Kvöldmatarkvíði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 09:00 Helgarblað Fréttablaðsins fjallaði um kvíðnar konur þar sem fram kom að kröfur frá samfélaginu, sem og þeim sjálfum, fullkomnunarárátta, samanburður og niðurrif í kjölfarið eru meðal orsaka kvíðans. Ég kannast alveg við þetta og minn veiki punktur er eldamennska. Fyrir svona tíu árum þegar eðlilegt fólk keypti 1944, Betty Crocker og djúpfrystan mat vafðist þetta ekkert fyrir mér. En fljótlega eftir hrun þegar allir fóru að búa til barnamat frá grunni (en þetta er til í krukkum úti í búð!), rækta kryddjurtir og hægelda alls konar, þá bugaðist ég svolítið. Þrátt fyrir að eiga ekki hálfan séns og vera fullkomlega áhuga- og getulaus hefur mér samt fundist ég þurfa að standa í þessu. Það var síðan við matarborðið í síðustu viku eftir að ég hafði eytt dýrmætum tíma bölvandi yfir pottunum sem ég áttaði mig á vitleysunni. Tvö elstu börnin borðuðu óeðlilega hægt og færðu matinn til og frá á diskinum. Það var undarleg þögn við borðið. Nærri því rafmögnuð. Það var þó ekki fyrr en litla dýrið, sem er greinilega ekki orðið nógu meðvirkt, sagði: „Ojjj, mamma. Þetta er ógeðslegur matur. Ég vil ab-mjólk og músli,“ sem hin horfðu á mig stórum augum og óskuðu þess heitast í veröldinni að fá eitthvað beint úr fernu, kassa eða dollu í kvöldmatinn. Ég safnaði diskunum saman, dauðfegin að þurfa ekki að borða þetta sjálf og útbjó dýrindis kvöldmatarbröns. Alveg úr öllum fæðuflokkum, sko. Það létti aldeilis yfir börnunum og þau bentu mér fallega á að þau fá heitan mat í skólanum á hverjum degi. Óþarfi að eyða tíma í eldamennsku, mamma. Þú gerir líka svo góð skyr-búst og brauð í ofni. Og ávaxtasalat. Spagettí kannski. Mér fannst þau reyndar ganga fulllangt þegar þau stungu upp á að hafa pítsu á aðfangadagskvöld. En það er komið á hreint: ENGINN á heimilinu gerir kröfu um heitan kvöldmat. Og skítt með samfélagið. Ég er hætt keppni. Næst á dagskrá er að henda hálfprjónuðu peysunni sem ég mun aldrei klára. (Djók. Hef ekki einu sinni fitjað upp.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Tengdar fréttir Kvíðnar konur: Dagleg streita getur leitt til kvíðaröskunar Fleiri konur taka róandi og kvíðastillandi lyf á Íslandi en karlar. Sálfræðingur segir miklar kröfur vera gerðar til kvenna, bæði af samfélaginu og þeim sjálfum. 15. nóvember 2014 08:00 Kvíðinn sprettur út frá brotinni sjálfsmynd Þrjár konur sem glímt hafa við kvíða segja kröfurnar vera miklar frá samfélaginu. 15. nóvember 2014 08:30 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Helgarblað Fréttablaðsins fjallaði um kvíðnar konur þar sem fram kom að kröfur frá samfélaginu, sem og þeim sjálfum, fullkomnunarárátta, samanburður og niðurrif í kjölfarið eru meðal orsaka kvíðans. Ég kannast alveg við þetta og minn veiki punktur er eldamennska. Fyrir svona tíu árum þegar eðlilegt fólk keypti 1944, Betty Crocker og djúpfrystan mat vafðist þetta ekkert fyrir mér. En fljótlega eftir hrun þegar allir fóru að búa til barnamat frá grunni (en þetta er til í krukkum úti í búð!), rækta kryddjurtir og hægelda alls konar, þá bugaðist ég svolítið. Þrátt fyrir að eiga ekki hálfan séns og vera fullkomlega áhuga- og getulaus hefur mér samt fundist ég þurfa að standa í þessu. Það var síðan við matarborðið í síðustu viku eftir að ég hafði eytt dýrmætum tíma bölvandi yfir pottunum sem ég áttaði mig á vitleysunni. Tvö elstu börnin borðuðu óeðlilega hægt og færðu matinn til og frá á diskinum. Það var undarleg þögn við borðið. Nærri því rafmögnuð. Það var þó ekki fyrr en litla dýrið, sem er greinilega ekki orðið nógu meðvirkt, sagði: „Ojjj, mamma. Þetta er ógeðslegur matur. Ég vil ab-mjólk og músli,“ sem hin horfðu á mig stórum augum og óskuðu þess heitast í veröldinni að fá eitthvað beint úr fernu, kassa eða dollu í kvöldmatinn. Ég safnaði diskunum saman, dauðfegin að þurfa ekki að borða þetta sjálf og útbjó dýrindis kvöldmatarbröns. Alveg úr öllum fæðuflokkum, sko. Það létti aldeilis yfir börnunum og þau bentu mér fallega á að þau fá heitan mat í skólanum á hverjum degi. Óþarfi að eyða tíma í eldamennsku, mamma. Þú gerir líka svo góð skyr-búst og brauð í ofni. Og ávaxtasalat. Spagettí kannski. Mér fannst þau reyndar ganga fulllangt þegar þau stungu upp á að hafa pítsu á aðfangadagskvöld. En það er komið á hreint: ENGINN á heimilinu gerir kröfu um heitan kvöldmat. Og skítt með samfélagið. Ég er hætt keppni. Næst á dagskrá er að henda hálfprjónuðu peysunni sem ég mun aldrei klára. (Djók. Hef ekki einu sinni fitjað upp.)
Kvíðnar konur: Dagleg streita getur leitt til kvíðaröskunar Fleiri konur taka róandi og kvíðastillandi lyf á Íslandi en karlar. Sálfræðingur segir miklar kröfur vera gerðar til kvenna, bæði af samfélaginu og þeim sjálfum. 15. nóvember 2014 08:00
Kvíðinn sprettur út frá brotinni sjálfsmynd Þrjár konur sem glímt hafa við kvíða segja kröfurnar vera miklar frá samfélaginu. 15. nóvember 2014 08:30