Bræður spila saman á Airwaves Þórður Ingi Jónsson skrifar 16. október 2014 12:30 Unnar segir þá bræður vera hreinskilnari en gengur og gerist. Fréttablaðið/Daníel „Bræður geta verið hreinskilnari hver við annan,“ segir tónlistarmaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant. Hann kemur fram á Iceland Airwaves-hátíðinni ásamt tveimur bræðrum sínum, þeim Guðmundi Óskari og Ólafi Rúnari. Fjórði bróðirinn, Einar, verður ekki með í þetta sinn því hann er staddur í Vestmannaeyjum þar sem bræðurnir ólust upp. Júníus sló í gegn í sumar með laginu Color Decay en Unnar segir tónlistina vera sér í blóð borna . „Það spila allir á hljóðfæri í fjölskyldunni. Mamma og pabbi eru líka tónlistarfólk þannig að það er enginn skilinn eftir.“ En mun hann einhvern tímann fá mömmu og pabba til að troða upp með sér? „Við gætum endurflutt eitthvað eftir Mamas & the Papas, eða The Manson Family,“ segir hann og hlær. Að sögn Unnars munu æfingar með bræðrunum tveimur hefjast fyrir alvöru í vikunni. Í hljómsveitinni eru einnig þeir Kristófer Rodriguez Svönuson og Árni Magnússon. Guðmundur spilar á gítar og hljóðgervla en Ólafur spilar á píanó og hljóðgervla. Júníus Meyvant treður upp alls sex sinnum á Airwaves, fjórum sinnum með hljómsveitinni en tvisvar verður Unnar einn á báti, bæði „on“ og „off-venue“. Unnar vinnur nú að fyrstu plötu sinni sem kemur út á næsta ári. „Þið munuð heyra einhver lög fyrir jól og í kringum Airwaves. Síðan kemur út plata í framhaldi af því,“ segir Unnar, sem er þegar búinn að semja allt efnið á plötunni. Airwaves Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
„Bræður geta verið hreinskilnari hver við annan,“ segir tónlistarmaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant. Hann kemur fram á Iceland Airwaves-hátíðinni ásamt tveimur bræðrum sínum, þeim Guðmundi Óskari og Ólafi Rúnari. Fjórði bróðirinn, Einar, verður ekki með í þetta sinn því hann er staddur í Vestmannaeyjum þar sem bræðurnir ólust upp. Júníus sló í gegn í sumar með laginu Color Decay en Unnar segir tónlistina vera sér í blóð borna . „Það spila allir á hljóðfæri í fjölskyldunni. Mamma og pabbi eru líka tónlistarfólk þannig að það er enginn skilinn eftir.“ En mun hann einhvern tímann fá mömmu og pabba til að troða upp með sér? „Við gætum endurflutt eitthvað eftir Mamas & the Papas, eða The Manson Family,“ segir hann og hlær. Að sögn Unnars munu æfingar með bræðrunum tveimur hefjast fyrir alvöru í vikunni. Í hljómsveitinni eru einnig þeir Kristófer Rodriguez Svönuson og Árni Magnússon. Guðmundur spilar á gítar og hljóðgervla en Ólafur spilar á píanó og hljóðgervla. Júníus Meyvant treður upp alls sex sinnum á Airwaves, fjórum sinnum með hljómsveitinni en tvisvar verður Unnar einn á báti, bæði „on“ og „off-venue“. Unnar vinnur nú að fyrstu plötu sinni sem kemur út á næsta ári. „Þið munuð heyra einhver lög fyrir jól og í kringum Airwaves. Síðan kemur út plata í framhaldi af því,“ segir Unnar, sem er þegar búinn að semja allt efnið á plötunni.
Airwaves Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira