Þurfa ekki Converse skó og Cheap Monday buxur til að vera töff Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 8. október 2014 09:00 Sigmar, Hlynur og Þorri eru strákarnir á bakvið Reykjavik style. Vísir/Ernir „Ég hef alltaf haft áhuga á tísku. Var alltaf að stelast í fataskápinn hjá mömmu og fara í gamlar leðurbuxur af henni og svona,“ segir Hlynur Hákonarson, tískubloggari og nemi í Tækniskólanum. Hann ásamt tveimur félögum sínum, þeim Þorra Arnarsyni og Sigmari Loga Björnssyni, reka bloggsíðuna rvkstyle.com. Þar birta þeir myndir af sér í fötum sem þeir fá lánuð hjá útvöldum verslunum, stílisera sjálfir og auglýsa. „Ég var að vinna í Selected fyrir tveimur árum síðan og þar kynntist ég Sigmari og komst að því að við höfðum báðir mikinn áhuga og sömu sýn á tísku.mynd/Óðinn ArnarsonOkkur fannst báðum vantar innblástur í herramarkaðinn á Íslandi. Það eru allir eins hér, alltaf sama tuggan. Okkur langaði fyrst og fremst að segja strákunum að þeir þurfi ekki að vera í Converse skóm og Cheap Monday buxum til að vera töff,“ segir Hlynur. „ Ég sýndi Sigmari síðu hjá sænskum bloggara sem heitir Andreas Wijk, en ég hef verið að fylgjast með honum, og út frá því stofnuðum við instagram síðu,“ segir Hlynur, en strax á fyrstu tveimur mánuðunum voru þeir komnir með tíuþúsund fylgjendur. „Við vildum taka þetta skrefinu lengra og stofna heimasíðu, sem við gerðum núna í haust,“ segir Hlynur. Myndirnar tekur fjórtán ára bróðir Þorra, Óðinn Arnarson, en hann er að læra ljósmyndun. mynd/Óðinn Arnarson„Næsta skref hjá okkur er að þróa síðuna. Okkur langar að bæta vefverslun við síðuna og selja vörur frá smásölum úti í mjög takmörkuðu magni,“ segir Hlynur. „Við höfum verið að vinna mjög náið með JÖR líka og sýna föt frá honum. Svo erum við að leita að réttu stelpunni til þess að sjá um stelpuhluta á síðunni,“ segir Hlynur. En hvaðan fær Hlynur innblástur? "Þeir sem ég lít helst upp til eru Jim Morrison, Mick Jagger og David Bowie." Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Ég hef alltaf haft áhuga á tísku. Var alltaf að stelast í fataskápinn hjá mömmu og fara í gamlar leðurbuxur af henni og svona,“ segir Hlynur Hákonarson, tískubloggari og nemi í Tækniskólanum. Hann ásamt tveimur félögum sínum, þeim Þorra Arnarsyni og Sigmari Loga Björnssyni, reka bloggsíðuna rvkstyle.com. Þar birta þeir myndir af sér í fötum sem þeir fá lánuð hjá útvöldum verslunum, stílisera sjálfir og auglýsa. „Ég var að vinna í Selected fyrir tveimur árum síðan og þar kynntist ég Sigmari og komst að því að við höfðum báðir mikinn áhuga og sömu sýn á tísku.mynd/Óðinn ArnarsonOkkur fannst báðum vantar innblástur í herramarkaðinn á Íslandi. Það eru allir eins hér, alltaf sama tuggan. Okkur langaði fyrst og fremst að segja strákunum að þeir þurfi ekki að vera í Converse skóm og Cheap Monday buxum til að vera töff,“ segir Hlynur. „ Ég sýndi Sigmari síðu hjá sænskum bloggara sem heitir Andreas Wijk, en ég hef verið að fylgjast með honum, og út frá því stofnuðum við instagram síðu,“ segir Hlynur, en strax á fyrstu tveimur mánuðunum voru þeir komnir með tíuþúsund fylgjendur. „Við vildum taka þetta skrefinu lengra og stofna heimasíðu, sem við gerðum núna í haust,“ segir Hlynur. Myndirnar tekur fjórtán ára bróðir Þorra, Óðinn Arnarson, en hann er að læra ljósmyndun. mynd/Óðinn Arnarson„Næsta skref hjá okkur er að þróa síðuna. Okkur langar að bæta vefverslun við síðuna og selja vörur frá smásölum úti í mjög takmörkuðu magni,“ segir Hlynur. „Við höfum verið að vinna mjög náið með JÖR líka og sýna föt frá honum. Svo erum við að leita að réttu stelpunni til þess að sjá um stelpuhluta á síðunni,“ segir Hlynur. En hvaðan fær Hlynur innblástur? "Þeir sem ég lít helst upp til eru Jim Morrison, Mick Jagger og David Bowie."
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira