Sagði svo, spurði svo… 27. september 2014 07:00 Alþingismanni er heimilt að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi þar sem hann hafði fasta búsetu áður en hann varð þingmaður. Sama gildir um ráðherra.“ Þetta eru reglurnar sem gilda um lögheimili pólitíkusa, engar aðrar. Það er því ekki rétt, sem stundum heyrist, að þingmenn séu „undanþegnir“ lögum um lögheimili. Lögin segja að ef einhver býr á Húsavík og nær kjöri á þing þá megi hann áfram hafa lögheimili á Húsavík þrátt fyrir að hann þurfi að flytjast til Reykjavíkur. En Reykvíkingur sem kemst á þing má ekki flytja lögheimilið hvert sem honum sýnist. Ekki samkvæmt lögum. Fyrir seinustu kosningar flutti Sigmundur Davíð lögheimili sitt á bóndabæ fyrir austan. Það vakti auðvitað talsverða athygli og háð. Líkt og í sambærilegum tilfellum fóru margir að velta fyrir sér hvort hann fengi þá einhverja styrki sem þessu tengdust. Sigmundur sagðist ekki ætla taka við slíku og er engin ástæða til rengja það. En þótt það sé vissulega jákvætt að þingmaður sem býr í borg þiggi ekki styrki til að ferðast til hennar þá er það kannski ekki aðalatriðið í þessu máli. Aðalmálið er hvort þetta sé yfirhöfuð löglegt. Miðað við lagabókstafinn verður ekki séð að svo sé. Ekki nema að stjórnmálamaðurinn hafi búið fyrir austan áður en hann varð þingmaður.Daðrað við héraðið Reyndar verð ég að taka fram að það kemur mér í raun minna en ekkert við hvar hinn eða þessi stjórnmálamaður lúllar á nóttunni. Það er þegar búið að fara heim til stjórnmálamanna og þvinga þá til afsagnar. Vonandi að menn fari að taka þessa hluti alvarlega áður en eitthvað verra gerist. En þetta mál snýst ekki um það heldur um það hvort það sé í lagi að menn villi um fyrir fólki. Í einum Dr. Phil þætti var talað við gifta konu sem tók alltaf af sér hringinn þegar hún fór á barinn. Henni þótti þetta ekkert tiltökumál, hún ætlaði ekki að slumma upp í einhverja gaura eða neitt svoleiðis. Hún gerði þetta bara til að fá daður og drykki. Doktorinn benti henni á að það skipti engu máli hvort hún gerði það einungis jákvæðu athyglinnar vegna eða hvort hún ætlaði sér að þiggja byggðastyrkinn alla leið. Hún laug til um hver hún væri til að græða á því. Blekkingar eru blekkingar. Ætlanir stjórnmálamannsins sem lýgur til um búsetu sína eru svipaðar og konunnar sem tekur af sér hringinn til að sníkja drykk: Markmiðið er að fá betri meðferð. Nafn stjórnmálamanns mun þannig standa á opinberum tilkynningum sem fara í fjölmiðla ásamt með heimilisfangi sem heimamenn þekkja. Það er ekki einu sinni víst að allir átti sig á því að þetta sé bara djók. Það lúslesa ekki allir suðvestlenska eineltisfjölmiðla.Þingmaður Múmíndals Við borgarbúar látum stundum eins og Alþingi sé landsbyggðarsamkoma. Reyndin er auðvitað önnur. Jafnvel í landsbyggðarkjördæmunum er stór hluti þingmanna annað hvort sýndarlandsbyggðarmenn eða gamlir landsbyggðarmenn. Og þeir sem enn sannarlega bursta í sér tennurnar utan borgarmarkanna stóran hluta ársins munu allir þurfa að hætta því ef þeir vilja ná árangri í stjórnmálum. Sem er, ef menn setja sig í spor fólks frá þessum stöðum, dálítið sorglegt. Ég hef verið lesa bækurnar um Múmínálfana. Ein persónan í bókunum, Snúður, þessi með græna hattinn og pælingarnar, er svolítið eins og þingmaður utan af landi. Hann samsamar sig við Múmíndal, er samt ekki mikið þar. Hann er með fullt af rosalega djúpum hugmyndum en kemur ekki miklu í verk. Hann dvelur í dalnum yfir sumartímann en þegar vetra tekur fer hann „suður“ til að pæla í hlutum þar. Til gamans þá er persóna Snúðs raunar byggð á finnskum þingmanni, Atos Wirtanen, vini Tove Jansson, höfundar Múmínálfabókanna. Það má því segja að í henni kristallist hugmyndir íbúa landsbyggðarinnar um þingmenn sína. Þá þeirra sem þó hafa einhver tengsl við byggðirnar sem þeir eru fulltrúar fyrir. Hvað þá hina. Málsvörn þeirra þingmanna sem skrá lögheimili sitt jafnvel enn verr en lög þó heimila þeim er væntanlega sú að talsverð hefð sé fyrir slíku. Það er rétt hjá þeim. Sömuleiðis er kannski ólíklegt að Reykjavík fari að kæra lögheimilisskráningu ráðherra og þingmanna svo að líklegt er að menn fái að komast upp með þetta. Það breytir því ekki að þetta er asnalegt og óheiðarlegt. Og stundum beinlínis ólöglegt líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun
Alþingismanni er heimilt að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi þar sem hann hafði fasta búsetu áður en hann varð þingmaður. Sama gildir um ráðherra.“ Þetta eru reglurnar sem gilda um lögheimili pólitíkusa, engar aðrar. Það er því ekki rétt, sem stundum heyrist, að þingmenn séu „undanþegnir“ lögum um lögheimili. Lögin segja að ef einhver býr á Húsavík og nær kjöri á þing þá megi hann áfram hafa lögheimili á Húsavík þrátt fyrir að hann þurfi að flytjast til Reykjavíkur. En Reykvíkingur sem kemst á þing má ekki flytja lögheimilið hvert sem honum sýnist. Ekki samkvæmt lögum. Fyrir seinustu kosningar flutti Sigmundur Davíð lögheimili sitt á bóndabæ fyrir austan. Það vakti auðvitað talsverða athygli og háð. Líkt og í sambærilegum tilfellum fóru margir að velta fyrir sér hvort hann fengi þá einhverja styrki sem þessu tengdust. Sigmundur sagðist ekki ætla taka við slíku og er engin ástæða til rengja það. En þótt það sé vissulega jákvætt að þingmaður sem býr í borg þiggi ekki styrki til að ferðast til hennar þá er það kannski ekki aðalatriðið í þessu máli. Aðalmálið er hvort þetta sé yfirhöfuð löglegt. Miðað við lagabókstafinn verður ekki séð að svo sé. Ekki nema að stjórnmálamaðurinn hafi búið fyrir austan áður en hann varð þingmaður.Daðrað við héraðið Reyndar verð ég að taka fram að það kemur mér í raun minna en ekkert við hvar hinn eða þessi stjórnmálamaður lúllar á nóttunni. Það er þegar búið að fara heim til stjórnmálamanna og þvinga þá til afsagnar. Vonandi að menn fari að taka þessa hluti alvarlega áður en eitthvað verra gerist. En þetta mál snýst ekki um það heldur um það hvort það sé í lagi að menn villi um fyrir fólki. Í einum Dr. Phil þætti var talað við gifta konu sem tók alltaf af sér hringinn þegar hún fór á barinn. Henni þótti þetta ekkert tiltökumál, hún ætlaði ekki að slumma upp í einhverja gaura eða neitt svoleiðis. Hún gerði þetta bara til að fá daður og drykki. Doktorinn benti henni á að það skipti engu máli hvort hún gerði það einungis jákvæðu athyglinnar vegna eða hvort hún ætlaði sér að þiggja byggðastyrkinn alla leið. Hún laug til um hver hún væri til að græða á því. Blekkingar eru blekkingar. Ætlanir stjórnmálamannsins sem lýgur til um búsetu sína eru svipaðar og konunnar sem tekur af sér hringinn til að sníkja drykk: Markmiðið er að fá betri meðferð. Nafn stjórnmálamanns mun þannig standa á opinberum tilkynningum sem fara í fjölmiðla ásamt með heimilisfangi sem heimamenn þekkja. Það er ekki einu sinni víst að allir átti sig á því að þetta sé bara djók. Það lúslesa ekki allir suðvestlenska eineltisfjölmiðla.Þingmaður Múmíndals Við borgarbúar látum stundum eins og Alþingi sé landsbyggðarsamkoma. Reyndin er auðvitað önnur. Jafnvel í landsbyggðarkjördæmunum er stór hluti þingmanna annað hvort sýndarlandsbyggðarmenn eða gamlir landsbyggðarmenn. Og þeir sem enn sannarlega bursta í sér tennurnar utan borgarmarkanna stóran hluta ársins munu allir þurfa að hætta því ef þeir vilja ná árangri í stjórnmálum. Sem er, ef menn setja sig í spor fólks frá þessum stöðum, dálítið sorglegt. Ég hef verið lesa bækurnar um Múmínálfana. Ein persónan í bókunum, Snúður, þessi með græna hattinn og pælingarnar, er svolítið eins og þingmaður utan af landi. Hann samsamar sig við Múmíndal, er samt ekki mikið þar. Hann er með fullt af rosalega djúpum hugmyndum en kemur ekki miklu í verk. Hann dvelur í dalnum yfir sumartímann en þegar vetra tekur fer hann „suður“ til að pæla í hlutum þar. Til gamans þá er persóna Snúðs raunar byggð á finnskum þingmanni, Atos Wirtanen, vini Tove Jansson, höfundar Múmínálfabókanna. Það má því segja að í henni kristallist hugmyndir íbúa landsbyggðarinnar um þingmenn sína. Þá þeirra sem þó hafa einhver tengsl við byggðirnar sem þeir eru fulltrúar fyrir. Hvað þá hina. Málsvörn þeirra þingmanna sem skrá lögheimili sitt jafnvel enn verr en lög þó heimila þeim er væntanlega sú að talsverð hefð sé fyrir slíku. Það er rétt hjá þeim. Sömuleiðis er kannski ólíklegt að Reykjavík fari að kæra lögheimilisskráningu ráðherra og þingmanna svo að líklegt er að menn fái að komast upp með þetta. Það breytir því ekki að þetta er asnalegt og óheiðarlegt. Og stundum beinlínis ólöglegt líka.