Dreymir um fimleikahús í Breiðholtið 14. október 2014 17:30 Sigríður Ósk og aðstoðarþjálfarinn Katrín Róbertsdóttir með hressum fimleikakrökkum í ÍR. Mynd/Stefán Íþróttafélag Reykjavíkur, ÍR, kennir nú fimleika að nýju en ekki hafa verið æfðir fimleikar hjá félaginu í þrjátíu ár. Byrjað er nánast á núlli og er nú safnað fyrir tækjum og tólum sem þarf til að halda úti öflugu starfi í Breiðholt. Þegar ÍR var stofnað árið 1907 var það einkum gert á grunni fimleika. Fyrstu tuttugu árin settu fimleikarnir mikinn svip á félagið. Með tímanum dalaði starfið og nú eru 31 ár síðan fimleikar voru síðast æfðir hjá félaginu. En nú í haust varð breyting þar á þegar byrjað var að kenna fimleika á yngsta stigi. Þar fer fremstur í flokki þjálfarinn, Sigríður Ósk Fanndal.Vantar fleiri tæki Stærsta verkefni nýrrar fimleikadeildar er að safna fyrir öllum þeim tækjum og tólum sem þarf til að halda úti öflugu starfi. Mynd/StefánSafna fyrir loftdýnu „Þegar ÍR ákvað að endurvekja fimleikana var komið að máli við mig og ég hef því verið með í skipulagningunni frá upphafi,“ segir Sigríður sem er menntaður íþróttafræðingur, íþrótta- og grunnskólakennari og að klára sálfræðigráðu. Hún hefur áralanga reynslu af að þjálfa almenning og afreksmenn í fimleikum og sundi en skemmtilegast finnst henni að vinna með krökkum. Ákveðið var að byrja smátt og þannig eru fimleikar nú kenndir í tveimur hópum, fyrir fimm ára og síðan 6 til 7 ára. „Það er spennandi en líka meiriháttar aðgerð að byggja upp fimleikadeild sérstaklega þegar litið er til fjármögnunar,“ segir Sigríður. Deildin hefur þó notið stuðnings frjálsíþróttadeildar ÍR sem heldur utan um starfið og styrkti um tvær milljónir til tækjakaupa. „Við höfum keypt nokkur áhöld en enn er mikið starf fyrir höndum,“ segir Sigga. Þegar er búið að kaupa nokkrar dýnur og einn kubb. Næst á dagskrá er að safna fyrir loftdýnu. „Við ætluðum að kaupa notaða dýnu af fimleikafélagi en það gekk ekki eftir. Því þurfum við að kaupa nýja dýnu sem kostar milli 1,6 og 1,8 milljóna króna.“ Til þess að ná settu markmiði hefur verið stofnuð foreldradeild sem vinnur að fjáröflunarleiðum. „Svo höfum við sótt um styrki og haft samband við fyrirtæki.“Dreymir um fimleikahús Fimleikaæfingar fara vel af stað. „Við auglýstum ekkert í haust nema innan félagsins. Við finnum fyrir eftirspurn og það stefnir jafnvel í að við þurfum að fjölga hópum eftir áramót. Fimleikadeildin, sem mun einbeita sér að hópfimleikum, hefur aðstöðu í íþróttahúsinu í Austurbergi. Það dugar eins og er en draumarnir ná þó enn lengra. „Draumurinn er að ÍR fái eigið fimleikahús í Breiðholtið. Það væri frábært fyrir Breiðhyltinga að geta verið í sínu eigin félagi, í sínu eigin hverfi og þurfa ekki alltaf að sækja æfingar út fyrir það.“ Fimleikar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Íþróttafélag Reykjavíkur, ÍR, kennir nú fimleika að nýju en ekki hafa verið æfðir fimleikar hjá félaginu í þrjátíu ár. Byrjað er nánast á núlli og er nú safnað fyrir tækjum og tólum sem þarf til að halda úti öflugu starfi í Breiðholt. Þegar ÍR var stofnað árið 1907 var það einkum gert á grunni fimleika. Fyrstu tuttugu árin settu fimleikarnir mikinn svip á félagið. Með tímanum dalaði starfið og nú eru 31 ár síðan fimleikar voru síðast æfðir hjá félaginu. En nú í haust varð breyting þar á þegar byrjað var að kenna fimleika á yngsta stigi. Þar fer fremstur í flokki þjálfarinn, Sigríður Ósk Fanndal.Vantar fleiri tæki Stærsta verkefni nýrrar fimleikadeildar er að safna fyrir öllum þeim tækjum og tólum sem þarf til að halda úti öflugu starfi. Mynd/StefánSafna fyrir loftdýnu „Þegar ÍR ákvað að endurvekja fimleikana var komið að máli við mig og ég hef því verið með í skipulagningunni frá upphafi,“ segir Sigríður sem er menntaður íþróttafræðingur, íþrótta- og grunnskólakennari og að klára sálfræðigráðu. Hún hefur áralanga reynslu af að þjálfa almenning og afreksmenn í fimleikum og sundi en skemmtilegast finnst henni að vinna með krökkum. Ákveðið var að byrja smátt og þannig eru fimleikar nú kenndir í tveimur hópum, fyrir fimm ára og síðan 6 til 7 ára. „Það er spennandi en líka meiriháttar aðgerð að byggja upp fimleikadeild sérstaklega þegar litið er til fjármögnunar,“ segir Sigríður. Deildin hefur þó notið stuðnings frjálsíþróttadeildar ÍR sem heldur utan um starfið og styrkti um tvær milljónir til tækjakaupa. „Við höfum keypt nokkur áhöld en enn er mikið starf fyrir höndum,“ segir Sigga. Þegar er búið að kaupa nokkrar dýnur og einn kubb. Næst á dagskrá er að safna fyrir loftdýnu. „Við ætluðum að kaupa notaða dýnu af fimleikafélagi en það gekk ekki eftir. Því þurfum við að kaupa nýja dýnu sem kostar milli 1,6 og 1,8 milljóna króna.“ Til þess að ná settu markmiði hefur verið stofnuð foreldradeild sem vinnur að fjáröflunarleiðum. „Svo höfum við sótt um styrki og haft samband við fyrirtæki.“Dreymir um fimleikahús Fimleikaæfingar fara vel af stað. „Við auglýstum ekkert í haust nema innan félagsins. Við finnum fyrir eftirspurn og það stefnir jafnvel í að við þurfum að fjölga hópum eftir áramót. Fimleikadeildin, sem mun einbeita sér að hópfimleikum, hefur aðstöðu í íþróttahúsinu í Austurbergi. Það dugar eins og er en draumarnir ná þó enn lengra. „Draumurinn er að ÍR fái eigið fimleikahús í Breiðholtið. Það væri frábært fyrir Breiðhyltinga að geta verið í sínu eigin félagi, í sínu eigin hverfi og þurfa ekki alltaf að sækja æfingar út fyrir það.“
Fimleikar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira