„Þetta snýst um okkur gegn helvítis vélinni!“ Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. nóvember 2014 12:00 Killer Mike hefur látið mikið til sín heyra yfir framferði lögreglu, meðal annars í viðtali við Fox News. nordicphotos/getty Rapparinn og verðandi Íslandsvinurinn Killer Mike var gráti næst í byrjun tónleika hans og El-P í St. Louis á þriðjudaginn eftir að tilkynnt var um að lögreglumaðurinn Darren Wilson yrði ekki ákærður fyrir að hafa skotið hinn 18 ára Michael Brown til bana. Sá var óvopnaður og ríkir nú mikil reiði þar vestra vegna framferði lögregluyfirvalda. „Í kvöld var eins og sparkað væri í magann á mér þegar ég heyrði úrskurð dómarans,“ sagði Mike, sem myndar tvíeykið Run the Jewels ásamt rapparanum og taktsmiðnum El-P. „Þið spörkuðuð í mig í dag af því að ég á syni sem eru 20 ára og 12 ára, og ég hræðist svo innilega fyrir þeirra hönd.“ Mike, sem mun troða upp með El-P á All Tomorrow‘s Parties í Keflavík í júlí, hefur á seinustu árum látið mikið til sín heyra yfir því hvernig bandaríska lögreglan kemur fram við fólk af öðrum kynþáttum. „Þetta snýst um fátækt, þetta snýst um græðgi og þetta snýst um stríðsvél. Þetta snýst um stríðsvél sem notar ykkur. Ef ég dey á morgun eða hinn, þá vil ég aðeins að þið vitið að þetta snýst um okkur gegn helvítis vélinni!“ Hér fyrir neðan er svo viðtal við Mike á CNN sjónvarpsstöðinni sem tekið var í sumar eftir að Michael Brown var skotinn til bana. Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rapparinn og verðandi Íslandsvinurinn Killer Mike var gráti næst í byrjun tónleika hans og El-P í St. Louis á þriðjudaginn eftir að tilkynnt var um að lögreglumaðurinn Darren Wilson yrði ekki ákærður fyrir að hafa skotið hinn 18 ára Michael Brown til bana. Sá var óvopnaður og ríkir nú mikil reiði þar vestra vegna framferði lögregluyfirvalda. „Í kvöld var eins og sparkað væri í magann á mér þegar ég heyrði úrskurð dómarans,“ sagði Mike, sem myndar tvíeykið Run the Jewels ásamt rapparanum og taktsmiðnum El-P. „Þið spörkuðuð í mig í dag af því að ég á syni sem eru 20 ára og 12 ára, og ég hræðist svo innilega fyrir þeirra hönd.“ Mike, sem mun troða upp með El-P á All Tomorrow‘s Parties í Keflavík í júlí, hefur á seinustu árum látið mikið til sín heyra yfir því hvernig bandaríska lögreglan kemur fram við fólk af öðrum kynþáttum. „Þetta snýst um fátækt, þetta snýst um græðgi og þetta snýst um stríðsvél. Þetta snýst um stríðsvél sem notar ykkur. Ef ég dey á morgun eða hinn, þá vil ég aðeins að þið vitið að þetta snýst um okkur gegn helvítis vélinni!“ Hér fyrir neðan er svo viðtal við Mike á CNN sjónvarpsstöðinni sem tekið var í sumar eftir að Michael Brown var skotinn til bana.
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira