Höfum við efni á afsláttunum? Haraldur Guðmundsson skrifar 24. september 2014 07:30 Fjárfestingarsamningar stjórnvalda um ívilnanir til nýfjárfestinga hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu. Á fyrstu sex mánuðum ársins voru þrír slíkir samningar undirritaðir. Þeir fela í sér afslætti af opinberum gjöldum og sköttum, opinbera aðstoð upp á fleiri milljarða króna, til tveggja fyrirtækja sem stefna að útflutningi á kísilmálmi og líftæknifyrirtækis sem vill vinna og flytja út efni úr örþörungum. Sitt sýnist hverjum um ágæti þessara samninga. Sumir benda á að þeir veita þeim tíu fyrirtækjum, sem ríkið hefur samið við, sérmeðferð sem öðrum býðst ekki. Fyrirtækin greiða meðal annars fasteignaskatta sem eru allt að 50 prósentum lægri en áskilið hámarkshlutfall, einungis 15 prósenta tekjuskatt og geta flutt inn vélar og byggingarefni sem eru undanþegin tollum og vörugjöldum. Aðrir segja aftur á móti að Ísland sé í samkeppni við önnur lönd sem bjóði einnig vænlega afslætti og benda á hversu mikilvæg þessi fjárfestingarverkefni eru fyrir sveitarfélög sem hafa lengi glímt við atvinnuleysi. Minna hefur verið rætt um hvort þau sveitarfélög sem bjóða þessa afslætti hafi einfaldlega efni á að bíða í áratug eftir þeim tekjum sem þau verða af með samningunum. Þótt verkefnin eigi jú að auka tekjur sveitarfélaga eins og Reykjanesbæjar og Norðurþings þá hafa þau þurft, og koma til með að þurfa, að fara í miklar fjárfestingar í nauðsynlegum innviðum til að undirbúa komu þessara fyrirtækja. Hörmungasagan úr Helguvík, þar sem fyrirtækið Reykjaneshöfn hefur verið skuldsett upp í rjáfur og skilað tapi síðustu ár, gefur ekki til kynna að þar sé mikið svigrúm fyrir afslætti til fyrirhugaðra kísilmálmverksmiðja United Silicon hf. og Thorsil ehf. Forsvarsmenn fyrirtækjanna undirrituðu fyrr á árinu fjárfestingarsamninga við ríkið og Reykjanesbæ á sama tíma og Reykjaneshöfn, sem er í eigu bæjarfélagsins, kynnti uppgjör sitt fyrir árið 2013. Skuldirnar námu þá 7,3 milljörðum króna og fyrirtækið hafði tapað samtals 2,8 milljörðum á fimm árum. Uppbygging athafnasvæðisins í Helguvík hefur verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum Reykjaneshafnar á meðan áform um stórfellda iðnaðaruppbyggingu þar hafa ekki gengið eftir. Nú ætla ríkið og Reykjanesbær að veita þeim fyrirtækjum sem vilja á svæðið alla þá afslætti sem samningarnir hljóða upp á. Það getur vel verið rétt að þeir hafi leikið lykilhlutverk í að laða fyrirtæki hingað til lands. Við munum þó aldrei vita hvort hlutir eins og hagstætt raforkuverð, menntað vinnuafl og nýr fríverslunarsamningur við Kína hefðu dugað. Afslættirnir eru komnir til að vera eins og sést í frumvarpi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi. Því er eins gott að stjórnendur þeirra sveitarfélaga sem horfa til stóriðjuframkvæmda geri ráð fyrir þeim í sínum áætlunum og komi í veg fyrir að íbúar þeirra og fyrirtæki sem fá enga tilslökun þurfi á endanum að brúa bilið.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 24. september 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Fjárfestingarsamningar stjórnvalda um ívilnanir til nýfjárfestinga hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu. Á fyrstu sex mánuðum ársins voru þrír slíkir samningar undirritaðir. Þeir fela í sér afslætti af opinberum gjöldum og sköttum, opinbera aðstoð upp á fleiri milljarða króna, til tveggja fyrirtækja sem stefna að útflutningi á kísilmálmi og líftæknifyrirtækis sem vill vinna og flytja út efni úr örþörungum. Sitt sýnist hverjum um ágæti þessara samninga. Sumir benda á að þeir veita þeim tíu fyrirtækjum, sem ríkið hefur samið við, sérmeðferð sem öðrum býðst ekki. Fyrirtækin greiða meðal annars fasteignaskatta sem eru allt að 50 prósentum lægri en áskilið hámarkshlutfall, einungis 15 prósenta tekjuskatt og geta flutt inn vélar og byggingarefni sem eru undanþegin tollum og vörugjöldum. Aðrir segja aftur á móti að Ísland sé í samkeppni við önnur lönd sem bjóði einnig vænlega afslætti og benda á hversu mikilvæg þessi fjárfestingarverkefni eru fyrir sveitarfélög sem hafa lengi glímt við atvinnuleysi. Minna hefur verið rætt um hvort þau sveitarfélög sem bjóða þessa afslætti hafi einfaldlega efni á að bíða í áratug eftir þeim tekjum sem þau verða af með samningunum. Þótt verkefnin eigi jú að auka tekjur sveitarfélaga eins og Reykjanesbæjar og Norðurþings þá hafa þau þurft, og koma til með að þurfa, að fara í miklar fjárfestingar í nauðsynlegum innviðum til að undirbúa komu þessara fyrirtækja. Hörmungasagan úr Helguvík, þar sem fyrirtækið Reykjaneshöfn hefur verið skuldsett upp í rjáfur og skilað tapi síðustu ár, gefur ekki til kynna að þar sé mikið svigrúm fyrir afslætti til fyrirhugaðra kísilmálmverksmiðja United Silicon hf. og Thorsil ehf. Forsvarsmenn fyrirtækjanna undirrituðu fyrr á árinu fjárfestingarsamninga við ríkið og Reykjanesbæ á sama tíma og Reykjaneshöfn, sem er í eigu bæjarfélagsins, kynnti uppgjör sitt fyrir árið 2013. Skuldirnar námu þá 7,3 milljörðum króna og fyrirtækið hafði tapað samtals 2,8 milljörðum á fimm árum. Uppbygging athafnasvæðisins í Helguvík hefur verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum Reykjaneshafnar á meðan áform um stórfellda iðnaðaruppbyggingu þar hafa ekki gengið eftir. Nú ætla ríkið og Reykjanesbær að veita þeim fyrirtækjum sem vilja á svæðið alla þá afslætti sem samningarnir hljóða upp á. Það getur vel verið rétt að þeir hafi leikið lykilhlutverk í að laða fyrirtæki hingað til lands. Við munum þó aldrei vita hvort hlutir eins og hagstætt raforkuverð, menntað vinnuafl og nýr fríverslunarsamningur við Kína hefðu dugað. Afslættirnir eru komnir til að vera eins og sést í frumvarpi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi. Því er eins gott að stjórnendur þeirra sveitarfélaga sem horfa til stóriðjuframkvæmda geri ráð fyrir þeim í sínum áætlunum og komi í veg fyrir að íbúar þeirra og fyrirtæki sem fá enga tilslökun þurfi á endanum að brúa bilið.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 24. september 2014.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun