Þegar Tarzan hitti Presta-Jón Flækjusaga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2014 09:30 Ég man ekki hvaða Tarzan-bók það var og ég man ekki nákvæmlega hvað var að gerast, en ég man þó þetta: Tarzan var í einhverjum vandræðum úti á þurri sléttu, vondir menn í nánd, gott ef ekki arabískir þrælasalar, þeir voru oft vondu kallarnir í Tarzan-bókunum, en einmitt þegar þeir virtust vera að ná yfirhöndinni, þá birtist bjargvætturinn, fram á sviðið skeiðaði ríðandi maður og sópaði burt vondu þrælasölunum með lensu sinni, og þar var þá kominn brynjuklæddur evrópskur miðaldariddari, en slíkir menn áttu að vera útdauðir fyrir 600 árum, og eftir að hafa hrakið þrælasalana á flótta, steig hann þunglega af stríðshrossi sínu, tók af sér hjálminn svo við blasti göfugt en eilítið dapurlegt kolsvart andlit, og hann kynnti sig fyrir Tarzan á miðalda-ensku: „Presta-Jón heiti ég.“ Nú er það mála sannast að Tarzan-bækurnar eftir Edgar Rice Burroughs þóttu ekki endilega skrifaðar af djúpri þekkingu á sögusviðinu, sem oftast var Afríka. Sögur ganga um að prófarkalesarar hafi þurft að breyta tígrisdýrum í texta hans í ljón, svo hann yrði sér ekki til skammar. Og annað í þeim dúr. Argasta bull, Tarzan-bækurnar, allar með tölu! En þó var það svo að ýmsum sögulegum fróðleik kynntist ég fyrst í þessum forsmáða bókaflokki, og þótt sitthvað við matreiðslu Burroughs á þeim fróðleik hafi reynst heldur ónákvæmt, þá lifir rétturinn sjálfur í minningunni: Ég mun alltaf skoða söguna um hið kristna ríki Axum og arftaka þess í Eþíópíu í gegnum sjóngler Tarzans og hins einmanalega Presta-Jóns.TArzan konungur ApannaAxum meðal helstu stórvelda heims Axum-ríkið er kennt við samnefnda borg sem nú er að finna nyrst í Eþíópíu. Meðan eitt elsta og helsta menningarríki heims blómstraði tvö þúsund kílómetrum norðar í Egiftalandi bjuggu ýmsir ættbálkar og smáþjóðir í suðurhluta Súdans, Eþíópíu og Erítreu en ekki er vitað um mörg heilstæð ríki á svæðinu fyrr en Axum kom til sögunnar rétt í kringum upphaf tímatals okkar. Þá hafði aðkomufólk frá Jemen komið yfir Rauða hafið og blandast fólki sem fyrir var og úr varð þróttmikið ríki sem varð á fáeinum öldum í hópi hinna öflugustu á svæðinu. Sá merki spámaður Maní frá Mesópótamíu sagði á þriðju öld eftir Krist að fjögur helstu stórveldi heims væru Rómaveldi, Persía, Kína og Axum. Undirstaðan undir veldi Axum fólst í verslun milli Rómaveldis og Indlands, ríkið varð áfangastaður og umskipunarhöfn fyrir þá kaupahéðna sem önnuðust hana og á þriðju öld voru kóngarnir í Axum farnir að slá glæsilega gullpeninga til merkis um dýrð sína og ríkidæmi. Þá hafði gerst sá óvænti atburður að fjöldi Axum-búa var orðinn Gyðingatrúar, en eins og áður hefur verið nefnt í flækjusögum höfðu Gyðingar stundað heilmikið trúboð á Arabíuskaga eftir að þeir hröktust frá Palestínu í kjölfar uppreisna gegn Rómverjum á árunum 70-120 e.Kr. Gyðingar höfðu náð góðri fótfestu í nokkrum smáríkjum syðst á skaganum en einnig í Axum, þar sem Gyðingdómur blandaðist þeim fjölgyðistrúarbrögðum sem fyrir voru.Axum kemur við sögu við upphaf íslams Því miður skortir mjög ritaðar heimildir um sögu Axum-ríkis þessar aldirnar og bókmenntir áttu Axum-menn engar. Því vitum við harla fátt hvað var á seyði í ríkinu. Þar hafa áreiðanlega átt sér stað dramatískir atburðir sem jöfnuðust á við kviður Hómers og ævintýri sem átt hefðu heima í Þúsund og einni nótt og herforingjar hafa háð sín Gallastríð, en ekkert af þessu munum við nokkru sinni frétta úr því sem komið er. Við vitum þó eitt með vissu – að um árið 350 var kóngur í Axum sem hét Ezana og hann lét taka upp kristindóm í landi sínu. Tveir kristnir bræður frá Líbanon höfðu þá siglt með kaupmönnum suður með ströndum Rauða hafsins til Axum þar sem heimamenn reiddust skipverjum einhverra hluta vegna og drápu þá alla, nema bræðurna tvo. Þeir voru fluttir til höfuðborgarinnar þar sem kóngur og drottning keyptu þá á þrælamarkaði og gerðu þá að kennurum krónprinsins Ezana. Þeir kenndu prinsinum kristinfræði og þótt þeir fengju um síðir frelsi og annar bróðirinn héldi heimleiðis þá varð hinn eftir og varð fyrsti yfirmaður axumísku eða eþíópísku kirkjunnar. Frúmentíus hét hann og lærisveinn hans Ezana varð fyrsti kóngur heimsins sem lét slá mynt með tákni krossins. Hann virðist hafa verið snotrasti leiðtogi, að minnsta kosti voru einkunnarorð hans „Megi það gleðja fólkið“ en flestir kóngar og keisarar í þá daga hreyktu yfirleitt sjálfum sér af dýrð sinni og tign með slíkum einkunnarorðum.Ezana konungur AksumAxum lifði góðu lífi næstu aldirnar. Á sjöttu öld gerði þáverandi kóngur út herför til Jemen þar sem grimmur Gyðingakóngur ofsótti kristna menn og var hann hrakinn út í Rauða hafið og drukknaði, en frá því segir í flækjusögu 21. september í fyrra. Axum-menn sýndu annars ævinlega mikið umburðarlyndi þeim margbreytilegu trúarbrögðum sem þrifust í ríki þeirra og nágrannasveitarfélögunum. Í sögum um upphaf íslams á fyrri hluta sjöundu aldar kemur Axum oft við sögu. Nokkrir af hinum fyrstu fylgismönnum Múhameðs spámanns eru sagðir hafa þurft að flýja oftar en einu sinni til Axum undan ofsóknum í Mekka, og var þar vel tekið. Þegar múslimar hófu svo sína ótrúlegu útrás út af Arabíuskaga og lögðu á skömmum tíma undir sig öll Miðausturlönd og Norður-Afríku og fleiri landsvæði, þá létu þeir einhverra hluta vegna hjá líða að bregða sér yfir Rauða hafið og herja af einhverri alvöru á Axum. Þó var áreiðanlega ekki eftir minna að sækjast þar en á sumum þeim svæðum þangað sem múslimar sendu sína óvígu heri; skýringin á því að Axum var að mestu látið í friði liggur ekki á lausu. Þjóðsagan segir reyndar að Múhameð sjálfur hafi mælt fyrir um að Axum-menn yrðu látnir í friði í þakkarskyni við hjálpina fyrrum. Á hinn bóginn tók Axum að einangrast og missti tengsl við hinn kristna heim þar sem það lúrði bak við nýjar víðáttur íslams. Á tíundu öld, eða um sama leyti og söguöld stóð yfir á Íslandi, þá gerðist nokkuð stórmerkilegt í Eþíópíu. Axum-ríkið var að velli lagt og það var kona sem lagði það undir sig. Því miður er alltof lítið vitað um þá konu, kannski var hún Gyðingadrottning og hét Gúdit (en hvaðan kom hún?), kannski var hún heiðingi sunnan úr hæðunum sem hét Bani, en hvort heldur var – þá stóð hún yfir höfuðsvörðum hins forna ríkis Axum og ríkti við góðan orðstír í fjóra áratugi. Hún var víst mikill forkur, en af hverju hafði hún ekki vit á að láta skrifa sögu sína? Þá væri hún frægust kvenna á fyrri tímum, en nú vitum við sem sé ekki einu sinni hvað hún hét né hvaða trú hún aðhylltist. Svo hvarf þessi dularfulla drottning inn í móðu sögunnar og nýtt ríki reis í Eþíópíu í stað Axum, kristindómurinn hélt velli og ríkið varð nokkuð stöndugt og traust og var ekki ógnað af múslimum fremur en fyrirrennarinn, en var algjörlega einangrað, og tilvera Eþíópíu gleymd öllum kristnum mönnum í Evrópu.Sögur um Presta-Jón ganga ljósum logum Þangað til bréf barst til Evrópu seint á miðöldum, það var frá kristnum kóngi í einangruðu landi bak við hafsjó villutrúarmanna, hann leitaði hjálpar, vildi koma á tengslum við trúbræður sína og systur, þetta var nánast neyðaróp utan úr geimnum, og undirskriftin var Presta-Jón. Sjálfsagt var bréfið falsað, ugglaust var það ekki í rauninni frá einangruðum kóngi Eþíópíu, en með því kviknuðu aftur minningar um hið týnda kristna konungsríki, og sögurnar um Presta-Jón gengu ljósum logum um hinn vestræna heim og blönduðust sögum um týnda krossfara, síðustu verjendur kristindóms í hinni svörtu Afríku, og í Tarzan-bókunum var Presta-Jón sjálfur meira að segja orðinn svartur á hörund eftir einmana varðstöðu heillar halarófu af Presta-Jóni gegnum ótal aldir. Flækjusaga Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Ég man ekki hvaða Tarzan-bók það var og ég man ekki nákvæmlega hvað var að gerast, en ég man þó þetta: Tarzan var í einhverjum vandræðum úti á þurri sléttu, vondir menn í nánd, gott ef ekki arabískir þrælasalar, þeir voru oft vondu kallarnir í Tarzan-bókunum, en einmitt þegar þeir virtust vera að ná yfirhöndinni, þá birtist bjargvætturinn, fram á sviðið skeiðaði ríðandi maður og sópaði burt vondu þrælasölunum með lensu sinni, og þar var þá kominn brynjuklæddur evrópskur miðaldariddari, en slíkir menn áttu að vera útdauðir fyrir 600 árum, og eftir að hafa hrakið þrælasalana á flótta, steig hann þunglega af stríðshrossi sínu, tók af sér hjálminn svo við blasti göfugt en eilítið dapurlegt kolsvart andlit, og hann kynnti sig fyrir Tarzan á miðalda-ensku: „Presta-Jón heiti ég.“ Nú er það mála sannast að Tarzan-bækurnar eftir Edgar Rice Burroughs þóttu ekki endilega skrifaðar af djúpri þekkingu á sögusviðinu, sem oftast var Afríka. Sögur ganga um að prófarkalesarar hafi þurft að breyta tígrisdýrum í texta hans í ljón, svo hann yrði sér ekki til skammar. Og annað í þeim dúr. Argasta bull, Tarzan-bækurnar, allar með tölu! En þó var það svo að ýmsum sögulegum fróðleik kynntist ég fyrst í þessum forsmáða bókaflokki, og þótt sitthvað við matreiðslu Burroughs á þeim fróðleik hafi reynst heldur ónákvæmt, þá lifir rétturinn sjálfur í minningunni: Ég mun alltaf skoða söguna um hið kristna ríki Axum og arftaka þess í Eþíópíu í gegnum sjóngler Tarzans og hins einmanalega Presta-Jóns.TArzan konungur ApannaAxum meðal helstu stórvelda heims Axum-ríkið er kennt við samnefnda borg sem nú er að finna nyrst í Eþíópíu. Meðan eitt elsta og helsta menningarríki heims blómstraði tvö þúsund kílómetrum norðar í Egiftalandi bjuggu ýmsir ættbálkar og smáþjóðir í suðurhluta Súdans, Eþíópíu og Erítreu en ekki er vitað um mörg heilstæð ríki á svæðinu fyrr en Axum kom til sögunnar rétt í kringum upphaf tímatals okkar. Þá hafði aðkomufólk frá Jemen komið yfir Rauða hafið og blandast fólki sem fyrir var og úr varð þróttmikið ríki sem varð á fáeinum öldum í hópi hinna öflugustu á svæðinu. Sá merki spámaður Maní frá Mesópótamíu sagði á þriðju öld eftir Krist að fjögur helstu stórveldi heims væru Rómaveldi, Persía, Kína og Axum. Undirstaðan undir veldi Axum fólst í verslun milli Rómaveldis og Indlands, ríkið varð áfangastaður og umskipunarhöfn fyrir þá kaupahéðna sem önnuðust hana og á þriðju öld voru kóngarnir í Axum farnir að slá glæsilega gullpeninga til merkis um dýrð sína og ríkidæmi. Þá hafði gerst sá óvænti atburður að fjöldi Axum-búa var orðinn Gyðingatrúar, en eins og áður hefur verið nefnt í flækjusögum höfðu Gyðingar stundað heilmikið trúboð á Arabíuskaga eftir að þeir hröktust frá Palestínu í kjölfar uppreisna gegn Rómverjum á árunum 70-120 e.Kr. Gyðingar höfðu náð góðri fótfestu í nokkrum smáríkjum syðst á skaganum en einnig í Axum, þar sem Gyðingdómur blandaðist þeim fjölgyðistrúarbrögðum sem fyrir voru.Axum kemur við sögu við upphaf íslams Því miður skortir mjög ritaðar heimildir um sögu Axum-ríkis þessar aldirnar og bókmenntir áttu Axum-menn engar. Því vitum við harla fátt hvað var á seyði í ríkinu. Þar hafa áreiðanlega átt sér stað dramatískir atburðir sem jöfnuðust á við kviður Hómers og ævintýri sem átt hefðu heima í Þúsund og einni nótt og herforingjar hafa háð sín Gallastríð, en ekkert af þessu munum við nokkru sinni frétta úr því sem komið er. Við vitum þó eitt með vissu – að um árið 350 var kóngur í Axum sem hét Ezana og hann lét taka upp kristindóm í landi sínu. Tveir kristnir bræður frá Líbanon höfðu þá siglt með kaupmönnum suður með ströndum Rauða hafsins til Axum þar sem heimamenn reiddust skipverjum einhverra hluta vegna og drápu þá alla, nema bræðurna tvo. Þeir voru fluttir til höfuðborgarinnar þar sem kóngur og drottning keyptu þá á þrælamarkaði og gerðu þá að kennurum krónprinsins Ezana. Þeir kenndu prinsinum kristinfræði og þótt þeir fengju um síðir frelsi og annar bróðirinn héldi heimleiðis þá varð hinn eftir og varð fyrsti yfirmaður axumísku eða eþíópísku kirkjunnar. Frúmentíus hét hann og lærisveinn hans Ezana varð fyrsti kóngur heimsins sem lét slá mynt með tákni krossins. Hann virðist hafa verið snotrasti leiðtogi, að minnsta kosti voru einkunnarorð hans „Megi það gleðja fólkið“ en flestir kóngar og keisarar í þá daga hreyktu yfirleitt sjálfum sér af dýrð sinni og tign með slíkum einkunnarorðum.Ezana konungur AksumAxum lifði góðu lífi næstu aldirnar. Á sjöttu öld gerði þáverandi kóngur út herför til Jemen þar sem grimmur Gyðingakóngur ofsótti kristna menn og var hann hrakinn út í Rauða hafið og drukknaði, en frá því segir í flækjusögu 21. september í fyrra. Axum-menn sýndu annars ævinlega mikið umburðarlyndi þeim margbreytilegu trúarbrögðum sem þrifust í ríki þeirra og nágrannasveitarfélögunum. Í sögum um upphaf íslams á fyrri hluta sjöundu aldar kemur Axum oft við sögu. Nokkrir af hinum fyrstu fylgismönnum Múhameðs spámanns eru sagðir hafa þurft að flýja oftar en einu sinni til Axum undan ofsóknum í Mekka, og var þar vel tekið. Þegar múslimar hófu svo sína ótrúlegu útrás út af Arabíuskaga og lögðu á skömmum tíma undir sig öll Miðausturlönd og Norður-Afríku og fleiri landsvæði, þá létu þeir einhverra hluta vegna hjá líða að bregða sér yfir Rauða hafið og herja af einhverri alvöru á Axum. Þó var áreiðanlega ekki eftir minna að sækjast þar en á sumum þeim svæðum þangað sem múslimar sendu sína óvígu heri; skýringin á því að Axum var að mestu látið í friði liggur ekki á lausu. Þjóðsagan segir reyndar að Múhameð sjálfur hafi mælt fyrir um að Axum-menn yrðu látnir í friði í þakkarskyni við hjálpina fyrrum. Á hinn bóginn tók Axum að einangrast og missti tengsl við hinn kristna heim þar sem það lúrði bak við nýjar víðáttur íslams. Á tíundu öld, eða um sama leyti og söguöld stóð yfir á Íslandi, þá gerðist nokkuð stórmerkilegt í Eþíópíu. Axum-ríkið var að velli lagt og það var kona sem lagði það undir sig. Því miður er alltof lítið vitað um þá konu, kannski var hún Gyðingadrottning og hét Gúdit (en hvaðan kom hún?), kannski var hún heiðingi sunnan úr hæðunum sem hét Bani, en hvort heldur var – þá stóð hún yfir höfuðsvörðum hins forna ríkis Axum og ríkti við góðan orðstír í fjóra áratugi. Hún var víst mikill forkur, en af hverju hafði hún ekki vit á að láta skrifa sögu sína? Þá væri hún frægust kvenna á fyrri tímum, en nú vitum við sem sé ekki einu sinni hvað hún hét né hvaða trú hún aðhylltist. Svo hvarf þessi dularfulla drottning inn í móðu sögunnar og nýtt ríki reis í Eþíópíu í stað Axum, kristindómurinn hélt velli og ríkið varð nokkuð stöndugt og traust og var ekki ógnað af múslimum fremur en fyrirrennarinn, en var algjörlega einangrað, og tilvera Eþíópíu gleymd öllum kristnum mönnum í Evrópu.Sögur um Presta-Jón ganga ljósum logum Þangað til bréf barst til Evrópu seint á miðöldum, það var frá kristnum kóngi í einangruðu landi bak við hafsjó villutrúarmanna, hann leitaði hjálpar, vildi koma á tengslum við trúbræður sína og systur, þetta var nánast neyðaróp utan úr geimnum, og undirskriftin var Presta-Jón. Sjálfsagt var bréfið falsað, ugglaust var það ekki í rauninni frá einangruðum kóngi Eþíópíu, en með því kviknuðu aftur minningar um hið týnda kristna konungsríki, og sögurnar um Presta-Jón gengu ljósum logum um hinn vestræna heim og blönduðust sögum um týnda krossfara, síðustu verjendur kristindóms í hinni svörtu Afríku, og í Tarzan-bókunum var Presta-Jón sjálfur meira að segja orðinn svartur á hörund eftir einmana varðstöðu heillar halarófu af Presta-Jóni gegnum ótal aldir.
Flækjusaga Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira