Bono í bölvuðu basli 20. nóvember 2014 10:30 Söngvarinn hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Vísir/Getty „Við búumst við að hann nái sér að fullu,“ sagði skurðlæknirinn Dean Lorich eftir að Bono gekkst undir fimm klukkustunda aðgerð í kjölfar hjólreiðaslyss í Central Park í New York. Farið var með Bono umsvifalaust í aðgerð þar sem olnbogi hans og auga var lagfært. Að sögn læknisins fór söngvarinn í alls kyns rannsóknir eftir aðgerðina og þarf hann að gangast undir stífa endurhæfingu. Áður en söngvarinn flaug til New York tók hann upp nýja útgáfu af Do They Know It's Christmas? með Band Aid 30. Allur ágóðinn rennur til baráttunnar gegn ebóluveirunni í V-Afríku.Lúga losnaði í miðju flugi „Hann var ótrúlega heppinn. Flugvélin hefði getað hrapað,“ sagði heimildarmaður sem tengist Bono í viðtali við Irish Daily Mail eftir að lúga losnaði af einkaþotu hans skömmu fyrir lendingu í Berlín. Ralf Kunkel, talsmaður flugvallarins í Schönefeld, sagði aftur á móti að söngvarinn hefði ekki verið í mikilli hættu. Rannsókn stendur yfir á því hvers vegna lúgan losnaði af þotunni. Bono var að fljúga frá Dublin en í Berlín var hann viðstaddur hátíð þar sem alþjóðlegu tónlistarverðlaunin Bambi voru afhent.Fóru fram úr sér á iTunes „Ég fékk þessa fallegu hugmynd en við fórum fram úr okkur. Listamenn eiga það til að gera það,“ sagði Bono, þegar hann var beðinn á Facebook um að að fjarlægja nýjustu plötu U2, Songs of Innocence, af iTunes. Hún hafði verið sett inn á spilunarlista notenda án þess að þeir bæðu um það og þótti mörgum það dónalegt. „Þetta var brot af mikilmennskubrjálæði, smá gjafmildi, örlítið af kynningu á okkur sjálfum og djúpstæður ótti við að lögin okkar sem við lögðum allt okkar í síðustu ár myndu ekki heyrast. Það er mikið af hávaða þarna úti. Við urðum dálítið hávaðasamir sjálfir til að ná eyrum fólks,“ bætti söngvarinn við.Gekkst undir bakaðgerð „Mér líður vel og ég er vongóður um framhaldið. Ég á eftir að verða í toppformi,“ sagði Bono eftir að hann gekkst undir skurðaðgerð vegna bakmeiðsla árið 2010. Hljómsveitin varð að aflýsa sextán tónleikum í Bandaríkjunum og spilamennsku á tónlistarhátíðinni Glastonbury. Söngvarinn sagði meiðslin hafa verið „frekar alvarleg“ og „ekki skemmtileg“ en „að horfa upp í loftið getur haft sína kosti“. Hann bætti við að hann hefði notað tímann til að semja nokkur „frábær“ ný lög. Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við búumst við að hann nái sér að fullu,“ sagði skurðlæknirinn Dean Lorich eftir að Bono gekkst undir fimm klukkustunda aðgerð í kjölfar hjólreiðaslyss í Central Park í New York. Farið var með Bono umsvifalaust í aðgerð þar sem olnbogi hans og auga var lagfært. Að sögn læknisins fór söngvarinn í alls kyns rannsóknir eftir aðgerðina og þarf hann að gangast undir stífa endurhæfingu. Áður en söngvarinn flaug til New York tók hann upp nýja útgáfu af Do They Know It's Christmas? með Band Aid 30. Allur ágóðinn rennur til baráttunnar gegn ebóluveirunni í V-Afríku.Lúga losnaði í miðju flugi „Hann var ótrúlega heppinn. Flugvélin hefði getað hrapað,“ sagði heimildarmaður sem tengist Bono í viðtali við Irish Daily Mail eftir að lúga losnaði af einkaþotu hans skömmu fyrir lendingu í Berlín. Ralf Kunkel, talsmaður flugvallarins í Schönefeld, sagði aftur á móti að söngvarinn hefði ekki verið í mikilli hættu. Rannsókn stendur yfir á því hvers vegna lúgan losnaði af þotunni. Bono var að fljúga frá Dublin en í Berlín var hann viðstaddur hátíð þar sem alþjóðlegu tónlistarverðlaunin Bambi voru afhent.Fóru fram úr sér á iTunes „Ég fékk þessa fallegu hugmynd en við fórum fram úr okkur. Listamenn eiga það til að gera það,“ sagði Bono, þegar hann var beðinn á Facebook um að að fjarlægja nýjustu plötu U2, Songs of Innocence, af iTunes. Hún hafði verið sett inn á spilunarlista notenda án þess að þeir bæðu um það og þótti mörgum það dónalegt. „Þetta var brot af mikilmennskubrjálæði, smá gjafmildi, örlítið af kynningu á okkur sjálfum og djúpstæður ótti við að lögin okkar sem við lögðum allt okkar í síðustu ár myndu ekki heyrast. Það er mikið af hávaða þarna úti. Við urðum dálítið hávaðasamir sjálfir til að ná eyrum fólks,“ bætti söngvarinn við.Gekkst undir bakaðgerð „Mér líður vel og ég er vongóður um framhaldið. Ég á eftir að verða í toppformi,“ sagði Bono eftir að hann gekkst undir skurðaðgerð vegna bakmeiðsla árið 2010. Hljómsveitin varð að aflýsa sextán tónleikum í Bandaríkjunum og spilamennsku á tónlistarhátíðinni Glastonbury. Söngvarinn sagði meiðslin hafa verið „frekar alvarleg“ og „ekki skemmtileg“ en „að horfa upp í loftið getur haft sína kosti“. Hann bætti við að hann hefði notað tímann til að semja nokkur „frábær“ ný lög.
Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira