Þetta helvítis feðraveldi Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 19. september 2014 10:30 „Áhugafólk um leiklist ætti ekki að láta þær Önnu Kristínu Arngrímsdóttur, Margréti Guðmundsdóttur, Guðbjörgu Thoroddsen og Halldóru Björnsdóttur fram hjá sér fara.“ Mynd/Geirix Leiklist: Róðarí Hrund Ólafsdóttir Leikstjóri Erling Jóhannesson Leikmynd Frosti Friðriksson Búningar Þórunn María Jónsdóttir Hljóðmynd Garðar Borgþórsson Lýsing Valdimar Jóhannsson Leikarar Anna Kristín Arngrímsdóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Halldóra Björnsdóttir, Kolbeinn Arnbjörnsson, Margrét Guðmundsdóttir Það var með eftirvæntingu sem undirritaður kom sér fyrir meðal áhorfenda sem fylltu Tjarnarbíó í vikunni á frumsýningu á nýju íslensku verki: Róðaríi. Við Íslendingar búum nefnilega, og líkast til algerlega óverðskuldað, yfir þjóðargersemi; stórleikkonum sem hafa kannski ekki fengið að láta ljós sitt skína sem skyldi. Og það mun meira að segja kveikja verksins; skortur á bitastæðum hlutverkum fyrir leikkonur í leikbókmenntunum. Allt er það satt og rétt, svo langt sem það nær.Frábærar leikkonur Verkið snýst um fjölskyldu; þrjár systur, yngri bróður og móður þeirra. Áhugafólk um leiklist ætti ekki að láta þær Önnu Kristínu Arngrímsdóttur, Margréti Guðmundsdóttur, Guðbjörgu Thoroddsen og Halldóru Björnsdóttur fram hjá sér fara, þá er þær sýna sig á sviðinu. Stórkostlegt í sjálfu sér að fylgjast með því hversu flottar þær eru á sviði. Allar draga þær persónur sínar skýrum dráttum og gera það listavel. Kolbeinn Arnbjörnsson fer svo með hlutverk bróðurins, og gerir því ágæt skil. Hin miðlæga persóna er leikin af Önnu Kristínu; flókið hlutverk en hún er horfin á innri svið, þar sem ótti og ofsóknaræði ræður ríkjum. Anna Kristín tók þetta hlutverk alla leið – og það gekk upp. Persónan holdgerðist í henni, hugur og líkami sameinaðist í túlkun og magnað að sjá það birtast í líkama og texta.Þrautpínd saga Að þessu sögðu; er nóg að leggja upp með það að afburðaleikkonur skorti bitastæð hlutverk, og þá verði ljós? Svarið við þessari barnalegu spurningu er einfaldlega nei. Umfjöllunarefni leikritsins er þrautpínd saga um þrælhefta fjölskyldu þar sem hver og einn einstaklingur er tilfinningalega stórskaðaður úr æsku vegna hrottans föðurins. Sem misþyrmdi börnum og misnotaði. Gott að hann er dauður, er ein setningin, og til að undirstrika að faðirinn, fulltrúi feðraveldisins, gangi aftur í fórnarlömbum sínum segir mamman, sem lifir af með að leita í bernskuminningar með móður sinni og loka augum fyrir því sem er að gerast, segir: Þið eruð öll eins og hann. Þetta er svo margsögð saga að fyrsta hálftímann þá myndaðist í huga undirritaðs fölsk spenna því ég trúði því bara ekki að þangað væri verið að fara með áhorfendur. En, jú. Án þess að ég vilji undir nokkrum kringumstæðum gera lítið úr þeim harmi sem býr að baki. Það lá hins vegar fljótlega fyrir og þá breyttist leikhúsupplifun í bið, eftir hléinu sem aldrei kom. Allir lækir leituðu í þennan farveg: Helvítis feðraveldið.Allt ber að sama brunni Fjölskyldan er ófær um að takast á við nokkurn skapaðan hlut, persónan sem Halldóra leikur og á yfirborðinu flýr í námskeiðahald sem byggir á hlálegum hjálparbókafræðum, persóna Guðbjargar leggur hendur á sín eigin börn, elsta systirin, persóna Önnu Kristínar, virðist flýja í heim geðveikinnar og klippir niður fjölskyldumyndir og mamman flýr inn í sjálfa sig og kalkar eftir þörfum. Leikmyndin og búningar bakka þetta svo samviskusamlega upp og er þar allt eftir bókinni; ágætlega gert. Ég var hrifinn af búningunum, sem voru til undirstrikunar efninu, tætingslegir og á þeim slettur; öll eru þau merkt feðraveldinu. Þá var lýsingin ágætlega af hendi leyst og þar var reynt að undirstrika þau hughrif sem reynt var að kalla fram með mismiklum styrk ljósa. Leikstjórinn gerir vel í þessu sem og að fá fram gæðin í leikarahópnum, en mér fannst reyndar óhreinar línurnar milli þess sem áttu að vera aðgreind sögusvið.Bitastæð hlutverk? Já, bölvað feðraveldið. Ég vona að Róðarí sé ekki fyrirboði þess sem koma skal, nú í upphafi leikárs. Að nú verði róið að því öllum árum að taka feðraveldið á beinið. Kristín Eysteinsdóttir í Borgarleikhúsinu hefur gefið út að hún vilji auka hlut kvenna, Tinna Gunnlaugsdóttir í Þjóðleikhúsinu hefur gefið það út að það eigi að helga þetta leikár konum. Þetta er á oddinum. „L'art pour l'art“? Konur kvenna vegna hlýtur að teljast fremur innantóm stefna. Að skrifa leikrit á þeim forsendum einum að það vanti bitastæð hlutverk fyrir leikkonur gengur illa upp. Hlutverkin verða að vera bitastæð og þau verða ekki bitastæð við það eitt að þau eru hugsuð fyrir konur. Tilgangurinn helgar ekki meðalið í þessu, frekar en öðru. Tilgangur listarinnar er að opna augu, reyna að horfa á stöðuna úr óvæntum áttum. List sem gerist taglhnýtingur kennivaldsins, því þar liggur þetta nú, fjárlög formanns Sjálfstæðisflokksins eru stimpluð kyngreind í bak og fyrir, er einskis virði.Niðurstaða: Ánægjulegt að sjá stórleikkonur á sviðinu, en sú ánægja er skammær þegar í ljós kemur að umfjöllunarefnið er þrautpínd saga. Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leiklist: Róðarí Hrund Ólafsdóttir Leikstjóri Erling Jóhannesson Leikmynd Frosti Friðriksson Búningar Þórunn María Jónsdóttir Hljóðmynd Garðar Borgþórsson Lýsing Valdimar Jóhannsson Leikarar Anna Kristín Arngrímsdóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Halldóra Björnsdóttir, Kolbeinn Arnbjörnsson, Margrét Guðmundsdóttir Það var með eftirvæntingu sem undirritaður kom sér fyrir meðal áhorfenda sem fylltu Tjarnarbíó í vikunni á frumsýningu á nýju íslensku verki: Róðaríi. Við Íslendingar búum nefnilega, og líkast til algerlega óverðskuldað, yfir þjóðargersemi; stórleikkonum sem hafa kannski ekki fengið að láta ljós sitt skína sem skyldi. Og það mun meira að segja kveikja verksins; skortur á bitastæðum hlutverkum fyrir leikkonur í leikbókmenntunum. Allt er það satt og rétt, svo langt sem það nær.Frábærar leikkonur Verkið snýst um fjölskyldu; þrjár systur, yngri bróður og móður þeirra. Áhugafólk um leiklist ætti ekki að láta þær Önnu Kristínu Arngrímsdóttur, Margréti Guðmundsdóttur, Guðbjörgu Thoroddsen og Halldóru Björnsdóttur fram hjá sér fara, þá er þær sýna sig á sviðinu. Stórkostlegt í sjálfu sér að fylgjast með því hversu flottar þær eru á sviði. Allar draga þær persónur sínar skýrum dráttum og gera það listavel. Kolbeinn Arnbjörnsson fer svo með hlutverk bróðurins, og gerir því ágæt skil. Hin miðlæga persóna er leikin af Önnu Kristínu; flókið hlutverk en hún er horfin á innri svið, þar sem ótti og ofsóknaræði ræður ríkjum. Anna Kristín tók þetta hlutverk alla leið – og það gekk upp. Persónan holdgerðist í henni, hugur og líkami sameinaðist í túlkun og magnað að sjá það birtast í líkama og texta.Þrautpínd saga Að þessu sögðu; er nóg að leggja upp með það að afburðaleikkonur skorti bitastæð hlutverk, og þá verði ljós? Svarið við þessari barnalegu spurningu er einfaldlega nei. Umfjöllunarefni leikritsins er þrautpínd saga um þrælhefta fjölskyldu þar sem hver og einn einstaklingur er tilfinningalega stórskaðaður úr æsku vegna hrottans föðurins. Sem misþyrmdi börnum og misnotaði. Gott að hann er dauður, er ein setningin, og til að undirstrika að faðirinn, fulltrúi feðraveldisins, gangi aftur í fórnarlömbum sínum segir mamman, sem lifir af með að leita í bernskuminningar með móður sinni og loka augum fyrir því sem er að gerast, segir: Þið eruð öll eins og hann. Þetta er svo margsögð saga að fyrsta hálftímann þá myndaðist í huga undirritaðs fölsk spenna því ég trúði því bara ekki að þangað væri verið að fara með áhorfendur. En, jú. Án þess að ég vilji undir nokkrum kringumstæðum gera lítið úr þeim harmi sem býr að baki. Það lá hins vegar fljótlega fyrir og þá breyttist leikhúsupplifun í bið, eftir hléinu sem aldrei kom. Allir lækir leituðu í þennan farveg: Helvítis feðraveldið.Allt ber að sama brunni Fjölskyldan er ófær um að takast á við nokkurn skapaðan hlut, persónan sem Halldóra leikur og á yfirborðinu flýr í námskeiðahald sem byggir á hlálegum hjálparbókafræðum, persóna Guðbjargar leggur hendur á sín eigin börn, elsta systirin, persóna Önnu Kristínar, virðist flýja í heim geðveikinnar og klippir niður fjölskyldumyndir og mamman flýr inn í sjálfa sig og kalkar eftir þörfum. Leikmyndin og búningar bakka þetta svo samviskusamlega upp og er þar allt eftir bókinni; ágætlega gert. Ég var hrifinn af búningunum, sem voru til undirstrikunar efninu, tætingslegir og á þeim slettur; öll eru þau merkt feðraveldinu. Þá var lýsingin ágætlega af hendi leyst og þar var reynt að undirstrika þau hughrif sem reynt var að kalla fram með mismiklum styrk ljósa. Leikstjórinn gerir vel í þessu sem og að fá fram gæðin í leikarahópnum, en mér fannst reyndar óhreinar línurnar milli þess sem áttu að vera aðgreind sögusvið.Bitastæð hlutverk? Já, bölvað feðraveldið. Ég vona að Róðarí sé ekki fyrirboði þess sem koma skal, nú í upphafi leikárs. Að nú verði róið að því öllum árum að taka feðraveldið á beinið. Kristín Eysteinsdóttir í Borgarleikhúsinu hefur gefið út að hún vilji auka hlut kvenna, Tinna Gunnlaugsdóttir í Þjóðleikhúsinu hefur gefið það út að það eigi að helga þetta leikár konum. Þetta er á oddinum. „L'art pour l'art“? Konur kvenna vegna hlýtur að teljast fremur innantóm stefna. Að skrifa leikrit á þeim forsendum einum að það vanti bitastæð hlutverk fyrir leikkonur gengur illa upp. Hlutverkin verða að vera bitastæð og þau verða ekki bitastæð við það eitt að þau eru hugsuð fyrir konur. Tilgangurinn helgar ekki meðalið í þessu, frekar en öðru. Tilgangur listarinnar er að opna augu, reyna að horfa á stöðuna úr óvæntum áttum. List sem gerist taglhnýtingur kennivaldsins, því þar liggur þetta nú, fjárlög formanns Sjálfstæðisflokksins eru stimpluð kyngreind í bak og fyrir, er einskis virði.Niðurstaða: Ánægjulegt að sjá stórleikkonur á sviðinu, en sú ánægja er skammær þegar í ljós kemur að umfjöllunarefnið er þrautpínd saga.
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira