minnir t.d. meira en lítið á karlfauskinn Tómas Jónsson. Sögusviðið er líka kunnuglegt. Bærinn sem er í sögumiðju stendur við sjó, stutt frá litlu þorpi. Þar hefst sagan í kreppunni miklu og við fylgjum fjölskyldunni á bænum allt til samtímans þegar allur búskapur er fyrir bí annar en túristaútgerð. Umfram allt er það þó aðferð bókarinnar sem ber sterk einkenni höfundarins. Mörg merkustu verka Guðbergs eru táknsögur, allegóríur, þar sem afmarkaður og innilokaður heimur er látinn endurspegla stærra samhengi. Svo er einnig í þessari sögu. Hér er sögð saga aldar eða tæplega það þar sem fjölskyldan á bænum stendur sem hluti fyrir heild íslensku þjóðarinnar. Við fylgjumst með því hvernig fjölskyldan stækkar en klofnar jafnóðum, börn fæðast föðurlaus og eru yfirgefin af mæðrum sínum, og ekki síst fylgjumst við með því hvernig umheimurinn mótar þetta örsamfélag, allar breytingar koma að utan, frá erlendum gestum, hermönnum, túristum.Guðbergur Bergsson „Sterkasta og merkilegasta bók Guðbergs í langan tíma, bók sem kallar á mann aftur til frekari umhugsunar, íhugunar og greiningar,“ segir Jón Yngvi um bókina Þrír sneru aftur. Vísir/ValliSaman við þessa stóru sögu fléttast þroskasaga þriggja barna, fyrst tveggja stúlkna, systradætra sem alast upp á bænum og svo stráksins sem kemur fyrst sem gestur en verður hluti af fjölskyldunni. Lýsingin á þroska þeirra og menntun er merkileg og margræð. Gamla konan á bænum kennir þeim undir próf upp úr kennslubókum frá Ríkisútgáfu námsbóka sem fá í sögunni sess menningar sem ekki verður metin til fjár, á forsíðu þeirra stendur: „Bók þessa má ekki selja“. Þessar bækur og úrvinnsla Guðbergs á sagnaminninu um hina fróðu gömlu konu eru meðal þess áhugaverðasta í bókinni og ekki einfalt að skera úr um hvort þar sé bullandi írónía eða bláeygasta einlægni á ferð. Þrír sneru aftur hefur marga af stærstu kostum Guðbergs sem skáldsagnahöfundar, en líka suma af göllunum. Táknsagan eða allegórían býður heim þeirri hættu að persónurnar í henni verði einhliða og sögumaður sýnir þeim kulda sem stundum jaðrar við fyrirlitningu. Hann á það líka til að þusa, þus og nöldur getur verið skemmtilegt og Guðbergur hefur fyrir löngu gert það að listgrein en það virkar ekki alltaf. Það breytir hins vegar ekki því að þetta er sterkasta og merkilegasta bók Guðbergs í langan tíma, bók sem kallar á mann aftur til frekari umhugsunar, íhugunar og greiningar.Niðurstaða:Táknsaga um íslenska þjóð á tuttugustu öld sem ber mörg bestu einkenni höfundarins. Gagnrýni Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur: Þrír sneru aftur Guðbergur Bergsson JPVTitill þessarar nýjustu skáldsögu Guðbergs Bergssonar vísar í að minnsta kosti tvær áttir – kannski þrjár. Í sögunni birtast þrír útlendingar, tveir Bretar og Þjóðverji, allir koma þeir í heimsókn á sögusviðið, afskekktan íslenskan sveitabæ, og allir snúa þeir aftur sem gamlir menn. Titillinn vísar líka til dularfullrar skáldsögu sem ekki finnst í neinum spjaldskrám bókasafna en er lesin upp til agna í sögu Guðbergs. Bókin sú heitir Þrír sneru aftur og fjallar um hrakninga skipbrotsmanna. En þar með eru möguleikar titilsins ekki tæmdir. Lesandi gæti alveg skilið sumar persónur sögunnar þannig að þær snúi aftur (eða gangi aftur) persónur úr fyrri bókum Guðbergs. Líkt og í mörgum öðrum bókum sínum er hann meðal annars að skrifast á við sjálfan sig, skrifa sig og verk sín inn í nýjan tíma og tengja hann við eldri verk. Hlandblautur afinn í sögunni sem eyðir stærstum hluta ævinnar á dívan minnir t.d. meira en lítið á karlfauskinn Tómas Jónsson. Sögusviðið er líka kunnuglegt. Bærinn sem er í sögumiðju stendur við sjó, stutt frá litlu þorpi. Þar hefst sagan í kreppunni miklu og við fylgjum fjölskyldunni á bænum allt til samtímans þegar allur búskapur er fyrir bí annar en túristaútgerð. Umfram allt er það þó aðferð bókarinnar sem ber sterk einkenni höfundarins. Mörg merkustu verka Guðbergs eru táknsögur, allegóríur, þar sem afmarkaður og innilokaður heimur er látinn endurspegla stærra samhengi. Svo er einnig í þessari sögu. Hér er sögð saga aldar eða tæplega það þar sem fjölskyldan á bænum stendur sem hluti fyrir heild íslensku þjóðarinnar. Við fylgjumst með því hvernig fjölskyldan stækkar en klofnar jafnóðum, börn fæðast föðurlaus og eru yfirgefin af mæðrum sínum, og ekki síst fylgjumst við með því hvernig umheimurinn mótar þetta örsamfélag, allar breytingar koma að utan, frá erlendum gestum, hermönnum, túristum.Guðbergur Bergsson „Sterkasta og merkilegasta bók Guðbergs í langan tíma, bók sem kallar á mann aftur til frekari umhugsunar, íhugunar og greiningar,“ segir Jón Yngvi um bókina Þrír sneru aftur. Vísir/ValliSaman við þessa stóru sögu fléttast þroskasaga þriggja barna, fyrst tveggja stúlkna, systradætra sem alast upp á bænum og svo stráksins sem kemur fyrst sem gestur en verður hluti af fjölskyldunni. Lýsingin á þroska þeirra og menntun er merkileg og margræð. Gamla konan á bænum kennir þeim undir próf upp úr kennslubókum frá Ríkisútgáfu námsbóka sem fá í sögunni sess menningar sem ekki verður metin til fjár, á forsíðu þeirra stendur: „Bók þessa má ekki selja“. Þessar bækur og úrvinnsla Guðbergs á sagnaminninu um hina fróðu gömlu konu eru meðal þess áhugaverðasta í bókinni og ekki einfalt að skera úr um hvort þar sé bullandi írónía eða bláeygasta einlægni á ferð. Þrír sneru aftur hefur marga af stærstu kostum Guðbergs sem skáldsagnahöfundar, en líka suma af göllunum. Táknsagan eða allegórían býður heim þeirri hættu að persónurnar í henni verði einhliða og sögumaður sýnir þeim kulda sem stundum jaðrar við fyrirlitningu. Hann á það líka til að þusa, þus og nöldur getur verið skemmtilegt og Guðbergur hefur fyrir löngu gert það að listgrein en það virkar ekki alltaf. Það breytir hins vegar ekki því að þetta er sterkasta og merkilegasta bók Guðbergs í langan tíma, bók sem kallar á mann aftur til frekari umhugsunar, íhugunar og greiningar.Niðurstaða:Táknsaga um íslenska þjóð á tuttugustu öld sem ber mörg bestu einkenni höfundarins.
Gagnrýni Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira