Má setja hvað sem er á kynfærin? Sigga Dögg skrifar 18. október 2014 13:00 Vísir/getty Spurning: Ég er með spurningu um sleipiefni, af hverju má ekki nota bara hvað sem er sem maður finnur sem sleipiefni? Ég spyr því ég hef heyrt þig segja að það sé best að kaupa sleipiefni en það er alveg margt sem er til sem er hægt að nota og því er ég bara forvitinn því auðvitað vill maður heldur ekki skemma eitthvað. Svar: Þetta er frábær spurning, kærar þakkir fyrir að vekja máls á þessu máli. Það er vissulega hægt að nota ýmislegt til að smyrja kynfærin. Það sem er til á flestum heimilum eru olíur og ýmis feiti eða smyrsl eins og vaselín. Málið með þessi efni sem ég nefndi er að þau geta skemmt smokkinn og geta verkað illa með kynlífstækjum. Því er ég hrifnari af því að tala bara um keypt sleipiefni sem má nota með bæði smokk og kynlífstæki. Sleipiefni eru samt eins misjöfn og þau eru mörg og því getur maður þurft að prófa nokkrar tegundir til að finna hvað hentar manni. Sum ónáttúruleg efni (sápur og krem með ilmefnum) geta valdið kynfærum ertingu en einnig sum matvæli eins og þau sem innihalda sykur (hunang og síróp). Þá eru önnur sem geta valdið töluverðum sviða eins og sinnep, engifer og wasabi. Þegar ísskápurinn er opnaður er betra að fara varlega ef verið er að leita að einhverjum til að smyrja kynfærin. Eins og greyið maðurinn sem setti smjörstykki í örbylgjuna til að mýkja það og stakk sér svo á kaf í „kósístund“. Veistu hvernig örbylgjuofnar hita mat? Útfrá kjarnanum. Bráðið smjör getur innihaldið mjög heitan kjarna. Ái! Munnvatn er heldur ekki gott sleipiefni því það þornar fljótt. Þá er ég hrifin af lífrænum sleipiefnum sem innihalda ekki rotvarnarefni eða aukaefni eins og ilmefni. Þetta er því eitthvað sem maður þarf bara að prófa sig áfram með. Sleipiefni geta gert sjálfsfróun og kynlíf með annarri manneskju einkar ánægjuleg og er þetta ekki spurning um að þurfa smurningu, heldur bara að njóta hennar. Mundu bara að fá samþykki frá bólfélaganum áður en kynfæri eru smurð og að passa að smurningin skemmi ekki smokkinn eða kynlífsgræjuna. Heilsa Tengdar fréttir Píkuskrímslin Misjöfn viðbrögð unglinga við kynfræðslu. 11. október 2014 14:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Spurning: Ég er með spurningu um sleipiefni, af hverju má ekki nota bara hvað sem er sem maður finnur sem sleipiefni? Ég spyr því ég hef heyrt þig segja að það sé best að kaupa sleipiefni en það er alveg margt sem er til sem er hægt að nota og því er ég bara forvitinn því auðvitað vill maður heldur ekki skemma eitthvað. Svar: Þetta er frábær spurning, kærar þakkir fyrir að vekja máls á þessu máli. Það er vissulega hægt að nota ýmislegt til að smyrja kynfærin. Það sem er til á flestum heimilum eru olíur og ýmis feiti eða smyrsl eins og vaselín. Málið með þessi efni sem ég nefndi er að þau geta skemmt smokkinn og geta verkað illa með kynlífstækjum. Því er ég hrifnari af því að tala bara um keypt sleipiefni sem má nota með bæði smokk og kynlífstæki. Sleipiefni eru samt eins misjöfn og þau eru mörg og því getur maður þurft að prófa nokkrar tegundir til að finna hvað hentar manni. Sum ónáttúruleg efni (sápur og krem með ilmefnum) geta valdið kynfærum ertingu en einnig sum matvæli eins og þau sem innihalda sykur (hunang og síróp). Þá eru önnur sem geta valdið töluverðum sviða eins og sinnep, engifer og wasabi. Þegar ísskápurinn er opnaður er betra að fara varlega ef verið er að leita að einhverjum til að smyrja kynfærin. Eins og greyið maðurinn sem setti smjörstykki í örbylgjuna til að mýkja það og stakk sér svo á kaf í „kósístund“. Veistu hvernig örbylgjuofnar hita mat? Útfrá kjarnanum. Bráðið smjör getur innihaldið mjög heitan kjarna. Ái! Munnvatn er heldur ekki gott sleipiefni því það þornar fljótt. Þá er ég hrifin af lífrænum sleipiefnum sem innihalda ekki rotvarnarefni eða aukaefni eins og ilmefni. Þetta er því eitthvað sem maður þarf bara að prófa sig áfram með. Sleipiefni geta gert sjálfsfróun og kynlíf með annarri manneskju einkar ánægjuleg og er þetta ekki spurning um að þurfa smurningu, heldur bara að njóta hennar. Mundu bara að fá samþykki frá bólfélaganum áður en kynfæri eru smurð og að passa að smurningin skemmi ekki smokkinn eða kynlífsgræjuna.
Heilsa Tengdar fréttir Píkuskrímslin Misjöfn viðbrögð unglinga við kynfræðslu. 11. október 2014 14:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira