„Draumaverkefni fyrir mig“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 17. september 2014 10:30 Jóhann er að gera góða hluti með tónsmíðum sínum. Við vorum öll rosalega ánægð með viðbrögðin í Toronto, þau voru vonum framan og það er gaman fyrir mig að tónlistin skuli fá svona mikla athygli,“ segir tónskáldið Jóhann Jóhannsson, sem gerði tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory Of Everything. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto um helgina og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Var þá tónlist Jóhanns sérstaklega lofuð af meðal annars gagnrýnendum Variety, BBC og Screen Daily svo einhverjir séu nefndir.Tónlistin tekin upp í Abbey Road Jóhann kynntist leikstjóra myndarinnar, James Marsh, þegar hann samdi tónlist fyrir dönsku myndina The Good Life. James vann sem ráðgjafi að þeirri mynd og hafði samband við umboðsskrifstofu Jóhanns þegar hann var að gera The Theory of Everything. „Mér fannst það mjög spennandi verandi aðdáandi James. Ég hef sömuleiðis verið mikill áhugamaður um Stephen Hawking, bæði honum sem karakter og verkum hans,“ segir hann. Myndin er byggð á bók Jane Wilde, Travelling to Infinity: My life with Stephen, sem fjallar um ástarsamband Jane og Stephen. „Ég las bók Hawkings A Brief History of Time í háskóla og hef alltaf haft mikinn áhuga á honum sem persónu. Þannig að fyrir mig var þetta í rauninni draumaverkefni,“ segir Jóhann. Tónlistin var tekin upp í Abbey Road-hljóðverinu í London en Jóhann byrjaði að semja tónlistina þegar tökur voru langt á veg komnar. „Ég fékk myndina fyrst mjög hráa og sá strax að hún var mjög áhrifamikil. Vel skrifuð, vel leikin og mjög öflug. Það var mjög gaman að takast á við þetta verkefni að semja tónlistina,“ segir hann. Þetta er ekki fyrsta stórmyndin sem Jóhann semur tónlist fyrir, en hann samdi einnig tónlistina fyrir myndina Prisoners. Hann segir bæði verkefnin hafa verið skemmtileg en ólík. „Þetta eru rosalega ólíkar myndir. Prisoners er mjög dökk og drungaleg mynd sem lýsir skuggahliðum manneskjunnar sem að í rauninni hentar að mörgu leyti minni tónlist mjög vel en hún er yfirleitt dramatísk og frekar svona í myrkari kantinum. Aftur á móti er The Theory of Everything léttari og aðgengilegri. Hún er dramatísk mynd og alvarleg en hefur miklu breiðara og bjartara litróf heldur en Prisoners þannig að þessar tvær myndir eru eins og svart og hvítt. Tónlistarlega nálgunin var allt önnur,“ segir hann.Spennandi verkefni fram undan Það er nóg um að vera hjá Jóhanni og á næstu dögum byrjar hann að semja tónlist fyrir nýja mynd sem ber nafnið Sicario og er leikstýrt af Denis Villeneuve, þeim sama og leikstýrði Prisoners. Þetta er því í annað sinn sem þeir vinna saman. Meðal þeirra sem fara með aðalhlutverk í myndinni er leikarinn Benicio Del Toro og Emily Blunt. „Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir hann. Jóhann er svo væntanlegur til landsins í nóvember þar sem hann mun setja upp verk sitt, The Miners' Hymns í fyrsta skipti á Íslandi. „Þetta er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Iceland Airwaves. Þetta er verk sem ég hef flutt úti um allan heim en þetta verður í fyrsta skipti sem það er flutt á Íslandi,“ segir hann. Um er að ræða tón- og myndverk. „Myndin er eftir bandarískan listamann sem heitir Bill Morrison. Þetta er klukkutímalöng mynd sem er byggð á gömlum myndskeiðum frá kolanámuiðnaðinum í Bretlandi. Myndin er þögul og tónlistin er flutt lifandi undir. Verkið er upprunalega samið fyrir brasshljómsveit en þarna verður frumflutt ný útgáfa af verkinu fyrir sinfóníuhljómsveit,“ segir hann spenntur, en þetta er í fyrsta skipti sem Jóhann spilar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og einnig kemur hann fram í fyrsta skipti í Eldborgarsal Hörpu. „Ég hlakka til að koma til Íslands og sýna fólkinu heima þetta fallega verk.“ Airwaves Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Við vorum öll rosalega ánægð með viðbrögðin í Toronto, þau voru vonum framan og það er gaman fyrir mig að tónlistin skuli fá svona mikla athygli,“ segir tónskáldið Jóhann Jóhannsson, sem gerði tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory Of Everything. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto um helgina og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Var þá tónlist Jóhanns sérstaklega lofuð af meðal annars gagnrýnendum Variety, BBC og Screen Daily svo einhverjir séu nefndir.Tónlistin tekin upp í Abbey Road Jóhann kynntist leikstjóra myndarinnar, James Marsh, þegar hann samdi tónlist fyrir dönsku myndina The Good Life. James vann sem ráðgjafi að þeirri mynd og hafði samband við umboðsskrifstofu Jóhanns þegar hann var að gera The Theory of Everything. „Mér fannst það mjög spennandi verandi aðdáandi James. Ég hef sömuleiðis verið mikill áhugamaður um Stephen Hawking, bæði honum sem karakter og verkum hans,“ segir hann. Myndin er byggð á bók Jane Wilde, Travelling to Infinity: My life with Stephen, sem fjallar um ástarsamband Jane og Stephen. „Ég las bók Hawkings A Brief History of Time í háskóla og hef alltaf haft mikinn áhuga á honum sem persónu. Þannig að fyrir mig var þetta í rauninni draumaverkefni,“ segir Jóhann. Tónlistin var tekin upp í Abbey Road-hljóðverinu í London en Jóhann byrjaði að semja tónlistina þegar tökur voru langt á veg komnar. „Ég fékk myndina fyrst mjög hráa og sá strax að hún var mjög áhrifamikil. Vel skrifuð, vel leikin og mjög öflug. Það var mjög gaman að takast á við þetta verkefni að semja tónlistina,“ segir hann. Þetta er ekki fyrsta stórmyndin sem Jóhann semur tónlist fyrir, en hann samdi einnig tónlistina fyrir myndina Prisoners. Hann segir bæði verkefnin hafa verið skemmtileg en ólík. „Þetta eru rosalega ólíkar myndir. Prisoners er mjög dökk og drungaleg mynd sem lýsir skuggahliðum manneskjunnar sem að í rauninni hentar að mörgu leyti minni tónlist mjög vel en hún er yfirleitt dramatísk og frekar svona í myrkari kantinum. Aftur á móti er The Theory of Everything léttari og aðgengilegri. Hún er dramatísk mynd og alvarleg en hefur miklu breiðara og bjartara litróf heldur en Prisoners þannig að þessar tvær myndir eru eins og svart og hvítt. Tónlistarlega nálgunin var allt önnur,“ segir hann.Spennandi verkefni fram undan Það er nóg um að vera hjá Jóhanni og á næstu dögum byrjar hann að semja tónlist fyrir nýja mynd sem ber nafnið Sicario og er leikstýrt af Denis Villeneuve, þeim sama og leikstýrði Prisoners. Þetta er því í annað sinn sem þeir vinna saman. Meðal þeirra sem fara með aðalhlutverk í myndinni er leikarinn Benicio Del Toro og Emily Blunt. „Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir hann. Jóhann er svo væntanlegur til landsins í nóvember þar sem hann mun setja upp verk sitt, The Miners' Hymns í fyrsta skipti á Íslandi. „Þetta er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Iceland Airwaves. Þetta er verk sem ég hef flutt úti um allan heim en þetta verður í fyrsta skipti sem það er flutt á Íslandi,“ segir hann. Um er að ræða tón- og myndverk. „Myndin er eftir bandarískan listamann sem heitir Bill Morrison. Þetta er klukkutímalöng mynd sem er byggð á gömlum myndskeiðum frá kolanámuiðnaðinum í Bretlandi. Myndin er þögul og tónlistin er flutt lifandi undir. Verkið er upprunalega samið fyrir brasshljómsveit en þarna verður frumflutt ný útgáfa af verkinu fyrir sinfóníuhljómsveit,“ segir hann spenntur, en þetta er í fyrsta skipti sem Jóhann spilar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og einnig kemur hann fram í fyrsta skipti í Eldborgarsal Hörpu. „Ég hlakka til að koma til Íslands og sýna fólkinu heima þetta fallega verk.“
Airwaves Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira