Fullir og réttindalausir Pawel Bartoszek skrifar 25. október 2014 07:00 Í vikunni bárust fréttir af því að hópi ungra manna hefði verið vikið úr Verzlunarskóla Íslands vegna áfengisneyslu í húsakynnum skólans. Enn sem komið er er ekki fullkomlega ljóst hvort ákvörðunin sé endanleg. Ein ummæli skólastjórans mátti skilja sem svo að viðkomandi mættu koma á skrifstofu hans með skottið á milli lappanna og skýra mál sitt. Það er auðvitað góður kostur að biðjast afsökunar og lofa betrun. Bæði er það vænlegast til árangurs og líka er það líka bara það sem maður á að gera þegar maður gerir mistök. En í ljósi þess að ungt fólk þekkir stundum ekki rétt sinn er mikilvægt að árétta eitt: Ef skólinn gefur nemendunum ekki færi á að bæta sitt ráð þá er hann á hálum ís. Menn fyrirgera sér ekki réttindum sínum við það að gera heimskulega hluti. Um starfsemi framhaldsskóla gilda lög. Í þeim lögum segir meðal annars að skólar eigi að setja sér skólareglur og að í þeim skólareglum eigi að fjalla um meðferð ágreiningsmála og viðurlög við brotum. Í lögunum segir líka að þegar kemur að brottvísunum úr skóla eigi að fylgja ákvæðum stjórnsýslulaga um málsmeðferð. Það skiptir strax máli því það þýðir að skólayfirvöld verða að rannsaka málið fyrir hvern og einn af þessum 16 einstaklingum, veita þeim andmælarétt, leiðbeina þeim um allar mögulegar kæruleiðir og umfram allt að gæta meðalhófs.Veita þarf áminningu Grípum aðeins niður í skólareglur Verzlunarskóla Íslands. Í kaflanum „Vímuefni“ segir: „Stranglega er bannað að hafa um hönd áfengi og önnur vímuefni eða vera undir áhrifum þeirra í húsnæði skólans og á lóð hans.“ Miðað við fréttirnar virðist því sem einhverjir nemendur hafi brotið þessar reglur. Í skólareglunum segir einnig: „Brjóti nemandi skólareglur er honum veitt skrifleg viðvörun áður en til áminningar kemur nema brotið sé þess eðlis að því verði ekki við komið, svo sem brot á almennum hegningarlögum. Fái nemandi áminningu skal hún vera skrifleg þar sem fram kemur: tilefni áminningar og þau viðbrögð sem fylgja í kjölfarið brjóti nemandi aftur af sér […].“ Samkvæmt eigin reglum skólans verður því almennt að gefa viðvörun og áminningu áður en fólk er rekið úr skóla. Nefnd er ein undantekning, brot á almennum hegningarlögum. En neysla áfengis er ekki brot á lögum, hegningarlögum eða öðrum. Það er áfengisneysla fólks undir áfengiskaupaaldri heldur ekki. Áfengislög banna einungis að fólki undir tvítugu sé afhent áfengi. En það er ekki hægt að setja nítján ára konu í fangelsi fyrir að drekka sig fulla heima hjá sér. Hún sjálf brýtur engin lög. Kannski heldur fólk að með orðunum „svo sem“ í „svo sem brot á almennum hegningarlögum“ sé skólinn búinn að tryggja sig til að mega gera hvað sem er. Það er auðvitað ekki þannig. Undantekningar sem þessar verður að túlka mjög þröngt. Og raunar heimilar undantekningin aðeins það að viðvörun sé sleppt, ekki áminningunni. Vilji menn hafa það öðruvísi verður að segja það.Óskýr refsiákvæði Ef skólayfirvöld vilja hafa það þannig að neysla áfengis í skólanum leiði til brottvísunar án viðvörunar og áminningar þá verða þau að segja það einhvers staðar. En þau gera það ekki. Aftast í skólareglunum segir þó raunar: „Viðurlög við broti á skólareglum geta verið eftirfarandi, eftir því hve skólayfirvöld telja brotið alvarlegt: Viðvörun kennara eða umsjónarkennara, áminning skólastjóra, brottrekstur, tímabundinn eða endanlegur.“ Aftur gæti einhver haldið að skólayfirvöld hafi gulltryggt sig með því að setja saman nógu opið ákvæði. En því fer fjarri. Svona óskýr refsiákvæði ganga ekki. Hvernig eiga nemendur að vita hvort skólayfirvöld telja hitt eða þetta brot á skólareglum alvarlegt? Í skólareglunum er líka stranglega bannað á reykja á skólalóð. Gætu reykingar á bílastæði leitt til tafarlausrar brottvísunar úr skóla? Nei, bæði stjórnarskráin og Mannréttindasáttmáli Evrópu tryggja það að ef við ætlum að banna og refsa þá verður að vera alveg skýrt hvað sé bannað og hver refsingin getur orðið. Það má að sjálfsögðu skilja það að fólk vilji að virðing sé borin fyrir skólum og reglum þeirra. En sú harka sem skólinn virðist geta hugsað sér að sýna virkar samt ekki ýkja mannúðleg. Ef frá henni verður ekki hvikað þá er skólinn á gráu svæði. Menn missa ekki réttinn til réttlátrar málsmeðferðar við það að detta í það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Í vikunni bárust fréttir af því að hópi ungra manna hefði verið vikið úr Verzlunarskóla Íslands vegna áfengisneyslu í húsakynnum skólans. Enn sem komið er er ekki fullkomlega ljóst hvort ákvörðunin sé endanleg. Ein ummæli skólastjórans mátti skilja sem svo að viðkomandi mættu koma á skrifstofu hans með skottið á milli lappanna og skýra mál sitt. Það er auðvitað góður kostur að biðjast afsökunar og lofa betrun. Bæði er það vænlegast til árangurs og líka er það líka bara það sem maður á að gera þegar maður gerir mistök. En í ljósi þess að ungt fólk þekkir stundum ekki rétt sinn er mikilvægt að árétta eitt: Ef skólinn gefur nemendunum ekki færi á að bæta sitt ráð þá er hann á hálum ís. Menn fyrirgera sér ekki réttindum sínum við það að gera heimskulega hluti. Um starfsemi framhaldsskóla gilda lög. Í þeim lögum segir meðal annars að skólar eigi að setja sér skólareglur og að í þeim skólareglum eigi að fjalla um meðferð ágreiningsmála og viðurlög við brotum. Í lögunum segir líka að þegar kemur að brottvísunum úr skóla eigi að fylgja ákvæðum stjórnsýslulaga um málsmeðferð. Það skiptir strax máli því það þýðir að skólayfirvöld verða að rannsaka málið fyrir hvern og einn af þessum 16 einstaklingum, veita þeim andmælarétt, leiðbeina þeim um allar mögulegar kæruleiðir og umfram allt að gæta meðalhófs.Veita þarf áminningu Grípum aðeins niður í skólareglur Verzlunarskóla Íslands. Í kaflanum „Vímuefni“ segir: „Stranglega er bannað að hafa um hönd áfengi og önnur vímuefni eða vera undir áhrifum þeirra í húsnæði skólans og á lóð hans.“ Miðað við fréttirnar virðist því sem einhverjir nemendur hafi brotið þessar reglur. Í skólareglunum segir einnig: „Brjóti nemandi skólareglur er honum veitt skrifleg viðvörun áður en til áminningar kemur nema brotið sé þess eðlis að því verði ekki við komið, svo sem brot á almennum hegningarlögum. Fái nemandi áminningu skal hún vera skrifleg þar sem fram kemur: tilefni áminningar og þau viðbrögð sem fylgja í kjölfarið brjóti nemandi aftur af sér […].“ Samkvæmt eigin reglum skólans verður því almennt að gefa viðvörun og áminningu áður en fólk er rekið úr skóla. Nefnd er ein undantekning, brot á almennum hegningarlögum. En neysla áfengis er ekki brot á lögum, hegningarlögum eða öðrum. Það er áfengisneysla fólks undir áfengiskaupaaldri heldur ekki. Áfengislög banna einungis að fólki undir tvítugu sé afhent áfengi. En það er ekki hægt að setja nítján ára konu í fangelsi fyrir að drekka sig fulla heima hjá sér. Hún sjálf brýtur engin lög. Kannski heldur fólk að með orðunum „svo sem“ í „svo sem brot á almennum hegningarlögum“ sé skólinn búinn að tryggja sig til að mega gera hvað sem er. Það er auðvitað ekki þannig. Undantekningar sem þessar verður að túlka mjög þröngt. Og raunar heimilar undantekningin aðeins það að viðvörun sé sleppt, ekki áminningunni. Vilji menn hafa það öðruvísi verður að segja það.Óskýr refsiákvæði Ef skólayfirvöld vilja hafa það þannig að neysla áfengis í skólanum leiði til brottvísunar án viðvörunar og áminningar þá verða þau að segja það einhvers staðar. En þau gera það ekki. Aftast í skólareglunum segir þó raunar: „Viðurlög við broti á skólareglum geta verið eftirfarandi, eftir því hve skólayfirvöld telja brotið alvarlegt: Viðvörun kennara eða umsjónarkennara, áminning skólastjóra, brottrekstur, tímabundinn eða endanlegur.“ Aftur gæti einhver haldið að skólayfirvöld hafi gulltryggt sig með því að setja saman nógu opið ákvæði. En því fer fjarri. Svona óskýr refsiákvæði ganga ekki. Hvernig eiga nemendur að vita hvort skólayfirvöld telja hitt eða þetta brot á skólareglum alvarlegt? Í skólareglunum er líka stranglega bannað á reykja á skólalóð. Gætu reykingar á bílastæði leitt til tafarlausrar brottvísunar úr skóla? Nei, bæði stjórnarskráin og Mannréttindasáttmáli Evrópu tryggja það að ef við ætlum að banna og refsa þá verður að vera alveg skýrt hvað sé bannað og hver refsingin getur orðið. Það má að sjálfsögðu skilja það að fólk vilji að virðing sé borin fyrir skólum og reglum þeirra. En sú harka sem skólinn virðist geta hugsað sér að sýna virkar samt ekki ýkja mannúðleg. Ef frá henni verður ekki hvikað þá er skólinn á gráu svæði. Menn missa ekki réttinn til réttlátrar málsmeðferðar við það að detta í það.