Litli prinsinn verður örvasa sjúklingur Illugi Jökulsson skrifar 30. nóvember 2014 09:00 Ættartré dönsku konungsfjölskyldunnar Ég var fyrir viku að rifja hér upp hörmulega barnæsku Kristjáns Danakóngs sjöunda en komst ekki langt, svo hér verður áfram haldið með þá sögu og sagði síðast frá því að kennarinn Reventlow barði stundum unga prinsinn svo illa að hann féll í öngvit og froðufelldi. Kristján sýndi snemma merki þess að vera lítill bógur á sálinni, og ömurleg meðferðin kippti æ fleiri stoðum undan geðheilsu hans. Árið 1760 skánuðu kjör prinsins reyndar þegar skipt var um aðalkennara. Sá nýi var mun mildari og komst að þeirri niðurstöðu að Kristján væri þokkalega greindur en á hinn bóginn væri skapferli hans erfitt og menntun hans svo broguð fram að þessu að piltur yrði varla fær um að stjórna ríki. Hann sýndi þegar ýmis einkenni persónuleikabrenglunar og gróandi geðsýki, var afar óöruggur og þjáður af djúpri minnimáttarkennd og skyldi engan undra eftir það uppeldi sem hann hafði notið fram að þessu. Óttinn var ætíð förunautur hans og jafnvel eftir að hann komst til fullorðinsára var fremur auðvelt að sveigja vilja hans til og frá, aðeins með því að standa nógu fast á sínu, þá gaf hann eftir því hann var innst inni þess fullviss að hann hlyti að hafa rangt fyrir sér. En um leið reyndi hann að bæta sér upp hið innra óöryggi með miklum áhuga á hamagangi hvers konar og einkum líkamlegum styrk og kröftum. En jafnvel á því sviði gat hann ekki öðlast verulega sjálfsvirðingu, því hann var frá náttúrunnar hendi smávaxinn, mjósleginn og pervisinn. Sjálfur tók hann þó að ímynda sér að hann væri í raun afar kraftalega og sterklega vaxinn. En nú þegar hann var laus undan barsmíðum Reventlows tók hann að þreifa fyrir sér um hversu langt hann kæmist áður en umburðarlyndi annarra brysti, og hann fór að leggja stund á alls konar kjánaleg prakkarastrik til þess að vekja á sér athygli. Með tímanum urðu þau hörkulegri og virtist fylgja þeim sjóðandi ofsi í sálinni, svo marga grunaði að eitthvað annað og verra væri í vændum þegar drengurinn kæmist til ára sinna. Og það fór líka svo.Taldi sig slagsmálahund Er Kristján var kominn á táningsaldurinn, losaði hann sig við kennara sína og fór í staðinn að ástunda félagsskap þjóna og hirðsveina, sem sumir þóttu hafa afar slæm áhrif á hann. Kristján var sem fyrr með ákafa kraftadellu, þótt lítilfjörlegur væri að styrk, og stundaði nokkuð að laumast um stræti Kaupmannahafnar í dulargervi og sóttist eftir að lenda í slagsmálum. Ef svo fór komu þjónar hans vitaskuld fljótt til skjalanna en Kristján taldi sér trú um að hann væri slagsmálahundurinn hinn mesti og var geysilega stoltur af kylfu einni sem hann hafði hrifsað með sér eftir slagsmál einhvers staðar í fátækrahverfum borgarinnar; þetta var lögreglukylfa næturvarðar, alsett beittum járnnöglum. Þegar Kristján var sextán ára var ákveðið að hann gengi að eiga þrettán ára gamla frænku sína, Karólínu Matthildi, sem var systir Georgs konungs þriðja á Englandi. Þau Karólína Matthildur verðandi brúður hans voru systkinabörn, faðir hennar var Friðrik prins af Wales, bróðir Lúísu móður Kristjáns. 1766 var drifið í hjónavígslu þar sem Friðrik fimmti dó þá skyndilega og Kristján tók við konungstigninni í Danmörku, Noregi og á Íslandi, aðeins sautján ára gamall. Ekki þótti rétt að hinn nýi kóngur væri lengi kvenmannslaus og því kallaði danska hirðin eftir Karólínu Matthildi þegar í stað. Hún var þá fimmtán ára gömul, þótti smáfríð og aðlaðandi, engin atkvæðamanneskja svo vitað væri, ljós yfirlitum með ljósblá augu, og ekkert óefnileg drottning. Hjónavígslunni þurfti að fresta um klukkustund vegna þess að brúðurin grét svo mikið af kvíða yfir því að flytjast að heiman. Og ekki leið á löngu áður en í ljós kom að hjónabandið yrði varla hamingjuríkt, enda var drottningin of hæglát fyrir smekk hins órólega prins.Sjúklegur áhugi á aftökum Kóngur stóð þó sína plikt sem var að útvega landinu erfingja og í janúar 1768, rétt rúmu ári eftir giftinguna fæddi drottning son, sem átti eftir að verða Friðrik sjötti. Hann reyndist ekki hafa mikinn áhuga á að stjórna landinu og lét nýja ráðgjafa um það en naut sjálfur frelsisins og þeirra persónulegu valda sem konungstignin hafði í för með sér. Holcke nokkur greifi var honum afar hjálplegur í því tilliti og hvatti konung ósparlega til þess að láta eftir sér hvaðeina sem hugurinn girntist. Hjákonan Anna Katrín Benthagen varð fljótlega ómissandi förunautur kóngs, fór með honum í leikhúsið og á dansleiki og var sú eina sem honum þóknaðist að dansa við, hún var líka með honum þegar hann fór enn sem fyrr í leiðangra um undirheima Kaupmannahafnar og var nú dulbúinn sem liðsforingi í flotanum. Olli það heilmikilli hneykslun í Kaupmannahöfn hversu opinskátt kóngurinn dillaði hjákonunni þótt Danir væru þar ýmsu vanir, eins og lesa má um í Íslandsklukkunni þar sem hórdómur þáverandi kóngs er skotspónn háðfugla í ríkinu. Innra með kóngi virtust þó líka búa ýmis uggvænlegri öfl en bara fjör hans með hjákonunni, hann hafði til dæmis allt að því sjúklegan áhuga á opinberum aftökum og fór í dulbúningi með þjóni sínum að horfa á eina slíka, þegar saxneskur þjófur að nafni Mörl var hálshöggvinn. Eftir það virðist Kristján öðruhvoru hafa fengið þá hugmynd að hann væri sjálfur Mörl þessi endurfæddur á einhvern hátt. Og hann lét útbúa pínubekk þar sem hann lá meðan Holcke húðstrýkti hann þar til honum tók að blæða.Struensee tekur völdin Það sem síðan gerðist er á flestra vitorði. Með árunum varð æ ljósara að Kristján var ólæknandi geðsjúklingur og enginn maður til að stýra ríki. Við þær aðstæður í einveldisríki gerðist það jafnan að einhver ráðgjafi við hirðina varð formlegur eða óformlegur ríkisstjóri og stjórnaði í nafni konungs. Í Kaupmannahöfn varð Þjóðverjinn Struensee hirðlæknir Kristjáns sá sterki maður og í 13 mánuði 1770-1772 var hann einvaldur í landinu. Og hann notaði völdin á furðu framsækinn hátt, aflétti dönsku sortinni af vistarbandi bændalýðsins, afnam mikið af forréttindum aðalsins, útdeildi jarðnæði til bænda, lagði niður ritskoðun, bannaði pyntingar sakamanna, og er þá fátt eitt talið. Að mörgu leyti voru ráðstafanir Struensees álíka róttækar og kröfur frönsku byltingarinnar tæpum tuttugu árum seinna, nema hvað þetta var eins manns bylting og kom að ofan. Kristján kóngur lét sér yfirleitt vel líka stjórnsemi Struensees, hann gerðist æ geðveikari og stundum varla í húsum hæfur en tók nú líka að sökkva niður í hálfgerðan stjarfa á milli. Á sínum skárri stundum gerði Kristján sér fulla grein fyrir að hann var ekki til forystu fallinn. Og virðist ekki hafa kippt sér að ráði upp við að sögur gengju um að Struensee hefði ekki aðeins tekið völdin í ríkinu, heldur drottninguna líka.Dó sem örmagna sjúklingur Það var einmitt samband hirðlæknisins við Karólínu Matthildi sem völdum firrtir aðalsmenn notuðu gegn Struensee þegar þeir byltu honum í janúar 1772 og limuðu hann sundur opinberlega. Karólína Matthildur var hins vegar send í útlegð en dó svo aðeins 23ja ára úr skarlatssótt. Kornungur sonur hennar og hins geðsjúka kóngs var útnefndur ríkisstjóri í stað Struensees. Sá hét auðvitað Friðrik, nema hvað, Friðrik sjötti. En mest völd framan af hafði engin önnur en Júlíana María, stjúpmóðir aumingja Kristjáns sjöunda. Um síðir tók Friðrik sjötti völdin af henni og sat sem ríkisstjóri síns veika föður, er hvarf nú æ lengra úr heiminum. 1808 dó Kristján af hjartaslagi, var þá að verða sextugur, örmagna, örvasa sjúklingur. Friðrik sjötti átti tvær dætur en engan son, svo eftir hans dag varð sonarsonur Júlíönu Maríu kóngur og hét Kristján áttundi, þannig hefur enginn afkomandi hins ógæfusama Kristjáns sjötta síðan setið í hásætinu danska. Flækjusaga Menning Tengdar fréttir Lúskrað á litla prinsinum Í tilefni sjónvarpsþáttanna 1864 fór Illugi Jökulsson að velta fyrir sér áhrifum geðkvilla á danska sögu. 23. nóvember 2014 10:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira
Ég var fyrir viku að rifja hér upp hörmulega barnæsku Kristjáns Danakóngs sjöunda en komst ekki langt, svo hér verður áfram haldið með þá sögu og sagði síðast frá því að kennarinn Reventlow barði stundum unga prinsinn svo illa að hann féll í öngvit og froðufelldi. Kristján sýndi snemma merki þess að vera lítill bógur á sálinni, og ömurleg meðferðin kippti æ fleiri stoðum undan geðheilsu hans. Árið 1760 skánuðu kjör prinsins reyndar þegar skipt var um aðalkennara. Sá nýi var mun mildari og komst að þeirri niðurstöðu að Kristján væri þokkalega greindur en á hinn bóginn væri skapferli hans erfitt og menntun hans svo broguð fram að þessu að piltur yrði varla fær um að stjórna ríki. Hann sýndi þegar ýmis einkenni persónuleikabrenglunar og gróandi geðsýki, var afar óöruggur og þjáður af djúpri minnimáttarkennd og skyldi engan undra eftir það uppeldi sem hann hafði notið fram að þessu. Óttinn var ætíð förunautur hans og jafnvel eftir að hann komst til fullorðinsára var fremur auðvelt að sveigja vilja hans til og frá, aðeins með því að standa nógu fast á sínu, þá gaf hann eftir því hann var innst inni þess fullviss að hann hlyti að hafa rangt fyrir sér. En um leið reyndi hann að bæta sér upp hið innra óöryggi með miklum áhuga á hamagangi hvers konar og einkum líkamlegum styrk og kröftum. En jafnvel á því sviði gat hann ekki öðlast verulega sjálfsvirðingu, því hann var frá náttúrunnar hendi smávaxinn, mjósleginn og pervisinn. Sjálfur tók hann þó að ímynda sér að hann væri í raun afar kraftalega og sterklega vaxinn. En nú þegar hann var laus undan barsmíðum Reventlows tók hann að þreifa fyrir sér um hversu langt hann kæmist áður en umburðarlyndi annarra brysti, og hann fór að leggja stund á alls konar kjánaleg prakkarastrik til þess að vekja á sér athygli. Með tímanum urðu þau hörkulegri og virtist fylgja þeim sjóðandi ofsi í sálinni, svo marga grunaði að eitthvað annað og verra væri í vændum þegar drengurinn kæmist til ára sinna. Og það fór líka svo.Taldi sig slagsmálahund Er Kristján var kominn á táningsaldurinn, losaði hann sig við kennara sína og fór í staðinn að ástunda félagsskap þjóna og hirðsveina, sem sumir þóttu hafa afar slæm áhrif á hann. Kristján var sem fyrr með ákafa kraftadellu, þótt lítilfjörlegur væri að styrk, og stundaði nokkuð að laumast um stræti Kaupmannahafnar í dulargervi og sóttist eftir að lenda í slagsmálum. Ef svo fór komu þjónar hans vitaskuld fljótt til skjalanna en Kristján taldi sér trú um að hann væri slagsmálahundurinn hinn mesti og var geysilega stoltur af kylfu einni sem hann hafði hrifsað með sér eftir slagsmál einhvers staðar í fátækrahverfum borgarinnar; þetta var lögreglukylfa næturvarðar, alsett beittum járnnöglum. Þegar Kristján var sextán ára var ákveðið að hann gengi að eiga þrettán ára gamla frænku sína, Karólínu Matthildi, sem var systir Georgs konungs þriðja á Englandi. Þau Karólína Matthildur verðandi brúður hans voru systkinabörn, faðir hennar var Friðrik prins af Wales, bróðir Lúísu móður Kristjáns. 1766 var drifið í hjónavígslu þar sem Friðrik fimmti dó þá skyndilega og Kristján tók við konungstigninni í Danmörku, Noregi og á Íslandi, aðeins sautján ára gamall. Ekki þótti rétt að hinn nýi kóngur væri lengi kvenmannslaus og því kallaði danska hirðin eftir Karólínu Matthildi þegar í stað. Hún var þá fimmtán ára gömul, þótti smáfríð og aðlaðandi, engin atkvæðamanneskja svo vitað væri, ljós yfirlitum með ljósblá augu, og ekkert óefnileg drottning. Hjónavígslunni þurfti að fresta um klukkustund vegna þess að brúðurin grét svo mikið af kvíða yfir því að flytjast að heiman. Og ekki leið á löngu áður en í ljós kom að hjónabandið yrði varla hamingjuríkt, enda var drottningin of hæglát fyrir smekk hins órólega prins.Sjúklegur áhugi á aftökum Kóngur stóð þó sína plikt sem var að útvega landinu erfingja og í janúar 1768, rétt rúmu ári eftir giftinguna fæddi drottning son, sem átti eftir að verða Friðrik sjötti. Hann reyndist ekki hafa mikinn áhuga á að stjórna landinu og lét nýja ráðgjafa um það en naut sjálfur frelsisins og þeirra persónulegu valda sem konungstignin hafði í för með sér. Holcke nokkur greifi var honum afar hjálplegur í því tilliti og hvatti konung ósparlega til þess að láta eftir sér hvaðeina sem hugurinn girntist. Hjákonan Anna Katrín Benthagen varð fljótlega ómissandi förunautur kóngs, fór með honum í leikhúsið og á dansleiki og var sú eina sem honum þóknaðist að dansa við, hún var líka með honum þegar hann fór enn sem fyrr í leiðangra um undirheima Kaupmannahafnar og var nú dulbúinn sem liðsforingi í flotanum. Olli það heilmikilli hneykslun í Kaupmannahöfn hversu opinskátt kóngurinn dillaði hjákonunni þótt Danir væru þar ýmsu vanir, eins og lesa má um í Íslandsklukkunni þar sem hórdómur þáverandi kóngs er skotspónn háðfugla í ríkinu. Innra með kóngi virtust þó líka búa ýmis uggvænlegri öfl en bara fjör hans með hjákonunni, hann hafði til dæmis allt að því sjúklegan áhuga á opinberum aftökum og fór í dulbúningi með þjóni sínum að horfa á eina slíka, þegar saxneskur þjófur að nafni Mörl var hálshöggvinn. Eftir það virðist Kristján öðruhvoru hafa fengið þá hugmynd að hann væri sjálfur Mörl þessi endurfæddur á einhvern hátt. Og hann lét útbúa pínubekk þar sem hann lá meðan Holcke húðstrýkti hann þar til honum tók að blæða.Struensee tekur völdin Það sem síðan gerðist er á flestra vitorði. Með árunum varð æ ljósara að Kristján var ólæknandi geðsjúklingur og enginn maður til að stýra ríki. Við þær aðstæður í einveldisríki gerðist það jafnan að einhver ráðgjafi við hirðina varð formlegur eða óformlegur ríkisstjóri og stjórnaði í nafni konungs. Í Kaupmannahöfn varð Þjóðverjinn Struensee hirðlæknir Kristjáns sá sterki maður og í 13 mánuði 1770-1772 var hann einvaldur í landinu. Og hann notaði völdin á furðu framsækinn hátt, aflétti dönsku sortinni af vistarbandi bændalýðsins, afnam mikið af forréttindum aðalsins, útdeildi jarðnæði til bænda, lagði niður ritskoðun, bannaði pyntingar sakamanna, og er þá fátt eitt talið. Að mörgu leyti voru ráðstafanir Struensees álíka róttækar og kröfur frönsku byltingarinnar tæpum tuttugu árum seinna, nema hvað þetta var eins manns bylting og kom að ofan. Kristján kóngur lét sér yfirleitt vel líka stjórnsemi Struensees, hann gerðist æ geðveikari og stundum varla í húsum hæfur en tók nú líka að sökkva niður í hálfgerðan stjarfa á milli. Á sínum skárri stundum gerði Kristján sér fulla grein fyrir að hann var ekki til forystu fallinn. Og virðist ekki hafa kippt sér að ráði upp við að sögur gengju um að Struensee hefði ekki aðeins tekið völdin í ríkinu, heldur drottninguna líka.Dó sem örmagna sjúklingur Það var einmitt samband hirðlæknisins við Karólínu Matthildi sem völdum firrtir aðalsmenn notuðu gegn Struensee þegar þeir byltu honum í janúar 1772 og limuðu hann sundur opinberlega. Karólína Matthildur var hins vegar send í útlegð en dó svo aðeins 23ja ára úr skarlatssótt. Kornungur sonur hennar og hins geðsjúka kóngs var útnefndur ríkisstjóri í stað Struensees. Sá hét auðvitað Friðrik, nema hvað, Friðrik sjötti. En mest völd framan af hafði engin önnur en Júlíana María, stjúpmóðir aumingja Kristjáns sjöunda. Um síðir tók Friðrik sjötti völdin af henni og sat sem ríkisstjóri síns veika föður, er hvarf nú æ lengra úr heiminum. 1808 dó Kristján af hjartaslagi, var þá að verða sextugur, örmagna, örvasa sjúklingur. Friðrik sjötti átti tvær dætur en engan son, svo eftir hans dag varð sonarsonur Júlíönu Maríu kóngur og hét Kristján áttundi, þannig hefur enginn afkomandi hins ógæfusama Kristjáns sjötta síðan setið í hásætinu danska.
Flækjusaga Menning Tengdar fréttir Lúskrað á litla prinsinum Í tilefni sjónvarpsþáttanna 1864 fór Illugi Jökulsson að velta fyrir sér áhrifum geðkvilla á danska sögu. 23. nóvember 2014 10:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira
Lúskrað á litla prinsinum Í tilefni sjónvarpsþáttanna 1864 fór Illugi Jökulsson að velta fyrir sér áhrifum geðkvilla á danska sögu. 23. nóvember 2014 10:00