Forvarnir, lækning eða oflækningar? Teitur Guðmundsson skrifar 23. september 2014 07:00 Flestir eru sammála því að það sé skynsamlegt að stunda forvarnir, aðrir segja að skynsamlegar forvarnir séu þær sem skila árangri. Þá eru til sumir sem vilja bara lækna það sem aflögu hefur farið og þegar skjólstæðingar kvarta eða koma með einkenni sé rétti tíminn til að bregðast við. Enn aðrir halda því á lofti að læknastéttin og heilbrigðiskerfið með sínum leiðbeiningum sé að stuðla að oflækningum og mögulega valda skaða fremur en gera gagn, að minnsta kosti miklum kostnaði. Allt eru þetta atriði sem þarf að skoða í samhengi. Nýlegar greinar í British Medical Journal vekja áleitnar spurningar sem vert er að skoða nánar. Ef við veltum fyrir okkur forvörnum þá snúast þær fyrst og fremst um að finna sjúkdóma áður en þeir gefa einkenni. Eðli málsins samkvæmt er verið að skoða „heilbrigða“ einstaklinga í von um að finna eitthvað óheilbrigt svo bregðast megi við því í tíma. Dæmi um slíkar forvarnir er skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameini, önnur væri skimun fyrir ristilkrabbameini. Áhættumat í tengslum við hjarta og æðasjúkdóma er svipað og þá mætti líka telja til þessa háan blóðþrýsting. Heilsuefling er aftur á móti aðgerð sem lýtur að því að auka eða bæta heilsu viðkomandi. Slíkt væri að breyta mataræði, auka hreyfingu, hætta að reykja og svo framvegis.Skili því sem til er ætlast Þegar skoðað er hvort það sé fýsilegt að stunda forvarnir og að ríkið eða sjúkratryggingar niðurgreiði þær þá er nauðsynlegt að þær skili því sem til er ætlast, sú er ekki raunin í flestum sjúkdómum. Því er ekki skipulag t.d. í dag neins staðar í heiminum að skima fyrir lungnakrabbameini og þannig mætti nefna fjölda annarra sjúkdóma. Núverandi þekking dugar ekki til að það ríki sátt um slíka skimun. Víða um heiminn hafa leiðbeiningar breyst varðandi skimanir líkt og við brjóstakrabbamein, USPSTF (US Preventive Services Task Force) í Bandaríkjunum hækkaði aldur skimunar úr 40 í 50 ár, Krabbameinsfélagið breytti leiðbeiningum sínum um leghálskrabbameinsskimun úr tveimur í þrjú ár nýverið. Þá hefur verið umræða um að hætta skimun við ákveðinn aldur, t.d. í brjóstakrabbameini. Enn hefur ekki hafist skimun fyrir ristilmeini. Ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar í þessu. Víða er umræða um genapróf sem hluta af forvörnum og má til gamans geta þess að Angelina-Jolie-effektinn sem kallaður er, þegar hún opnaði umræðuna um að hafa látið fjarlægja bæði brjóst sín vegna verulega aukinnar áhættu á að þróa með sér brjóstakrabbamein, sprengdi skalann á slíkum skoðunum bæði austan hafs og vestan. Íslendingar hafa heldur ekki farið varhluta af möguleikunum sem felast í því að vita með nokkurri vissu hverjir eru í hvaða áhættu með notkun á gagnagrunni DeCode. Hin siðferðilega spurning er svo allt önnur og er henni ósvarað þar sem alltaf er verið að vinna með líkur í þessum heimi. Til viðbótar við erfðaþætti koma svo umhverfis- og lífsstílstengdir þættir til að rúnna af áhættujöfnuna.Ábyrgð á eigin heilsu Skimun á þjóðarvísu kann að skila takmörkuðum árangri í mörgum tegundum sjúkdóma, en það sem kallast einstaklingsmiðað áhættumat er líklega það sem koma skal. Má benda á slíkar leiðbeiningar varðandi blöðruhálskirtilsmein og marga aðra sjúkdóma þar sem skynsamlegt getur talist að láta meta persónubundið hver áhætta viðkomandi er og nota þá tækifærið í leiðinni til að koma inn með heilsueflingu og markmiðasetningu. Sé litið til lækninga almennt hefur auðvitað orðið gífurleg þróun og möguleikar okkar á að lækna sjúkdóma hafa gjörbreyst á undanförnum áratugum og munu gera það áfram. Mikill þrýstingur er þó í markaðssetningu lyfja og nýrra meðferða sem kosta mjög mikla peninga og er varhugavert að ætla sér að tækla heilsufarsvanda þjóða á þann máta þar sem vitað er að heilbrigðiskerfi Vesturlanda þola ekki núverandi kostnað, hvað þá þann sem koma skal. Oflækningar okkar eru þar með líka að bíta í rassinn á okkur að einhverju leyti. Í ofannefndum greinum er sérstaklega rætt að slíkt sé að eiga sér stað í meðferð háþrýstings en viðmiðunarmörk um það hvenær eigi að hefja meðferð hafa farið lækkandi. Þar telja höfundar að allt að 20% einstaklinga sem eru með vægan háþrýsting hafi engan ábata af meðferð og það sé eingöngu verið að búa til kostnað sem þeir meta á 32 milljarða dala árlega. Án þess að vísindin hafi úttalað sig um það má eflaust færa rök fyrir hinu sama í meðhöndlun kólesteróls og ýmissa fleiri kvilla sem taldir eru upp sem áhættuþættir sjúkdóma. Tækifærin liggja í því að tækla einstaklinginn, hegðun hans og áhættuþætti. Tæki, tól og töflur skipta líka máli, mikilvægast er þó að við berum ábyrgð á eigin heilsu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Flestir eru sammála því að það sé skynsamlegt að stunda forvarnir, aðrir segja að skynsamlegar forvarnir séu þær sem skila árangri. Þá eru til sumir sem vilja bara lækna það sem aflögu hefur farið og þegar skjólstæðingar kvarta eða koma með einkenni sé rétti tíminn til að bregðast við. Enn aðrir halda því á lofti að læknastéttin og heilbrigðiskerfið með sínum leiðbeiningum sé að stuðla að oflækningum og mögulega valda skaða fremur en gera gagn, að minnsta kosti miklum kostnaði. Allt eru þetta atriði sem þarf að skoða í samhengi. Nýlegar greinar í British Medical Journal vekja áleitnar spurningar sem vert er að skoða nánar. Ef við veltum fyrir okkur forvörnum þá snúast þær fyrst og fremst um að finna sjúkdóma áður en þeir gefa einkenni. Eðli málsins samkvæmt er verið að skoða „heilbrigða“ einstaklinga í von um að finna eitthvað óheilbrigt svo bregðast megi við því í tíma. Dæmi um slíkar forvarnir er skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameini, önnur væri skimun fyrir ristilkrabbameini. Áhættumat í tengslum við hjarta og æðasjúkdóma er svipað og þá mætti líka telja til þessa háan blóðþrýsting. Heilsuefling er aftur á móti aðgerð sem lýtur að því að auka eða bæta heilsu viðkomandi. Slíkt væri að breyta mataræði, auka hreyfingu, hætta að reykja og svo framvegis.Skili því sem til er ætlast Þegar skoðað er hvort það sé fýsilegt að stunda forvarnir og að ríkið eða sjúkratryggingar niðurgreiði þær þá er nauðsynlegt að þær skili því sem til er ætlast, sú er ekki raunin í flestum sjúkdómum. Því er ekki skipulag t.d. í dag neins staðar í heiminum að skima fyrir lungnakrabbameini og þannig mætti nefna fjölda annarra sjúkdóma. Núverandi þekking dugar ekki til að það ríki sátt um slíka skimun. Víða um heiminn hafa leiðbeiningar breyst varðandi skimanir líkt og við brjóstakrabbamein, USPSTF (US Preventive Services Task Force) í Bandaríkjunum hækkaði aldur skimunar úr 40 í 50 ár, Krabbameinsfélagið breytti leiðbeiningum sínum um leghálskrabbameinsskimun úr tveimur í þrjú ár nýverið. Þá hefur verið umræða um að hætta skimun við ákveðinn aldur, t.d. í brjóstakrabbameini. Enn hefur ekki hafist skimun fyrir ristilmeini. Ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar í þessu. Víða er umræða um genapróf sem hluta af forvörnum og má til gamans geta þess að Angelina-Jolie-effektinn sem kallaður er, þegar hún opnaði umræðuna um að hafa látið fjarlægja bæði brjóst sín vegna verulega aukinnar áhættu á að þróa með sér brjóstakrabbamein, sprengdi skalann á slíkum skoðunum bæði austan hafs og vestan. Íslendingar hafa heldur ekki farið varhluta af möguleikunum sem felast í því að vita með nokkurri vissu hverjir eru í hvaða áhættu með notkun á gagnagrunni DeCode. Hin siðferðilega spurning er svo allt önnur og er henni ósvarað þar sem alltaf er verið að vinna með líkur í þessum heimi. Til viðbótar við erfðaþætti koma svo umhverfis- og lífsstílstengdir þættir til að rúnna af áhættujöfnuna.Ábyrgð á eigin heilsu Skimun á þjóðarvísu kann að skila takmörkuðum árangri í mörgum tegundum sjúkdóma, en það sem kallast einstaklingsmiðað áhættumat er líklega það sem koma skal. Má benda á slíkar leiðbeiningar varðandi blöðruhálskirtilsmein og marga aðra sjúkdóma þar sem skynsamlegt getur talist að láta meta persónubundið hver áhætta viðkomandi er og nota þá tækifærið í leiðinni til að koma inn með heilsueflingu og markmiðasetningu. Sé litið til lækninga almennt hefur auðvitað orðið gífurleg þróun og möguleikar okkar á að lækna sjúkdóma hafa gjörbreyst á undanförnum áratugum og munu gera það áfram. Mikill þrýstingur er þó í markaðssetningu lyfja og nýrra meðferða sem kosta mjög mikla peninga og er varhugavert að ætla sér að tækla heilsufarsvanda þjóða á þann máta þar sem vitað er að heilbrigðiskerfi Vesturlanda þola ekki núverandi kostnað, hvað þá þann sem koma skal. Oflækningar okkar eru þar með líka að bíta í rassinn á okkur að einhverju leyti. Í ofannefndum greinum er sérstaklega rætt að slíkt sé að eiga sér stað í meðferð háþrýstings en viðmiðunarmörk um það hvenær eigi að hefja meðferð hafa farið lækkandi. Þar telja höfundar að allt að 20% einstaklinga sem eru með vægan háþrýsting hafi engan ábata af meðferð og það sé eingöngu verið að búa til kostnað sem þeir meta á 32 milljarða dala árlega. Án þess að vísindin hafi úttalað sig um það má eflaust færa rök fyrir hinu sama í meðhöndlun kólesteróls og ýmissa fleiri kvilla sem taldir eru upp sem áhættuþættir sjúkdóma. Tækifærin liggja í því að tækla einstaklinginn, hegðun hans og áhættuþætti. Tæki, tól og töflur skipta líka máli, mikilvægast er þó að við berum ábyrgð á eigin heilsu!
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun