Fylgihlutalínan Staka stækkar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 4. desember 2014 12:00 María Kristín Jónsdóttir vöruhönnuður hefur bætt við fylgihlutalínu sína, Stöku. Opið hús verður á vinnustofu hennar í Gasstöðinni á Hverfisgötu 115, fimmtudaginn 11. desember. mynd/gva Upprunalega hugmyndin á bak við Stöku kemur úr Íslendingasögunum en hefur þróast út í ættbálk sem hefst við á hálendi Íslands. Ættbálkurinn er mitt hugarfóstur, heimur sem ég nota til að vinna út frá en ég bý til hluti fyrir þetta fólk,“ útskýrir María Kristín Jónsdóttir vöruhönnuður en fylgihlutalína hennar, Staka, vakti athygli þegar hún kynnti hana á HönnunarMars fyrir tveimur árum.María Kristín vinnur út frá ímynduðum ættbálki sem hefst við á hálendi Íslands.Síðan þá hefur bæst við línuna sem samanstendur af hálstaui og armböndum úr leðri. „Ég ímynda mér að ættbálkurinn eigi margt skylt við landnámsmennina en lifi í nútímanum. Þetta fólk er í mikilli snertingu við náttúruna, það þarf meðal annars að kljást við náttúruhamfarir og sækja sjálft innblástur í umhverfi sitt. Ég nota leður því það er hráefni sem var mikið notað á öldum áður,“ útskýrir María Kristín en leðrið sem hún notar er unnið á vistvænan hátt. „Ég fæ leðrið hjá litlu framleiðslufyrirtæki í Svíþjóð sem stundar vistvæna framleiðslu. Þau byggja á gömlum hefðum við vinnsluna og allt leður frá þeim er til að mynda krómfrítt. Króm er annars mikið notað í leðurvinnslu en er alls ekki gott fyrir menn né umhverfið.“Nýjar vörur koma á markaðinn fyrir jól, meðal annars í Sparki og í Mýrinnni.Á HönnunarMars í ár sýndi María Kristín nýja hluti sem hún hefur nú þróað enn frekar og er von á þeim á markaðinn fyrir jól. „Ég valdi nokkra hluti sem ég vann áfram, einfaldaði framleiðsluna og útfærði í svart og koníakslitað leður. Þessir hlutir munu fást í Sparki á Klapparstíg, í Mýrinni og fljótlega munu fleiri sölustaðir bætast við,“ segir María Kristín. Leðrið fær María Kristín frá litlum framleiðanda í Svíþjóð sem vinnur hráefnið á vistvænan hátt.Þá verður einnig opið hús á vinnustofu Maríu Kristínar þann 11. desember en hún hefur komið sér fyrir ásamt fleiri hönnuðum í Gasstöðinni, Hverfisgötu 115. „Við fluttum inn í október, í litla húsið fyrir framan lögreglustöðina. Þetta er frábært hús og skemmtileg staðsetning. Hér eru mörg fjölbreytt verkefni í gangi og fólk getur kíkt til okkar frá klukkan 16, þennan fimmtudag.“ Forvitnast má um Stöku á Facebook. HönnunarMars Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
Upprunalega hugmyndin á bak við Stöku kemur úr Íslendingasögunum en hefur þróast út í ættbálk sem hefst við á hálendi Íslands. Ættbálkurinn er mitt hugarfóstur, heimur sem ég nota til að vinna út frá en ég bý til hluti fyrir þetta fólk,“ útskýrir María Kristín Jónsdóttir vöruhönnuður en fylgihlutalína hennar, Staka, vakti athygli þegar hún kynnti hana á HönnunarMars fyrir tveimur árum.María Kristín vinnur út frá ímynduðum ættbálki sem hefst við á hálendi Íslands.Síðan þá hefur bæst við línuna sem samanstendur af hálstaui og armböndum úr leðri. „Ég ímynda mér að ættbálkurinn eigi margt skylt við landnámsmennina en lifi í nútímanum. Þetta fólk er í mikilli snertingu við náttúruna, það þarf meðal annars að kljást við náttúruhamfarir og sækja sjálft innblástur í umhverfi sitt. Ég nota leður því það er hráefni sem var mikið notað á öldum áður,“ útskýrir María Kristín en leðrið sem hún notar er unnið á vistvænan hátt. „Ég fæ leðrið hjá litlu framleiðslufyrirtæki í Svíþjóð sem stundar vistvæna framleiðslu. Þau byggja á gömlum hefðum við vinnsluna og allt leður frá þeim er til að mynda krómfrítt. Króm er annars mikið notað í leðurvinnslu en er alls ekki gott fyrir menn né umhverfið.“Nýjar vörur koma á markaðinn fyrir jól, meðal annars í Sparki og í Mýrinnni.Á HönnunarMars í ár sýndi María Kristín nýja hluti sem hún hefur nú þróað enn frekar og er von á þeim á markaðinn fyrir jól. „Ég valdi nokkra hluti sem ég vann áfram, einfaldaði framleiðsluna og útfærði í svart og koníakslitað leður. Þessir hlutir munu fást í Sparki á Klapparstíg, í Mýrinni og fljótlega munu fleiri sölustaðir bætast við,“ segir María Kristín. Leðrið fær María Kristín frá litlum framleiðanda í Svíþjóð sem vinnur hráefnið á vistvænan hátt.Þá verður einnig opið hús á vinnustofu Maríu Kristínar þann 11. desember en hún hefur komið sér fyrir ásamt fleiri hönnuðum í Gasstöðinni, Hverfisgötu 115. „Við fluttum inn í október, í litla húsið fyrir framan lögreglustöðina. Þetta er frábært hús og skemmtileg staðsetning. Hér eru mörg fjölbreytt verkefni í gangi og fólk getur kíkt til okkar frá klukkan 16, þennan fimmtudag.“ Forvitnast má um Stöku á Facebook.
HönnunarMars Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira