Lífið

Ekki í hvítum buxum á túr

Steiney Skúladóttir
Steiney Skúladóttir
Lífið spurði Steineyju Skúladóttur 10 spurninga

1.Þegar ég var 10 ára fékk ég miða frá Binna bekkjarbróður mínum þar sem hann spurði hvort ég vildi byrja með sér. Ég krossaði við já. Daginn eftir fékk ég miða um að við værum búið spil og að hann væri byrjaður með Önnu bestu vinkonu minni!

2. En núna er ég næstum komin yfir þetta.

3. Ég mun eflaust aldrei skilja hvernig hann gat gert mér þetta.

4. Ég hef ekki sérstakan áhuga á fíkniefnum. Kids, don't do drugs!

5. Karlmenn eru flottir nema Binni, hann er hálfviti!

6. Ég hef lært að maður á alls ekki að vera í hvítum buxum þegar maður er á túr.

7. Ég fæ samviskubit þegar ég gleymi mikilvægum atburðum í lífi ástvina minna, eins og þegar ég gleymdi ellefu ára afmæli Brynjólfs, litli bróður míns. Hann verður sennilega aldrei aftur ellefu ára :(

8. Ég slekk á sjónvarpinu þegar ég mjá. Ég á ekki sjónvarp. Horfi bara á Sarpinn. Þá get ég líka horft aftur og aftur, spólað til baka og hoppað yfir atriði. Hæpið er snilld og Hraðfréttir maður! Og Landinn.

9. Um þessar mundir er ég mjög upptekin af Airwaves og því að vera kynnir á Skrekk. Sem rappetta í Reykjavíkurdætrum er ég að rappa utandagskrár á laugardag og á Húrra á sunnudag. Svo er ég líka að hugsa mjög mikið um hvernig ég get sigrað hjarta Binna aftur. Binni, ef þú ert að lesa þetta, viltu byrja með mér?

10. Ég vildi óska þess að fleiri vissu af Facebook og væru búnir að fara þar inn og like-a Þrjár basískar sem eru hluti af Reykjavíkurdætrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×