Wellington-grænmetisætunnar Sólveig Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2014 13:00 Wellington með portobello- og kastaníusveppum ásamt sætkartöflu-souffle. Mynd/Björn Árnason Við skoruðum á Hrefnu Rósu Sætran að búa til girnilegan grænmetisrétt sem myndi sóma sér sem aðalréttur á hátíðarborði á aðfangadag. Hún tók áskoruninni og útfærði hið fræga Beef Wellington með ljúffengu sætkartöflu-souffle. „Ég hef mjög gaman af því að elda grænmetisrétti. Við maðurinn minn gerum mikið af því heima og leikum okkur við að búa til nýja rétti,“ segir Hrefna Rósa. Hún á tvö börn, þriggja ára og eins og hálfs árs, sem bæði eru á leikskóla þar sem eingöngu er boðið upp á grænmetisfæði. „Þau eru því hrifin af grænmeti og ávöxtum og fúlsa oftast við kjötinu.“ Hrefna Rósa eldar oft grænmetisrétti heima hjá sér.Mynd/Björn Árnason Þótt grænmetið ráði oftast ríkjum á heimilinu segist Hrefna oftast panta sér kjöt og fisk þegar hún fer út að borða. Á jólunum eru líka klassískir kjötréttir á borðum. „Við og tengdaforeldrar mínir skiptumst á að elda og við erum aldrei með það sama,“ segir hún. Innt eftir því hvort lögð verði sérstök áhersla á grænmetið þessi jólin fyrir börnin segir Hrefna að það verði forvitnilegt að sjá hvað þau vilji borða. „Annars gerum við alltaf gott meðlæti á jólunum. Við opnum ekkert dós af baunum eða rauðkáli,“ segir hún glettin. Hrefna ákvað að spreyta sig á því að búa til grænmetisútgáfu af Beef Wellington fyrir lesendur Jólablaðsins. „Ég fór að hugsa út í hvað væru spariréttir um jólin. Ég hafði tekið eftir því að mataráhugafólk er farið að elda Beef Wellington aftur, sem er gamall og klassískur réttur. Mér datt þá í hug að skipta kjötinu út fyrir sveppi,“ segir Hrefna sem var stórhrifin af réttinum. „Það er alveg þess virði að elda hann á jólunum. Sérstaklega gerði sultaði laukurinn réttinn að algjöru sælgæti. Þá er sniðugt fyrir það fólk sem tínir sveppi að nota villisveppina í réttinn og gera hann þannig enn sparilegri.“ Spínat- og sveppa- Wellington (aðalréttur fyrir 4) 4 plötur smjördeig 2 pokar spínat 2 rif hvítlaukur 2 öskjur sveppir að eigin vali. Ég notaði portobello- og kastaníusveppi. olía til að steikja upp úr smjörklípa 2 stk. rauðlaukur 8 stk. þurrkaðar gráfíkjur 4 msk. balsamikedik 4 msk. hunang 1 stk. egg 1 grein rósmarín 100 ml vatn 1 stk. camembert-ostur (hægt er að nota hvaða ost sem maður vill. Ég hef gert svona með fetaosti og líka með gráðaosti og það gengur allt jafn vel upp). Skrælið hvítlauksrifin og skerið þau í þunnar sneiðar. Hitið pönnu með 6 msk. af olíu og steikið hvítlaukinn létt. Þegar hvítlaukurinn byrjar að brúnast bætið þá spínatinu út í og steikið áfram í 2-3 mínútur. Kryddið með salti og pipar. Leggið spínatið á eldhúspappír svo mesti vökvinn renni af því. Skerið sveppina í sneiðar. Hitið pönnu með olíu og steikið sveppina upp úr olíunni. Kryddið með salti og pipar og setjið smá smjörklípu út á í lokin. Setjið einnig sveppina á eldhúspappír til að ná sem mestum vökva burtu. Skrælið rauðlaukinn og skerið hann í þunnar sneiðar. Setjið hann í lítinn pott með gráfíkjunum, balsamikedikinu, hunanginu, 100 ml af vatni og rósmaríngreininni. Sjóðið við vægan hita í 20 mínútur þar til laukurinn er orðinn eins og sulta. Takið smjördeigið og fletjið það út svona um helming. Skerið smjördeigið í tvennt. Setjið spínat á botninn, steikta sveppi ofan á það, svo rauðlaukssultuna og svo loks væna sneið/bita af osti. Lokið svo með hinu smjördeiginu og penslið vel með egginu. Mjög gott er að ná að loka smjördeiginu með sem minnstu lofti inn í og loka vel með gaffli. Bakið svo við 180 gráður í 20 mínútur. Sætkartöflu-souffle (fyrir 4) 4 stk. litlar sætar kartöflur 4 msk. smjör 4 stk. egg 6 msk. maískorn 1 tsk. rifið múskat Salt Pipar Skrælið kartöflurnar, skerið þær í bita og setjið þær í pott með vatni. Sjóðið þær í 20 mínútur eða þar til þær eru soðnar í gegn. Skellið kartöflunum í sigti og látið leka vel af þeim. Setjið þær síðan í matvinnsluvél með smjörinu og þeytið vel saman. Bætið eggjunum út í og þeytið enn þá betur saman. Kryddið svo með múskatinu, salti og pipar og bætið svo maískorninu út í. Setjið blönduna í lítil form og bakið við 180 gráður í 15-20 mínútur. Einnig er hægt að setja í stórt eldfast mót og bera fram fyrir alla í því. Jólamatur Uppskriftir Wellington Vegan Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Við skoruðum á Hrefnu Rósu Sætran að búa til girnilegan grænmetisrétt sem myndi sóma sér sem aðalréttur á hátíðarborði á aðfangadag. Hún tók áskoruninni og útfærði hið fræga Beef Wellington með ljúffengu sætkartöflu-souffle. „Ég hef mjög gaman af því að elda grænmetisrétti. Við maðurinn minn gerum mikið af því heima og leikum okkur við að búa til nýja rétti,“ segir Hrefna Rósa. Hún á tvö börn, þriggja ára og eins og hálfs árs, sem bæði eru á leikskóla þar sem eingöngu er boðið upp á grænmetisfæði. „Þau eru því hrifin af grænmeti og ávöxtum og fúlsa oftast við kjötinu.“ Hrefna Rósa eldar oft grænmetisrétti heima hjá sér.Mynd/Björn Árnason Þótt grænmetið ráði oftast ríkjum á heimilinu segist Hrefna oftast panta sér kjöt og fisk þegar hún fer út að borða. Á jólunum eru líka klassískir kjötréttir á borðum. „Við og tengdaforeldrar mínir skiptumst á að elda og við erum aldrei með það sama,“ segir hún. Innt eftir því hvort lögð verði sérstök áhersla á grænmetið þessi jólin fyrir börnin segir Hrefna að það verði forvitnilegt að sjá hvað þau vilji borða. „Annars gerum við alltaf gott meðlæti á jólunum. Við opnum ekkert dós af baunum eða rauðkáli,“ segir hún glettin. Hrefna ákvað að spreyta sig á því að búa til grænmetisútgáfu af Beef Wellington fyrir lesendur Jólablaðsins. „Ég fór að hugsa út í hvað væru spariréttir um jólin. Ég hafði tekið eftir því að mataráhugafólk er farið að elda Beef Wellington aftur, sem er gamall og klassískur réttur. Mér datt þá í hug að skipta kjötinu út fyrir sveppi,“ segir Hrefna sem var stórhrifin af réttinum. „Það er alveg þess virði að elda hann á jólunum. Sérstaklega gerði sultaði laukurinn réttinn að algjöru sælgæti. Þá er sniðugt fyrir það fólk sem tínir sveppi að nota villisveppina í réttinn og gera hann þannig enn sparilegri.“ Spínat- og sveppa- Wellington (aðalréttur fyrir 4) 4 plötur smjördeig 2 pokar spínat 2 rif hvítlaukur 2 öskjur sveppir að eigin vali. Ég notaði portobello- og kastaníusveppi. olía til að steikja upp úr smjörklípa 2 stk. rauðlaukur 8 stk. þurrkaðar gráfíkjur 4 msk. balsamikedik 4 msk. hunang 1 stk. egg 1 grein rósmarín 100 ml vatn 1 stk. camembert-ostur (hægt er að nota hvaða ost sem maður vill. Ég hef gert svona með fetaosti og líka með gráðaosti og það gengur allt jafn vel upp). Skrælið hvítlauksrifin og skerið þau í þunnar sneiðar. Hitið pönnu með 6 msk. af olíu og steikið hvítlaukinn létt. Þegar hvítlaukurinn byrjar að brúnast bætið þá spínatinu út í og steikið áfram í 2-3 mínútur. Kryddið með salti og pipar. Leggið spínatið á eldhúspappír svo mesti vökvinn renni af því. Skerið sveppina í sneiðar. Hitið pönnu með olíu og steikið sveppina upp úr olíunni. Kryddið með salti og pipar og setjið smá smjörklípu út á í lokin. Setjið einnig sveppina á eldhúspappír til að ná sem mestum vökva burtu. Skrælið rauðlaukinn og skerið hann í þunnar sneiðar. Setjið hann í lítinn pott með gráfíkjunum, balsamikedikinu, hunanginu, 100 ml af vatni og rósmaríngreininni. Sjóðið við vægan hita í 20 mínútur þar til laukurinn er orðinn eins og sulta. Takið smjördeigið og fletjið það út svona um helming. Skerið smjördeigið í tvennt. Setjið spínat á botninn, steikta sveppi ofan á það, svo rauðlaukssultuna og svo loks væna sneið/bita af osti. Lokið svo með hinu smjördeiginu og penslið vel með egginu. Mjög gott er að ná að loka smjördeiginu með sem minnstu lofti inn í og loka vel með gaffli. Bakið svo við 180 gráður í 20 mínútur. Sætkartöflu-souffle (fyrir 4) 4 stk. litlar sætar kartöflur 4 msk. smjör 4 stk. egg 6 msk. maískorn 1 tsk. rifið múskat Salt Pipar Skrælið kartöflurnar, skerið þær í bita og setjið þær í pott með vatni. Sjóðið þær í 20 mínútur eða þar til þær eru soðnar í gegn. Skellið kartöflunum í sigti og látið leka vel af þeim. Setjið þær síðan í matvinnsluvél með smjörinu og þeytið vel saman. Bætið eggjunum út í og þeytið enn þá betur saman. Kryddið svo með múskatinu, salti og pipar og bætið svo maískorninu út í. Setjið blönduna í lítil form og bakið við 180 gráður í 15-20 mínútur. Einnig er hægt að setja í stórt eldfast mót og bera fram fyrir alla í því.
Jólamatur Uppskriftir Wellington Vegan Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira