Hugarfarið breyttist á einni nóttu Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2014 10:00 Sæunn Ingibjörg visir/gunnar Þekkingarleitin mín óendanlega hefur síðustu árin alfarið beinst að hollustu og heilsufarslegri uppbyggingu og ég verð sífellt gagnteknari af kraftaverkum náttúrunnar. Stundum verð ég svo uppfull af innblæstri og eldmóði að mér finnst ég ekki vera í rónni fyrr en mér tekst að deila uppgötvunum mínum og nýfundinni þekkingu með sem flestum,“ segir Sæunn, sem opnaði nýverið heimasíðuna hugmyndiradhollustu.is. Þar deilir hún með lesendum sínum uppskriftum og ýmsum hugmyndum að hollari lífsstíl. Vefurinn hefur vakið góð viðbrögð, en hugmyndin að síðunni fæddist þegar fólk leitaði til Sæunnar í auknum mæli í von um góð ráð og aðstoð varðandi betri heilsu. „Ég hafði glímt við alvarlegt mígreni frá barnsæsku sem hamlaði mér mikið og þjáðist einnig af miklum stoðkerfisverkjum. Þegar ég breytti um mataræði varð allsherjarbylting á minni líðan. Mígrenið fór, stoðkerfisverkirnir löguðust og ég varð miklu hressari og glaðari manneskja.“ Það sem fylgdi svo í kjölfarið var aukinn áhugi og forvitni annarra á matnum sem ég borða og mér finnst ánægjulegt að fá tækifæri til að stuðla að bættum lífsgæðum fleiri. Einn stærsti drifkrafturinn í öllu því sem ég geri er sterk þörf fyrir að breyta heiminum og hjálpa sem flestu fólki að ganga í fyrirhafnarlaust samband við hollustu svo það geti beint kröftum sínum að verðugri verkefnum en að berjast við sjálft sig og matarsamviskubitið alla daga,“ útskýrir hún og segist oft velta því fyrir sér hvernig heimurinn væri ef enginn hefði áhyggjur af próteinhlutföllum, fitusýrum, chia-fræjum eða mittismælingum og hversu mikill sköpunarkraftur myndi losna úr læðingi. „Hollustan er nefnilega svo einföld og fyrirhafnarlaus þegar maður leyfir innsæinu að yfirgnæfa óminn frá skyndilausnaloforðum og niðursoðnum heilsurannsóknarfréttum, og þegar líkaminn er vel nærður eru talsvert meiri líkur á að heilsan sjái um sig sjálf,“ útskýrir hún.Sumarfrí var kveikjan Upphafið að netævintýri Sæunnar var sumarið 2014 þegar hún var í sumarfríi með fjölskyldunni og ákvað að birta myndir á Instagram af öllu sem hún borðaði í eina viku, vinum sínum til fróðleiks og innblásturs. „Áður en vikan var liðin var ég búin að opna Facebook-síðuna mína, Hugmyndir að hollustu, til að halda utan um uppskriftir sem þessu tengdust og áður en ég vissi af voru mörg þúsund manns farnir að fylgjast með. Ég fékk mikla hvatningu, hrós og fyrirspurnir og um ári eftir að ég byrjaði með Facebook-síðuna var ég reglulega farin að fá þakkir frá fólki fyrir að hafa hjálpað því að gera jákvæðar breytingar á mataræði sínu og heilsu – jafnvel þótt ég þekkti sumt þeirra ekki neitt. Sú vitneskja að þetta tómstundagaman mitt hefði raunveruleg áhrif á fólk varð mér svo hvatning til að setja uppskriftirnar saman á aðgengilegri hátt svo ég opnaði vefsíðuna í september síðastliðnum." Sæunn segist fylgjast með fjölmörgum heilsusnillingum á netinu og fá innblástur úr öllum áttum. „En sú aðferð sem ég nota einna mest við að þróa uppskriftir eða auka fjölbreytni í eldamennskunni, er að velja mér ákveðið hráefni og vinna með það. Þá les ég til dæmis fjölda greina um viðkomandi hráefni, skoða ógrynni uppskrifta þar sem það er í aðalhlutverki, fer svo inn í eldhús og læt andann koma yfir mig. Stundum vel ég hráefni sem lítur óvenjulega vel út í grænmetisborðinu úti í búð og stundum er þetta eitthvað sem ég hef lesið um eða séð girnilega uppskrift og ákveð að nördast dálítið með í kjölfarið."Hin fullkomna megrun „Frá því ég man eftir mér hef ég haft áhuga á því hvernig maturinn sem ég borða hefur áhrif á líkama minn og líðan. Ég átti auðvelt með að tengja saman hvernig það sem ég lét ofan í mig varð hluti af mér sjálfri og fannst það heillandi ferli. Ég hef tilhneigingu til að sökkva mér á kaf ofan í þekkingarleit þegar eitthvað vekur áhuga minn og ég hef varla litið upp úr næringartengdum fróðleik síðustu tvo áratugina!“ Hún segir þó upphaflega hvatann ekki mjög göfugan. „Fróðleiksþorstinn kviknaði í leit minni að hinni fullkomnu megrun. Ég var afskaplega upptekin af holdafarslegum markmiðum og mér var nokkuð sama hvað þau kostuðu mig fjárhagslega, líkamlega eða andlega. Ég las heilu doðrantana um hitaeiningar og misgáfulegar megrunaraðferðir en smám saman fór að renna upp fyrir mér ljós og ég áttaði mig á að hollusta ætti ekki endilega skylt við megrunarfæði,“ heldur hún áfram. Það var svo ekki fyrr en fyrir um þremur árum, þegar heilsufarsvandi hennar var orðinn verulega íþyngjandi, að hún ákvað að setja næringu og hollustu í fyrsta sæti. „Ég ákvað að gleyma öllu um bæði hitaeiningar og útlitsleg markmið. Nánast á einni nóttu breyttist hugarfarið og ég hætti að hafa nokkrar áhyggjur eða samviskubit yfir mataræðinu. Það skemmtilega er að síðan þá hef ég aldrei borðað eins mikið magn af næringarríkum mat með eins lítilli fyrirhöfn – og uppskeran er sífellt betri heilsa og aukinn kraftur. Þá er ótalin öll sú andlega orka sem ég á skyndilega aflögu til annarra verka en að hafa áhyggjur af súkkulaðinu sem ég borðaði í gær eða sentimetrunum sem ég ber utan á mér í dag.“Heilsudagurinn einfaldur Sæunn skipuleggur um þessar mundir Heilsudag hugmynda að hollustu og segir hann afskaplega einfaldan í framkvæmd. „Í haust tók ég eftir því að fjöldi fólks virtist hafa áhuga á safakúrum eða jafnvel föstum í þeim tilgangi að afeitra líkamann eða koma lífsstílnum á heilnæmari brautir. Ég velti því sjálf fyrir mér hvort ég ætti að fara á nokkurra daga safaföstu en ég var ekki tilbúin í það samhliða krefjandi verkefnum hversdagsins. Ég fór þá að velta fyrir mér hvort ekki væri hægt að setja saman prógramm sem þjónaði sama tilgangi en væri bæði heimatilbúið og án svengdar og gæti fyllt mig ótrúlegri orku og fjölbreyttri næringu sem gæfi tafarlaust aukinn kraft. Ég setti þá saman eins dags matseðil og ákvað að sjálfsögðu að deila honum einnig til áhugasamra." Heilsudagurinn samanstendur af fróðleik, innkaupalista, uppskriftum og leiðbeiningum sem Steinunn hefur tekið saman í handhægt skjal. Matarneysla Heilsudagsins samanstendur af fjórum næringarríkum, uppbyggjandi þeytingum og einu salati sem samanlagt uppfylla orkuþörf dagsins. „Enginn sérstök dagsetning er á deginum, fólk fer í gegnum hann þegar því hentar og eins oft og það vill og ég gef hugmyndir um hvernig megi aðlaga hann að einstaklingsbundnum þörfum. Einfaldleiki skiptir mig miklu máli svo uppistaða matseðilsins er auðfundin í grænmetis- og ávaxtadeildum matvöruverslana og ég nota engin fæðubótarefni eða aðrar viðbætur heldur einungis náttúrulegan og heilnæman mat, segir Sæunn, sem sjálf fór í gegnum Heilsudaginn þrisvar áður en hún fékk nokkur vel valin tilraunadýr til að sannreyna ágæti hans. „Við vorum öll sammála um að hann væri kærkomin orkuinnspýting og einfaldaði daginn til muna að hafa hverja máltíð tilbúna fyrirfram án mikillar fyrirhafnar. Í kjölfarið kallar líkaminn á meiri góða næringu og uppskriftirnar má að sjálfsögðu nota einar sér eftir hentisemi. Ég vona að Heilsudagurinn veiti bæði þekkingu og hvatningu til enn meiri hollustu dags daglega,“ segir Sæunn að lokum. Heilsa Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Þekkingarleitin mín óendanlega hefur síðustu árin alfarið beinst að hollustu og heilsufarslegri uppbyggingu og ég verð sífellt gagnteknari af kraftaverkum náttúrunnar. Stundum verð ég svo uppfull af innblæstri og eldmóði að mér finnst ég ekki vera í rónni fyrr en mér tekst að deila uppgötvunum mínum og nýfundinni þekkingu með sem flestum,“ segir Sæunn, sem opnaði nýverið heimasíðuna hugmyndiradhollustu.is. Þar deilir hún með lesendum sínum uppskriftum og ýmsum hugmyndum að hollari lífsstíl. Vefurinn hefur vakið góð viðbrögð, en hugmyndin að síðunni fæddist þegar fólk leitaði til Sæunnar í auknum mæli í von um góð ráð og aðstoð varðandi betri heilsu. „Ég hafði glímt við alvarlegt mígreni frá barnsæsku sem hamlaði mér mikið og þjáðist einnig af miklum stoðkerfisverkjum. Þegar ég breytti um mataræði varð allsherjarbylting á minni líðan. Mígrenið fór, stoðkerfisverkirnir löguðust og ég varð miklu hressari og glaðari manneskja.“ Það sem fylgdi svo í kjölfarið var aukinn áhugi og forvitni annarra á matnum sem ég borða og mér finnst ánægjulegt að fá tækifæri til að stuðla að bættum lífsgæðum fleiri. Einn stærsti drifkrafturinn í öllu því sem ég geri er sterk þörf fyrir að breyta heiminum og hjálpa sem flestu fólki að ganga í fyrirhafnarlaust samband við hollustu svo það geti beint kröftum sínum að verðugri verkefnum en að berjast við sjálft sig og matarsamviskubitið alla daga,“ útskýrir hún og segist oft velta því fyrir sér hvernig heimurinn væri ef enginn hefði áhyggjur af próteinhlutföllum, fitusýrum, chia-fræjum eða mittismælingum og hversu mikill sköpunarkraftur myndi losna úr læðingi. „Hollustan er nefnilega svo einföld og fyrirhafnarlaus þegar maður leyfir innsæinu að yfirgnæfa óminn frá skyndilausnaloforðum og niðursoðnum heilsurannsóknarfréttum, og þegar líkaminn er vel nærður eru talsvert meiri líkur á að heilsan sjái um sig sjálf,“ útskýrir hún.Sumarfrí var kveikjan Upphafið að netævintýri Sæunnar var sumarið 2014 þegar hún var í sumarfríi með fjölskyldunni og ákvað að birta myndir á Instagram af öllu sem hún borðaði í eina viku, vinum sínum til fróðleiks og innblásturs. „Áður en vikan var liðin var ég búin að opna Facebook-síðuna mína, Hugmyndir að hollustu, til að halda utan um uppskriftir sem þessu tengdust og áður en ég vissi af voru mörg þúsund manns farnir að fylgjast með. Ég fékk mikla hvatningu, hrós og fyrirspurnir og um ári eftir að ég byrjaði með Facebook-síðuna var ég reglulega farin að fá þakkir frá fólki fyrir að hafa hjálpað því að gera jákvæðar breytingar á mataræði sínu og heilsu – jafnvel þótt ég þekkti sumt þeirra ekki neitt. Sú vitneskja að þetta tómstundagaman mitt hefði raunveruleg áhrif á fólk varð mér svo hvatning til að setja uppskriftirnar saman á aðgengilegri hátt svo ég opnaði vefsíðuna í september síðastliðnum." Sæunn segist fylgjast með fjölmörgum heilsusnillingum á netinu og fá innblástur úr öllum áttum. „En sú aðferð sem ég nota einna mest við að þróa uppskriftir eða auka fjölbreytni í eldamennskunni, er að velja mér ákveðið hráefni og vinna með það. Þá les ég til dæmis fjölda greina um viðkomandi hráefni, skoða ógrynni uppskrifta þar sem það er í aðalhlutverki, fer svo inn í eldhús og læt andann koma yfir mig. Stundum vel ég hráefni sem lítur óvenjulega vel út í grænmetisborðinu úti í búð og stundum er þetta eitthvað sem ég hef lesið um eða séð girnilega uppskrift og ákveð að nördast dálítið með í kjölfarið."Hin fullkomna megrun „Frá því ég man eftir mér hef ég haft áhuga á því hvernig maturinn sem ég borða hefur áhrif á líkama minn og líðan. Ég átti auðvelt með að tengja saman hvernig það sem ég lét ofan í mig varð hluti af mér sjálfri og fannst það heillandi ferli. Ég hef tilhneigingu til að sökkva mér á kaf ofan í þekkingarleit þegar eitthvað vekur áhuga minn og ég hef varla litið upp úr næringartengdum fróðleik síðustu tvo áratugina!“ Hún segir þó upphaflega hvatann ekki mjög göfugan. „Fróðleiksþorstinn kviknaði í leit minni að hinni fullkomnu megrun. Ég var afskaplega upptekin af holdafarslegum markmiðum og mér var nokkuð sama hvað þau kostuðu mig fjárhagslega, líkamlega eða andlega. Ég las heilu doðrantana um hitaeiningar og misgáfulegar megrunaraðferðir en smám saman fór að renna upp fyrir mér ljós og ég áttaði mig á að hollusta ætti ekki endilega skylt við megrunarfæði,“ heldur hún áfram. Það var svo ekki fyrr en fyrir um þremur árum, þegar heilsufarsvandi hennar var orðinn verulega íþyngjandi, að hún ákvað að setja næringu og hollustu í fyrsta sæti. „Ég ákvað að gleyma öllu um bæði hitaeiningar og útlitsleg markmið. Nánast á einni nóttu breyttist hugarfarið og ég hætti að hafa nokkrar áhyggjur eða samviskubit yfir mataræðinu. Það skemmtilega er að síðan þá hef ég aldrei borðað eins mikið magn af næringarríkum mat með eins lítilli fyrirhöfn – og uppskeran er sífellt betri heilsa og aukinn kraftur. Þá er ótalin öll sú andlega orka sem ég á skyndilega aflögu til annarra verka en að hafa áhyggjur af súkkulaðinu sem ég borðaði í gær eða sentimetrunum sem ég ber utan á mér í dag.“Heilsudagurinn einfaldur Sæunn skipuleggur um þessar mundir Heilsudag hugmynda að hollustu og segir hann afskaplega einfaldan í framkvæmd. „Í haust tók ég eftir því að fjöldi fólks virtist hafa áhuga á safakúrum eða jafnvel föstum í þeim tilgangi að afeitra líkamann eða koma lífsstílnum á heilnæmari brautir. Ég velti því sjálf fyrir mér hvort ég ætti að fara á nokkurra daga safaföstu en ég var ekki tilbúin í það samhliða krefjandi verkefnum hversdagsins. Ég fór þá að velta fyrir mér hvort ekki væri hægt að setja saman prógramm sem þjónaði sama tilgangi en væri bæði heimatilbúið og án svengdar og gæti fyllt mig ótrúlegri orku og fjölbreyttri næringu sem gæfi tafarlaust aukinn kraft. Ég setti þá saman eins dags matseðil og ákvað að sjálfsögðu að deila honum einnig til áhugasamra." Heilsudagurinn samanstendur af fróðleik, innkaupalista, uppskriftum og leiðbeiningum sem Steinunn hefur tekið saman í handhægt skjal. Matarneysla Heilsudagsins samanstendur af fjórum næringarríkum, uppbyggjandi þeytingum og einu salati sem samanlagt uppfylla orkuþörf dagsins. „Enginn sérstök dagsetning er á deginum, fólk fer í gegnum hann þegar því hentar og eins oft og það vill og ég gef hugmyndir um hvernig megi aðlaga hann að einstaklingsbundnum þörfum. Einfaldleiki skiptir mig miklu máli svo uppistaða matseðilsins er auðfundin í grænmetis- og ávaxtadeildum matvöruverslana og ég nota engin fæðubótarefni eða aðrar viðbætur heldur einungis náttúrulegan og heilnæman mat, segir Sæunn, sem sjálf fór í gegnum Heilsudaginn þrisvar áður en hún fékk nokkur vel valin tilraunadýr til að sannreyna ágæti hans. „Við vorum öll sammála um að hann væri kærkomin orkuinnspýting og einfaldaði daginn til muna að hafa hverja máltíð tilbúna fyrirfram án mikillar fyrirhafnar. Í kjölfarið kallar líkaminn á meiri góða næringu og uppskriftirnar má að sjálfsögðu nota einar sér eftir hentisemi. Ég vona að Heilsudagurinn veiti bæði þekkingu og hvatningu til enn meiri hollustu dags daglega,“ segir Sæunn að lokum.
Heilsa Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira