Réttindi góða fólksins Frosti Logason skrifar 20. nóvember 2014 07:00 Það er mjög gott að búa á Íslandi. Hér njóta allir ákveðinna grundvallaréttinda sem ekki verða af þeim tekin og eru vernduð af sjöunda kafla stjórnarskrár Íslands, mannréttindakaflanum. Mannréttindum er gjarnan skipt niður í frelsi og réttindi. Ég er hrifnastur af frelsinu til tjáningar og svo trúfrelsinu. Ég myndi ekki vilja búa í landi þar sem allt er ritskoðað og hægt er að skerða málfrelsi manna. Ég vil að allir eigi kost á því að segja skoðanir sínar umbúðalaust. Nema þegar ég er ósammála viðkomandi. Þá getur auðvitað verið rétt í ákveðnum tilvikum að banna fólki að tjá sig. Hér á Íslandi kærum við góða fólkið okkur ekki um að fá stefnumótaráðgjafann Julien Blanc í heimsókn. Hann hefur tilkynnt á vefsíðu sinni að hann sé væntanlegur til Íslands í júní á næsta ári til að halda námskeið fyrir karlmenn um hvernig sé best að ná sér í konur, niðurlægja þær og láta þær hlýða. Ég er einn af þeim fáu sem átta sig á því að þetta er ekki í lagi. Almenningur á Íslandi gerir sér ekki grein fyrir hversu rangt þetta er þannig að ég skerst í leikinn. Ég deili greinum af knúz.is og hvet fólk til þess að sniðganga viðburðinn ef okkur tekst ekki að stöðva komu mannsins með undirskriftalistum á netinu. Þannig get ég látið ljós mitt skína á samfélagsmiðlum og komið fólki í skilning um hversu frábær manneskja ég er. Tjáningarfrelsið er jú til þess að vernda réttar skoðanir og engar aðrar. Trúfrelsisákvæðið er svo auðvitað til þess að vernda kristna menningu okkar og tryggja það að við getum flutt skólabörnum boðskap Jesú Krists. Ekki til þess að leyfa múslimum að byggja moskur. Við erum jú kristin þjóð. Já, ég fagna því að á Íslandi geta menn tjáð skoðanir sínar um hvaða málefni sem er en á sama tíma geri ég þá kröfu að skoðanir sem samræmast ekki mínum eigin verði bannaðar með öllu. Svona er ég nú frábær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er mjög gott að búa á Íslandi. Hér njóta allir ákveðinna grundvallaréttinda sem ekki verða af þeim tekin og eru vernduð af sjöunda kafla stjórnarskrár Íslands, mannréttindakaflanum. Mannréttindum er gjarnan skipt niður í frelsi og réttindi. Ég er hrifnastur af frelsinu til tjáningar og svo trúfrelsinu. Ég myndi ekki vilja búa í landi þar sem allt er ritskoðað og hægt er að skerða málfrelsi manna. Ég vil að allir eigi kost á því að segja skoðanir sínar umbúðalaust. Nema þegar ég er ósammála viðkomandi. Þá getur auðvitað verið rétt í ákveðnum tilvikum að banna fólki að tjá sig. Hér á Íslandi kærum við góða fólkið okkur ekki um að fá stefnumótaráðgjafann Julien Blanc í heimsókn. Hann hefur tilkynnt á vefsíðu sinni að hann sé væntanlegur til Íslands í júní á næsta ári til að halda námskeið fyrir karlmenn um hvernig sé best að ná sér í konur, niðurlægja þær og láta þær hlýða. Ég er einn af þeim fáu sem átta sig á því að þetta er ekki í lagi. Almenningur á Íslandi gerir sér ekki grein fyrir hversu rangt þetta er þannig að ég skerst í leikinn. Ég deili greinum af knúz.is og hvet fólk til þess að sniðganga viðburðinn ef okkur tekst ekki að stöðva komu mannsins með undirskriftalistum á netinu. Þannig get ég látið ljós mitt skína á samfélagsmiðlum og komið fólki í skilning um hversu frábær manneskja ég er. Tjáningarfrelsið er jú til þess að vernda réttar skoðanir og engar aðrar. Trúfrelsisákvæðið er svo auðvitað til þess að vernda kristna menningu okkar og tryggja það að við getum flutt skólabörnum boðskap Jesú Krists. Ekki til þess að leyfa múslimum að byggja moskur. Við erum jú kristin þjóð. Já, ég fagna því að á Íslandi geta menn tjáð skoðanir sínar um hvaða málefni sem er en á sama tíma geri ég þá kröfu að skoðanir sem samræmast ekki mínum eigin verði bannaðar með öllu. Svona er ég nú frábær.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun