Fimm ára bið Liverpool loks á enda í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2014 07:00 Brendan Rodgers vill byrja leiktíðina í Meistaradeild Evrópu með sigri. vísir/getty „Ég er mjög spenntur. Fimm ár er langur tími. Við eigum skilið að vera með í þessari keppni,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sem leikur í kvöld sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í fimm ár. Liðið mætir þá búlgarska liðinu Ludogorets á heimavelli sínum, Anfield. „Við viljum komast upp úr okkar riðli en munum engu að síður taka bara einn leik fyrir í einu. Fyrsta markmið okkar er að standa okkur vel,“ bætti Rodgers við. Liverpool-menn eru þó enn að sleikja sárin eftir tap fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Rodgers segir að leikur kvöldsins sé kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina. „Við vorum með mikla yfirburði gegn Aston Villa en úrslitin voru ekki okkur að skapi. En við verðum bara að halda áfram og einbeitum okkur nú að næsta leik.“ Liverpool þarf að byrja vel í kvöld en búlgarska liðið er fyrirfram talið það lakasta í riðlinum. Rodgers og lærisveina hans bíður erfiðara verkefni gegn Real Madrid og Basel frá Sviss. Rodgers hefur skoðað búlgarska liðið vel og á von á að gestirnir muni sækja í kvöld. „Þetta er topplið í Búlgaríu og ég veit að leikurinn verður erfiður. Þeir spila 4-2-3-1 og eru með bakverði sem sækja upp kantana. Þetta er lið sem vill sækja,“ sagði Rodgers sem bætti því við að varnarmaðurinn Martin Skrtel mundi missa af leiknum vegna meiðsla. Meðal annarra leikja í kvöld má nefna að Arsenal á erfiðan útileik fyrir höndum í D-riðli gegn þýska liðinu Dortmund á Signal Iduna-leikvanginum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 18.45 en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.00. Meistaramörkin hefjast svo klukkan 20.45. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Sjá meira
„Ég er mjög spenntur. Fimm ár er langur tími. Við eigum skilið að vera með í þessari keppni,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sem leikur í kvöld sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í fimm ár. Liðið mætir þá búlgarska liðinu Ludogorets á heimavelli sínum, Anfield. „Við viljum komast upp úr okkar riðli en munum engu að síður taka bara einn leik fyrir í einu. Fyrsta markmið okkar er að standa okkur vel,“ bætti Rodgers við. Liverpool-menn eru þó enn að sleikja sárin eftir tap fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Rodgers segir að leikur kvöldsins sé kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina. „Við vorum með mikla yfirburði gegn Aston Villa en úrslitin voru ekki okkur að skapi. En við verðum bara að halda áfram og einbeitum okkur nú að næsta leik.“ Liverpool þarf að byrja vel í kvöld en búlgarska liðið er fyrirfram talið það lakasta í riðlinum. Rodgers og lærisveina hans bíður erfiðara verkefni gegn Real Madrid og Basel frá Sviss. Rodgers hefur skoðað búlgarska liðið vel og á von á að gestirnir muni sækja í kvöld. „Þetta er topplið í Búlgaríu og ég veit að leikurinn verður erfiður. Þeir spila 4-2-3-1 og eru með bakverði sem sækja upp kantana. Þetta er lið sem vill sækja,“ sagði Rodgers sem bætti því við að varnarmaðurinn Martin Skrtel mundi missa af leiknum vegna meiðsla. Meðal annarra leikja í kvöld má nefna að Arsenal á erfiðan útileik fyrir höndum í D-riðli gegn þýska liðinu Dortmund á Signal Iduna-leikvanginum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 18.45 en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.00. Meistaramörkin hefjast svo klukkan 20.45.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Sjá meira