Laufabrauðsmynstur og leturgerð Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 26. nóvember 2014 17:00 Gunnar Þór Arnarson ásamt syni sínum Ísak, sem lagði sitt af mörkum. mynd/valli Jólablaðið fékk tvo grafíska hönnuði til að skreyta piparköku í yfirstærð. Bakarameistarinn í Suðurveri hljóp undir bagga og bakaði piparkökurnar. Hönnuðirnir fengu síðan eina helgi til verksins og alveg frjálsar hendur við útfærslu. Útkoman varð skemmtilega ólík Gunnar Þór Arnarson, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs á Hvíta húsinu auglýsingastofu Þegar ég fékk fyrirspurnina var ég nýstiginn út af fyrirlestri. Lokaorð fyrirlesarans voru „prufaðu að segja já við einhverju sem þú myndir venjulega segja nei við“. Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi en hefðbundna piparkökuskreytingu. Ég sagði börnunum mínum, Ísak og Leu, frá verkefninu en þau hafa bæði mjög gaman af bakstri. Lea kom með þá hugmynd að nota letur sem ég hannaði nýlega. Letrið er í fjórum lögum, sem gefur því skúlptúrtilfinningu. Mér fannst það tilvalið og við völdum orðið JÆJA. Orðið getur haft margs konar merkingu eftir hljómburði og lýsir vel viðhorfi mínu til verkefnisins: „jæja, byrjum á þessu“, „jæja, þetta er ekki gott“, „jæja, en þetta var gaman“, „jæja, hér er piparkakan“, „jæja, nú er nóg komið“.Ísak og Lea voru pabba sínum til aðstoðar við verkefnið. Lea átti hugmyndina að því að nota letur í skreytinguna.mynd/gunnar ÞórÉg byrjaði á að festa hvíta súkkulaðidropa á kökuna með glassúr. Síðan blandaði ég rosalega mikinn glassúr fyrir bláa grunninn og hellti yfir. Því næst bjó ég letrið til í Illustrator CC og valdi litasamsetninguna. Prentaði út og skar stafina út í pappa. Þá var að fletja út deig í stafina, skera þá út og baka. Glassúrinn blandaði ég í alls konar litum, hellti yfir stafina og lét þorna. Setti svo letrið saman og festi á kökuna. Útkoman var ekki eins og góð og ég ímyndaði mér en tilraunin var skemmtileg og sýnir að það er hægt að leyfa hugmyndafluginu að ráða og prófa eitthvað nýtt, stundum misheppnast það og stundum verður útkoman frábær. Sama lögmál gildir í vinnunni hjá mér. Munurinn er samt að góð kaka fer aldrei til spillis.Finnur J. Malmquist, grafískur hönnuður á Pipar auglýsingastofuFinnur J. Malmquist sótti innblástur í íslenska laufabrauðið.mynd/ernirSkreytingin er byggð á íslenska laufabrauðsmynstrinu. Mynstri sem mig minnir að sé kallað „sól“. Ég teikna fyrst mynstur sem ég sker út í pappír og nota til að „rispa“ eftir í rauða kremið sem er í grunninn. Til þess nota ég fíngerða nál sem særir húðina á kreminu lítillega, nóg til að sjá og fara eftir þegar ég sprauta hvíta kreminu. Sjálft kremið er sígilt – úr flórsykri, matarlit og eggjahvítum. Kannski í þynnra lagi við gerð undirlagsins til að það jafnist vel út og þá aðeins þykkara í hvíta mynstrið. Ég notaði sprautu og spaða til að bera kremið á.Finnur teiknaði fyrst munstrið og skar út í pappír. Síðan rispaði hann eftir munstrinu með fínni nál ofan í rauða kremið og sprautaði svo í rispurnar með hvítum glassúr.Áður en ég lagði rauða kremið „teiknaði“ ég útlínurnar með sprautu til að kremið rynni ekki fram yfir brún kökunnar. Það er líka ágæt leið að nota fíngerða nál til að jafna út og hjálpa kreminu að renna í fíngerða krika, til dæmis við jaðrana. Hafa þarf í huga að í þessu tilfelli er kremið í grunninn á það stórum fleti og það þykkt að það tekur nokkra klukkutíma að þorna og harðna áður en hægt er að vinna ofan á það. Jólamatur Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Gyðingakökur Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Svona gerirðu graflax Jól Rafræn jólakort Jólin Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin
Jólablaðið fékk tvo grafíska hönnuði til að skreyta piparköku í yfirstærð. Bakarameistarinn í Suðurveri hljóp undir bagga og bakaði piparkökurnar. Hönnuðirnir fengu síðan eina helgi til verksins og alveg frjálsar hendur við útfærslu. Útkoman varð skemmtilega ólík Gunnar Þór Arnarson, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs á Hvíta húsinu auglýsingastofu Þegar ég fékk fyrirspurnina var ég nýstiginn út af fyrirlestri. Lokaorð fyrirlesarans voru „prufaðu að segja já við einhverju sem þú myndir venjulega segja nei við“. Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi en hefðbundna piparkökuskreytingu. Ég sagði börnunum mínum, Ísak og Leu, frá verkefninu en þau hafa bæði mjög gaman af bakstri. Lea kom með þá hugmynd að nota letur sem ég hannaði nýlega. Letrið er í fjórum lögum, sem gefur því skúlptúrtilfinningu. Mér fannst það tilvalið og við völdum orðið JÆJA. Orðið getur haft margs konar merkingu eftir hljómburði og lýsir vel viðhorfi mínu til verkefnisins: „jæja, byrjum á þessu“, „jæja, þetta er ekki gott“, „jæja, en þetta var gaman“, „jæja, hér er piparkakan“, „jæja, nú er nóg komið“.Ísak og Lea voru pabba sínum til aðstoðar við verkefnið. Lea átti hugmyndina að því að nota letur í skreytinguna.mynd/gunnar ÞórÉg byrjaði á að festa hvíta súkkulaðidropa á kökuna með glassúr. Síðan blandaði ég rosalega mikinn glassúr fyrir bláa grunninn og hellti yfir. Því næst bjó ég letrið til í Illustrator CC og valdi litasamsetninguna. Prentaði út og skar stafina út í pappa. Þá var að fletja út deig í stafina, skera þá út og baka. Glassúrinn blandaði ég í alls konar litum, hellti yfir stafina og lét þorna. Setti svo letrið saman og festi á kökuna. Útkoman var ekki eins og góð og ég ímyndaði mér en tilraunin var skemmtileg og sýnir að það er hægt að leyfa hugmyndafluginu að ráða og prófa eitthvað nýtt, stundum misheppnast það og stundum verður útkoman frábær. Sama lögmál gildir í vinnunni hjá mér. Munurinn er samt að góð kaka fer aldrei til spillis.Finnur J. Malmquist, grafískur hönnuður á Pipar auglýsingastofuFinnur J. Malmquist sótti innblástur í íslenska laufabrauðið.mynd/ernirSkreytingin er byggð á íslenska laufabrauðsmynstrinu. Mynstri sem mig minnir að sé kallað „sól“. Ég teikna fyrst mynstur sem ég sker út í pappír og nota til að „rispa“ eftir í rauða kremið sem er í grunninn. Til þess nota ég fíngerða nál sem særir húðina á kreminu lítillega, nóg til að sjá og fara eftir þegar ég sprauta hvíta kreminu. Sjálft kremið er sígilt – úr flórsykri, matarlit og eggjahvítum. Kannski í þynnra lagi við gerð undirlagsins til að það jafnist vel út og þá aðeins þykkara í hvíta mynstrið. Ég notaði sprautu og spaða til að bera kremið á.Finnur teiknaði fyrst munstrið og skar út í pappír. Síðan rispaði hann eftir munstrinu með fínni nál ofan í rauða kremið og sprautaði svo í rispurnar með hvítum glassúr.Áður en ég lagði rauða kremið „teiknaði“ ég útlínurnar með sprautu til að kremið rynni ekki fram yfir brún kökunnar. Það er líka ágæt leið að nota fíngerða nál til að jafna út og hjálpa kreminu að renna í fíngerða krika, til dæmis við jaðrana. Hafa þarf í huga að í þessu tilfelli er kremið í grunninn á það stórum fleti og það þykkt að það tekur nokkra klukkutíma að þorna og harðna áður en hægt er að vinna ofan á það.
Jólamatur Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Gyðingakökur Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Svona gerirðu graflax Jól Rafræn jólakort Jólin Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin