Íslenski boltinn

Finnur Orri rétt missir af leikjameti Arnars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Grétarsson í leik með Breiðabliki í bikaúrslitaleiknum 2009.
Arnar Grétarsson í leik með Breiðabliki í bikaúrslitaleiknum 2009. Vísir/Daníel
Finnur Orri Margeirsson hefur ákveðið að yfirgefa Breiðablik en eftir nýlokið tímabil í Pepsi-deildinni í fótbolta var hann aðeins þremur leikjum frá því að jafna félagsmet Blika yfir flesta leiki í efstu deild.

Leikjametið á einmitt Arnar Grétarsson, nýráðinn þjálfari Blika í Pepsi-deild karla. Arnar þarf reyndar að hafa „áhyggjur“ af öðrum leikmanni því Olgeir Sigurgeirsson vantar bara tólf leiki til að jafna metið.

Arnar Grétarsson lék 143 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik í tveimur skömmtun, fyrst 83 leiki á árunum 1991 til 1996 og svo 60 síðustu deildarleiki sína á ferlinum frá 2006 til 2009 eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku.

Finnur Orri hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 140 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik frá því að hann lék sinn fyrsta leik sumarið 2008. Finnur Orri lék sinn fyrsta leik á móti Keflavík 30. júní 2008 og hefur síðan aðeins misst af 6 af síðustu 146 leikjum Blika í úrvalsdeildinni.

Flestir úrvalsdeildarleikir fyrir Breiðablik:

Arnar Grétarsson 143

Finnur Orri Margeirsson 140

Vignir Baldursson 133

Olgeir Sigurgeirsson 131

Kristján Jónsson 118

Sigurjón Kristjánsson 112




Fleiri fréttir

Sjá meira


×