Skáldskapur getur hreyft við manni Elín Albertsdóttir skrifar 8. desember 2014 12:15 Katrín Jakobsdóttir alþingismaður. Katrín Jakobsdóttir alþingismaður segist alltaf hlakka mikið til jólanna. „Mér finnst mest gaman, ef tími vinnst til, að tína nokkra köngla og útbúa skraut; baka eina sort eða gera nokkra konfektmola, helst með drengjunum mínum.Lestu margar bækur um jólin? „Já, ég nýti alltaf frídagana til að lesa og reyni yfirleitt að lesa að minnsta kosti eina nýja íslenska skáldsögu og helst fleiri.“Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið? „Góð spurning. Ég les yfirleitt nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar um jólin og hlakka mikið til (reyni sem sagt að tryggja mér hana fyrir jólin því maður getur ekki verið viss um að fá hana í pakka!) og það er ávallt skemmtilesning. Svo eru bækur sem hafa verið mjög eftirminnilegar án þess að vera einhver skemmtilesning, man til dæmis þegar ég las Konur eftir Steinar Braga einhver jólin og skreið undir sæng yfirkomin af depurð eftir lesturinn! Svona getur skáldskapurinn hreyft við manni.“Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól? „Það eru svo margar spennandi bækur að koma út núna fyrir jólin, bæði skáldsögur, ljóð, ævisögur og fræðibækur, að ég held að ég verði nánast glöð með hvað sem er.“ Jólafréttir Mest lesið Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Svona gerirðu graflax Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Jóla-aspassúpa Jól Rafræn jólakort Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Borða með góðri samvisku Jól
Katrín Jakobsdóttir alþingismaður segist alltaf hlakka mikið til jólanna. „Mér finnst mest gaman, ef tími vinnst til, að tína nokkra köngla og útbúa skraut; baka eina sort eða gera nokkra konfektmola, helst með drengjunum mínum.Lestu margar bækur um jólin? „Já, ég nýti alltaf frídagana til að lesa og reyni yfirleitt að lesa að minnsta kosti eina nýja íslenska skáldsögu og helst fleiri.“Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið? „Góð spurning. Ég les yfirleitt nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar um jólin og hlakka mikið til (reyni sem sagt að tryggja mér hana fyrir jólin því maður getur ekki verið viss um að fá hana í pakka!) og það er ávallt skemmtilesning. Svo eru bækur sem hafa verið mjög eftirminnilegar án þess að vera einhver skemmtilesning, man til dæmis þegar ég las Konur eftir Steinar Braga einhver jólin og skreið undir sæng yfirkomin af depurð eftir lesturinn! Svona getur skáldskapurinn hreyft við manni.“Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól? „Það eru svo margar spennandi bækur að koma út núna fyrir jólin, bæði skáldsögur, ljóð, ævisögur og fræðibækur, að ég held að ég verði nánast glöð með hvað sem er.“
Jólafréttir Mest lesið Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Svona gerirðu graflax Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Jóla-aspassúpa Jól Rafræn jólakort Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Borða með góðri samvisku Jól