Íslenski boltinn

Stjörnumenn treysta á ungu strákana

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rólegur Rúnar Páll flýtir sér hægt í leikmannamálum.
Rólegur Rúnar Páll flýtir sér hægt í leikmannamálum. Fréttablaðið/stefán
Það verður ekki sagt að Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafi miklar áhyggjur af leikmannamálum sínum fyrir næstu leiktíð, en þeir hafa ekki bætt við sig neinum leikmanni og varla verið orðaðir við neinn.

„Enn sem komið er þá erum við bara slakir á leikmannamarkaðnum. Við erum með góðan hóp og öfluga unga stráka sem eru að koma upp,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Fréttablaðið í gær.

Stjörnuliðið þarf hvað helst að styrkja framlínuna, en danski framherjinn Rolf Toft ætlar að reyna fyrir sér hjá stærri liðum á Norðurlöndum. Jeppe Hansen hefur þó verið orðaður við endurkomu í Garðabæinn.

„Þetta eru frábærir leikmenn sem spiluðu vel fyrir okkur og ég hefði ekkert á móti því að fá þá. Jeppe er samt með samning úti þannig hann verður líklega bara að virða hann,“ sagði Rúnar Páll. „Við erum sáttir með hópinn okkar og flestir leikmannanna verða áfram fyrir utan Danina kannski.“

Leikmenn á borð við Brynjar Gauta Guðjónsson og Þórarin Inga Valdimarsson hafa verið orðaðir við Garðabæjarliðið en Rúnar gefur ekkert upp. „Það eru góðir leikmenn, en við erum ekki búnir að tala við þá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×