Stuðmenn kveðja Sjallann á laugardag Freyr Bjarnason skrifar 28. nóvember 2014 13:00 Hljómsveitin vinsæla spilar í Sjallanum í hinsta sinn á laugardaginn. Vísir/Daníel Stuðmenn eru á leiðinni til Akureyrar í fyrsta skipti í tíu ár fullmannaðir með allar kanónurnar til þess að kveðja með stæl lífseigasta skemmtihús Íslands, Sjallann, sem leggur upp laupana um áramótin. „Fyrsta giggið okkar þarna var '75. Þetta er að verða 40 ára sameiginleg saga,“ segir Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon. „Það verður stór samkoma á laugardaginn, sett af bæjarstjóra og bæjarstjórn. Við fáum Kristján Jóhannsson til að stíga á stokk, ekki bara stokk heldur Helenustokk,“ bætir hann við. Einnig verður sýnd heimildarmyndin umhverfis Sjallann á átta mínútum. Samkoman hefst í Sjallanum klukkan 21 með hanastéli, fögrum orðum og tónum. Eftir það verða Stuðmenn með Tívolí-tónleika klukkan 22 og að þeim loknum bjóða þeir upp á „greatest hits“ til heiðurs Sjallanum það sem eftir lifir kvölds. Þegar þeir ljúka sinni dagskrá taka plötusnúðar við og spanna sögu Sjallans með því að spila vinsælustu lögin sem hafa hljómað í húsinu. Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Stuðmenn eru á leiðinni til Akureyrar í fyrsta skipti í tíu ár fullmannaðir með allar kanónurnar til þess að kveðja með stæl lífseigasta skemmtihús Íslands, Sjallann, sem leggur upp laupana um áramótin. „Fyrsta giggið okkar þarna var '75. Þetta er að verða 40 ára sameiginleg saga,“ segir Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon. „Það verður stór samkoma á laugardaginn, sett af bæjarstjóra og bæjarstjórn. Við fáum Kristján Jóhannsson til að stíga á stokk, ekki bara stokk heldur Helenustokk,“ bætir hann við. Einnig verður sýnd heimildarmyndin umhverfis Sjallann á átta mínútum. Samkoman hefst í Sjallanum klukkan 21 með hanastéli, fögrum orðum og tónum. Eftir það verða Stuðmenn með Tívolí-tónleika klukkan 22 og að þeim loknum bjóða þeir upp á „greatest hits“ til heiðurs Sjallanum það sem eftir lifir kvölds. Þegar þeir ljúka sinni dagskrá taka plötusnúðar við og spanna sögu Sjallans með því að spila vinsælustu lögin sem hafa hljómað í húsinu.
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira