Dave Grohl sama um Spotify Þórður Ingi Jónsson skrifar 17. nóvember 2014 11:30 Áður var Dave Grohl trommari Nirvana. Á undanförnum árum hafa margir tónlistarmenn eins og Taylor Swift, Thom Yorke, David Byrne og Pink Floyd gagnrýnt streymissíður svo sem Spotify fyrir að borga ekki listamönnunum nægan skerf. Söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Foo Fighters, Dave Grohl, er ósammála þessu. „Mér er drullusama, persónulega,“ sagði Grohl í viðtali við síðuna Digital Spy. „Það er bara ég, af því að við spilum tvisvar á Wembley-leikvanginum í sumar.“ Grohl telur auglýsinguna sem sveitir fá á Spotify bæta upp lítinn gróða. „Ég vil að fólk heyri tónlistina okkar, mér er sama hvort þú borgar einn dal eða tuttugu dali fyrir það, hlustaðu bara á helvítis lagið. En ég get skilið af hverju aðrir gætu verið á móti því.“ „Viltu að fólk hlusti á helvítis tónlistina þína? Gefðu þeim tónlistina þína. Farðu síðan og spilaðu á tónleikum. Ef þau njóta tónlistarinnar þinnar munu þau fara á tónleika. Ég tel það vera svo einfalt og ég held að það hafi virkað þannig einu sinni. Þegar við vorum ungir og í mjög lélegum pönksveitum voru engir starfsmöguleikar en við elskuðum að spila og fólk elskaði að sjá okkur spila.“ Grohl segir jafnframt áhersluna á tækni hafa gert sambandið á milli áhorfenda og tónlistarmanna úrelt. Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á undanförnum árum hafa margir tónlistarmenn eins og Taylor Swift, Thom Yorke, David Byrne og Pink Floyd gagnrýnt streymissíður svo sem Spotify fyrir að borga ekki listamönnunum nægan skerf. Söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Foo Fighters, Dave Grohl, er ósammála þessu. „Mér er drullusama, persónulega,“ sagði Grohl í viðtali við síðuna Digital Spy. „Það er bara ég, af því að við spilum tvisvar á Wembley-leikvanginum í sumar.“ Grohl telur auglýsinguna sem sveitir fá á Spotify bæta upp lítinn gróða. „Ég vil að fólk heyri tónlistina okkar, mér er sama hvort þú borgar einn dal eða tuttugu dali fyrir það, hlustaðu bara á helvítis lagið. En ég get skilið af hverju aðrir gætu verið á móti því.“ „Viltu að fólk hlusti á helvítis tónlistina þína? Gefðu þeim tónlistina þína. Farðu síðan og spilaðu á tónleikum. Ef þau njóta tónlistarinnar þinnar munu þau fara á tónleika. Ég tel það vera svo einfalt og ég held að það hafi virkað þannig einu sinni. Þegar við vorum ungir og í mjög lélegum pönksveitum voru engir starfsmöguleikar en við elskuðum að spila og fólk elskaði að sjá okkur spila.“ Grohl segir jafnframt áhersluna á tækni hafa gert sambandið á milli áhorfenda og tónlistarmanna úrelt.
Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira